Alþjóðlegi votlendisdagurinn Bjarni Jónsson skrifar 2. febrúar 2019 07:00 Í dag 2. febrúar er Alþjóðlegi votlendisdagurinn. Hann er reyndar ekki hluti af rauðum dögum í dagatölum Íslendinga þar sem fólk fagnar um allt land en hann er þrátt fyrir það góður dagur til þess að velta fyrir sér mikilvægi votlendis.Uppruni votlendisdagsins Dagurinn markar þau tímamót að þann dag árið 1971 var Ramsarsamningur, samningur um votlendi, undirritaður en hann er alþjóðlegur samningur sem dregur nafn sitt af borginni Ramsar í Íran þar sem undirritunin fór fram. Nú hafa 170 ríki gerst aðilar að samningnum þ.a.m. Ísland og tæplega 2.300 svæði vernduð af honum en samtals er flatarmálið er rúmlega stærð Mexíkó. Á Íslandi eru Ramsarsvæði sex talsins. Þau eru Grunnafjörður, Andakíl, Mývatn-Laxá, Guðlaugstungur, Þjórsárver og Snæfell-Eyjabakka svæðið. Í ár, 2019, er þema dagsins “Votlendi og loftlagsbreytingar” (e. Wetlands and Climate Change) enda eru loftlagsbreytingar eitt brýnasta vandamál sem steðjar að jörðinni.Unnið við að endurheimta votlendi.Áskell ÞórissonFramræsing votlendis Á síðustu öld jókst landbúnaðarframleiðsla mikið og til þess að halda í við aukninguna var hafið átak í að framræsa votlendi til þess að auka akuryrkju. Talið er að framræst hafi verið um 4.200 km2 lands en aðeins 15% af því er notað til landbúnaðarframleiðslu. Því eru næg verkefni við að endurheimta það votlendi sem ekki er notað í landbúnað.Áhrif framræsingar Binding kolefna (C) í jarðvegi og vötnum gerist með ljóstillífun þegar plöntur vinna koltvíoxíð úr súrefni og losa út súrefnið í andrúmsloftið sem er okkur svo mikilvægt. Plönturnar nýta kolefnið og geyma það. Annað birtingarform á kolefni í jarðvegi er olía og mór. Vatn kemur í veg fyrir að jarðvegur rotni og þess vegna er jarðvegur í votlendi afar mikilvægur þar sem hann bindur mjög stóran hluta af kolefnisforða jarðar. Þegar votlendi er ræst fram kemst súrefni að lífræna jarðveginum sem fer að rotna sem leiðir til þess að gróðurhúsalofttegundir (GHL) losna. Með tímanum sígur framræstur jarðvegur og má t.d. sjá þess merki við sökkla húsa í Norðurmýri í Reykjavík. Þar hefur jarðvegur sigið um 50-60 cm en þau hús eru byggð um miðbik síðustu aldar. Erlendis t.d. í Englandi eru dæmi um sig á jarðvegi sem nemur 3-4 metrum á svæðum sem framræst voru fyrir 2-300 árum síðan. Helstu gróðurhúsalofttegundirnar sem um ræðir eru koltvísýringur (CO2), metangas (CH4) og hláturgas (N2O) stundum kallað glaðgas. Þess utan eru aðrar tegundir af GHL en í töluvert minna mæli. Við framræsingu þá minnkar einnig fjölbreytileiki náttúrunnar. Yfir 90% fugla byggja afkomu sína að einhverju leiti á votlendi. Framræsing hefur því alvarleg áhrif. Því er mikilvægt að vinna að endurheimtun votlendis.Framræst votlendi.Áskell ÞórissonLoftlagsmálin og skuldbinding Íslands Með loftlagssamningi Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var árið 2015 undirgekkst Ísland þær skyldur að minnka losun GHL um 40% fram til ársins 2030. Markmiðið er að halda hlýnun loftlags innan við 2°C en helst að hún verði ekki meiri en 1,5°C með því að draga úr losun eða binda gróðurhúsaloft.Loftlagsbókhaldið og markmiðin Til þess að ná markmiðunum þarf að hraða orkuskiptum í samgöngum, minnka losun á GHL frá landbúnaði, iðnaði og meðhöndlun úrgangs og er sú losun sem þarf að vinna á um 4.7 milljónir tonna af CO2 ígíldum á ári. Þetta er sú losun sem fellur undir loftlagsbókhald Íslands og er stefnt að 40% samdrætti. Hugtakið - CO2 ígildi / koltvísýringsígildi - er samheiti fyrir gróðurhúsalofttegundirnar s.s. CO2, metan og hláturgas en þau eru missterk og losun þeirra er misjöfn.Fjölbreytilegt fuglalíf einkennir votlendi.