Segir atvinnurekendur vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 12:15 Frumvarp um bann við burðarplastpokum sem umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra en Evróputilskipunin sem innleidd verður með frumvarpinu. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir atvinnurekendur þegar vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun. Um er að ræða innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins sem miðar að því að draga úr notkun á burðarpokum úr plasti en frumvarpið sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra á þremur sviðum. Í fyrsta lagi nær það til allra plastpoka óháð þykkt þeirra. Í öðru lagi verður óheimilt að afhenta plastpoka hér á landi frá og með 2021, en samkvæmt Evróputilskipuninni er áfram heimilt að afhenta plastpoka gegn gjaldi í aðildarríkjum. Í þriðja lagi verður frá og með 1. júlí á þessu ári skylt að taka gjald fyrir alla burðarpoka, óháð því hvort þeir séu úr plasti eða ekki. Bannið nær þó ekki til plastpoka sem eru söluvara í hillum, svo sem nestispoka eða ruslapoka. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að verslanir hafi margar hverjar þegar tekið stór skref og verið leiðandi í baráttunni gegn plastnotkun. „Aðalatriði málsins er það að við teljum að plastnotkun fari mjög hratt minnkandi í landinu, bæði plastpokanotkun og plastnotkun almennt alveg burt séð frá þessu frumvarpi umhverfisráðherra,“ segir Andrés. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, telur neytendur almennt vera reiðubúna að gefa plastpokann upp á bátinn. „Mér finnst vera gríðarlega mikil vakning og kannski sérstaklega finnur maður það í því að við erum hætt að tala bara um flokkun, við erum líka að tala um neysluna sem vandamálið því við þurfum náttúrlega að byrja þar þótt að það sé gott að flokka,“ segir Brynhildur. Alþingi Umhverfismál Tengdar fréttir Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45 Örplast fannst í fýlum og kræklingi við Íslandsstrendur Umhverfisstofnun lét rannsaka plastmengun í hafinu við Ísland. 14. janúar 2019 11:12 Umhverfisvitund getur reynst arðbær Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. 17. janúar 2019 19:30 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Frumvarp um bann við burðarplastpokum sem umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra en Evróputilskipunin sem innleidd verður með frumvarpinu. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir atvinnurekendur þegar vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun. Um er að ræða innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins sem miðar að því að draga úr notkun á burðarpokum úr plasti en frumvarpið sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra á þremur sviðum. Í fyrsta lagi nær það til allra plastpoka óháð þykkt þeirra. Í öðru lagi verður óheimilt að afhenta plastpoka hér á landi frá og með 2021, en samkvæmt Evróputilskipuninni er áfram heimilt að afhenta plastpoka gegn gjaldi í aðildarríkjum. Í þriðja lagi verður frá og með 1. júlí á þessu ári skylt að taka gjald fyrir alla burðarpoka, óháð því hvort þeir séu úr plasti eða ekki. Bannið nær þó ekki til plastpoka sem eru söluvara í hillum, svo sem nestispoka eða ruslapoka. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að verslanir hafi margar hverjar þegar tekið stór skref og verið leiðandi í baráttunni gegn plastnotkun. „Aðalatriði málsins er það að við teljum að plastnotkun fari mjög hratt minnkandi í landinu, bæði plastpokanotkun og plastnotkun almennt alveg burt séð frá þessu frumvarpi umhverfisráðherra,“ segir Andrés. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, telur neytendur almennt vera reiðubúna að gefa plastpokann upp á bátinn. „Mér finnst vera gríðarlega mikil vakning og kannski sérstaklega finnur maður það í því að við erum hætt að tala bara um flokkun, við erum líka að tala um neysluna sem vandamálið því við þurfum náttúrlega að byrja þar þótt að það sé gott að flokka,“ segir Brynhildur.
Alþingi Umhverfismál Tengdar fréttir Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45 Örplast fannst í fýlum og kræklingi við Íslandsstrendur Umhverfisstofnun lét rannsaka plastmengun í hafinu við Ísland. 14. janúar 2019 11:12 Umhverfisvitund getur reynst arðbær Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. 17. janúar 2019 19:30 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45
Örplast fannst í fýlum og kræklingi við Íslandsstrendur Umhverfisstofnun lét rannsaka plastmengun í hafinu við Ísland. 14. janúar 2019 11:12
Umhverfisvitund getur reynst arðbær Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. 17. janúar 2019 19:30