Áskell ÞórissonLosun gróðurhúsalofttegunda úr framræstu votlendi Þessu til viðbótar losar framræst votlendi um tvöfalt meira af GHL en greinarnar innan loftlagsbókhaldsins eða um 10 milljónir tonna af CO2 ígildum árlega. Samtals er því losun Íslands tæplega 15 m. tonna á ári. Það er því verk að vinna. Þó svo að losun vegna framræsts lands teljist ekki í loftlagsbókhaldi Íslands nema að hluta kemur það okkur öllum til góða að minnka losun. Árið 2011 fengu íslensk stjórnvöld því framgengt á alþjóðavettvangi að niðurstöður slíkra aðgerða væri hægt að skrá. Það er jákvætt því áhrifin eru þau sömu - að minnka losun GHL og áhrif þeirra á loftslagið.Votlendi og vísindin Vísindamenn á Íslandi hafa staðfest að framræst landi losar að meðaltali um 23 tonn af CO2 ígildi á hvern hektara á hverju ári sem er í samræmi við niðurstöður erlendra vísindamanna. Við endurheimt votlendis losar það um 3 tonn aðallega metan þannig að ávinningurinn er um 20 tonn á hvern hektara. Það er verulegur ávinningur. Samkvæmt upplýsingum sem unnið er eftir hér á landi er talið að um 4.600 hektara séu framræstir og af þeim eru 3.600 ha ekki notaðir til landnytja. Af nógu er því að taka. Endurheimt votelndis fer þannig fram að skurðir eru stíflaðir eða fyllt í þá til þess að hækka vatnsstöðu landssvæðisins. Það gerist tiltölulega hratt og þegar vatnsstaða nær áætlaðri stöðu stöðvast losun en yfirleitt tekur það nokkrar vikur eða mesta lagi nokkra mánuði til að ná ætluðum árangri.Norðurmýri í Reykjavík. Jarðvegur hefur sigið vegna framkvæmda.Lausnirnar Lausnir sem hafa það sameiginlegt að minnka GHL í andrúmsloftinu eru nokkrar s.s. skógrækt, landbætur, landgræðsla og endurheimt votlendis. Saman mynda þessar lausnir von til að ná settum markmiðum. Það er mikilvægt að halda lausnunum á lofti svo fyrirtæki, sveitarfélög sem og einstaklingar hafi val.Votlendissjóðurinn Votlendissjóðurinn hefur það markmið að leitast við að færa land í átt til fyrra horfs og skapa lífsskilyrði fyrir gróður og dýralíf sem áður ríkti. Hlutverk sjóðsins er að leiða saman landeigendur, fyrirtæki, félagasamtök, einstaklinga og sveitarfélög sem vilja leggja þessum markmiðum lið og minnka losun GHL með því að endurheimta framræst votlendi. Landeigendur eru fjölmennastir meðal bænda og eru því í lykilstöðu. Með því að vinna með Votlendissjóðnum er hægt að minnka verulega losun GHL. Mikilvægt er að vekja athygli á því að ekki er ætlunin að vinna á ræktuðu landi sem bændur nota heldur þeim hluta sem er ónotaður en það er um 85% af framræstu votlendi.Framræst votlendi.Áskell ÞórissonSamfélagsleg ábyrgð okkar Til þess að ná markmiðum Íslands í loftlagsmálum eru margar leiðir færar. Við þurfum öll að leggja lóð okkar á vogarskálarnar með því m.a. að taka þátt í orkuskiptum í samgöngum og nota almenningssamgöngur. Við getum endurskoðað innkaupavenjur, minnkað sóun matvæla, aukið endurvinnslu sorps, kolefnisjafnað ferðalög eða dregið úr þeim svo eitthvað sé nefnt. Aðalatriðið er þó að hafa skýran fókus á markmiðinu – að draga úr hlýnun loftlags með öllum tiltækum ráðum fyrir árið 2030. Það er samfélagslegt verkefni okkar að stuðla að því. Ekki bara fyrir okkur sjálf heldur einnig fyrir börn okkar og barnabörn. Verkefnið virðist óyfirstíganlegt en það besta er að það er gerlegt! Bjarni Jónsson Framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Loftslagsmál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 2. febrúar er Alþjóðlegi votlendisdagurinn. Hann er reyndar ekki hluti af rauðum dögum í dagatölum Íslendinga þar sem fólk fagnar um allt land en hann er þrátt fyrir það góður dagur til þess að velta fyrir sér mikilvægi votlendis.Uppruni votlendisdagsins Dagurinn markar þau tímamót að þann dag árið 1971 var Ramsarsamningur, samningur um votlendi, undirritaður en hann er alþjóðlegur samningur sem dregur nafn sitt af borginni Ramsar í Íran þar sem undirritunin fór fram. Nú hafa 170 ríki gerst aðilar að samningnum þ.a.m. Ísland og tæplega 2.300 svæði vernduð af honum en samtals er flatarmálið er rúmlega stærð Mexíkó. Á Íslandi eru Ramsarsvæði sex talsins. Þau eru Grunnafjörður, Andakíl, Mývatn-Laxá, Guðlaugstungur, Þjórsárver og Snæfell-Eyjabakka svæðið. Í ár, 2019, er þema dagsins “Votlendi og loftlagsbreytingar” (e. Wetlands and Climate Change) enda eru loftlagsbreytingar eitt brýnasta vandamál sem steðjar að jörðinni.Unnið við að endurheimta votlendi.Áskell ÞórissonFramræsing votlendis Á síðustu öld jókst landbúnaðarframleiðsla mikið og til þess að halda í við aukninguna var hafið átak í að framræsa votlendi til þess að auka akuryrkju. Talið er að framræst hafi verið um 4.200 km2 lands en aðeins 15% af því er notað til landbúnaðarframleiðslu. Því eru næg verkefni við að endurheimta það votlendi sem ekki er notað í landbúnað.Áhrif framræsingar Binding kolefna (C) í jarðvegi og vötnum gerist með ljóstillífun þegar plöntur vinna koltvíoxíð úr súrefni og losa út súrefnið í andrúmsloftið sem er okkur svo mikilvægt. Plönturnar nýta kolefnið og geyma það. Annað birtingarform á kolefni í jarðvegi er olía og mór. Vatn kemur í veg fyrir að jarðvegur rotni og þess vegna er jarðvegur í votlendi afar mikilvægur þar sem hann bindur mjög stóran hluta af kolefnisforða jarðar. Þegar votlendi er ræst fram kemst súrefni að lífræna jarðveginum sem fer að rotna sem leiðir til þess að gróðurhúsalofttegundir (GHL) losna. Með tímanum sígur framræstur jarðvegur og má t.d. sjá þess merki við sökkla húsa í Norðurmýri í Reykjavík. Þar hefur jarðvegur sigið um 50-60 cm en þau hús eru byggð um miðbik síðustu aldar. Erlendis t.d. í Englandi eru dæmi um sig á jarðvegi sem nemur 3-4 metrum á svæðum sem framræst voru fyrir 2-300 árum síðan. Helstu gróðurhúsalofttegundirnar sem um ræðir eru koltvísýringur (CO2), metangas (CH4) og hláturgas (N2O) stundum kallað glaðgas. Þess utan eru aðrar tegundir af GHL en í töluvert minna mæli. Við framræsingu þá minnkar einnig fjölbreytileiki náttúrunnar. Yfir 90% fugla byggja afkomu sína að einhverju leiti á votlendi. Framræsing hefur því alvarleg áhrif. Því er mikilvægt að vinna að endurheimtun votlendis.Framræst votlendi.Áskell ÞórissonLoftlagsmálin og skuldbinding Íslands Með loftlagssamningi Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var árið 2015 undirgekkst Ísland þær skyldur að minnka losun GHL um 40% fram til ársins 2030. Markmiðið er að halda hlýnun loftlags innan við 2°C en helst að hún verði ekki meiri en 1,5°C með því að draga úr losun eða binda gróðurhúsaloft.Loftlagsbókhaldið og markmiðin Til þess að ná markmiðunum þarf að hraða orkuskiptum í samgöngum, minnka losun á GHL frá landbúnaði, iðnaði og meðhöndlun úrgangs og er sú losun sem þarf að vinna á um 4.7 milljónir tonna af CO2 ígíldum á ári. Þetta er sú losun sem fellur undir loftlagsbókhald Íslands og er stefnt að 40% samdrætti. Hugtakið - CO2 ígildi / koltvísýringsígildi - er samheiti fyrir gróðurhúsalofttegundirnar s.s. CO2, metan og hláturgas en þau eru missterk og losun þeirra er misjöfn.Fjölbreytilegt fuglalíf einkennir votlendi.Áskell ÞórissonLosun gróðurhúsalofttegunda úr framræstu votlendi Þessu til viðbótar losar framræst votlendi um tvöfalt meira af GHL en greinarnar innan loftlagsbókhaldsins eða um 10 milljónir tonna af CO2 ígildum árlega. Samtals er því losun Íslands tæplega 15 m. tonna á ári. Það er því verk að vinna. Þó svo að losun vegna framræsts lands teljist ekki í loftlagsbókhaldi Íslands nema að hluta kemur það okkur öllum til góða að minnka losun. Árið 2011 fengu íslensk stjórnvöld því framgengt á alþjóðavettvangi að niðurstöður slíkra aðgerða væri hægt að skrá. Það er jákvætt því áhrifin eru þau sömu - að minnka losun GHL og áhrif þeirra á loftslagið.Votlendi og vísindin Vísindamenn á Íslandi hafa staðfest að framræst landi losar að meðaltali um 23 tonn af CO2 ígildi á hvern hektara á hverju ári sem er í samræmi við niðurstöður erlendra vísindamanna. Við endurheimt votlendis losar það um 3 tonn aðallega metan þannig að ávinningurinn er um 20 tonn á hvern hektara. Það er verulegur ávinningur. Samkvæmt upplýsingum sem unnið er eftir hér á landi er talið að um 4.600 hektara séu framræstir og af þeim eru 3.600 ha ekki notaðir til landnytja. Af nógu er því að taka. Endurheimt votelndis fer þannig fram að skurðir eru stíflaðir eða fyllt í þá til þess að hækka vatnsstöðu landssvæðisins. Það gerist tiltölulega hratt og þegar vatnsstaða nær áætlaðri stöðu stöðvast losun en yfirleitt tekur það nokkrar vikur eða mesta lagi nokkra mánuði til að ná ætluðum árangri.Norðurmýri í Reykjavík. Jarðvegur hefur sigið vegna framkvæmda.Lausnirnar Lausnir sem hafa það sameiginlegt að minnka GHL í andrúmsloftinu eru nokkrar s.s. skógrækt, landbætur, landgræðsla og endurheimt votlendis. Saman mynda þessar lausnir von til að ná settum markmiðum. Það er mikilvægt að halda lausnunum á lofti svo fyrirtæki, sveitarfélög sem og einstaklingar hafi val.Votlendissjóðurinn Votlendissjóðurinn hefur það markmið að leitast við að færa land í átt til fyrra horfs og skapa lífsskilyrði fyrir gróður og dýralíf sem áður ríkti. Hlutverk sjóðsins er að leiða saman landeigendur, fyrirtæki, félagasamtök, einstaklinga og sveitarfélög sem vilja leggja þessum markmiðum lið og minnka losun GHL með því að endurheimta framræst votlendi. Landeigendur eru fjölmennastir meðal bænda og eru því í lykilstöðu. Með því að vinna með Votlendissjóðnum er hægt að minnka verulega losun GHL. Mikilvægt er að vekja athygli á því að ekki er ætlunin að vinna á ræktuðu landi sem bændur nota heldur þeim hluta sem er ónotaður en það er um 85% af framræstu votlendi.Framræst votlendi.Áskell ÞórissonSamfélagsleg ábyrgð okkar Til þess að ná markmiðum Íslands í loftlagsmálum eru margar leiðir færar. Við þurfum öll að leggja lóð okkar á vogarskálarnar með því m.a. að taka þátt í orkuskiptum í samgöngum og nota almenningssamgöngur. Við getum endurskoðað innkaupavenjur, minnkað sóun matvæla, aukið endurvinnslu sorps, kolefnisjafnað ferðalög eða dregið úr þeim svo eitthvað sé nefnt. Aðalatriðið er þó að hafa skýran fókus á markmiðinu – að draga úr hlýnun loftlags með öllum tiltækum ráðum fyrir árið 2030. Það er samfélagslegt verkefni okkar að stuðla að því. Ekki bara fyrir okkur sjálf heldur einnig fyrir börn okkar og barnabörn. Verkefnið virðist óyfirstíganlegt en það besta er að það er gerlegt! Bjarni Jónsson Framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun