Valkostur fyrir viðskiptalífið Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 30. janúar 2019 07:00 Norræni gerðardómsdagurinn (e. Nordic Arbitration day) var haldinn í fyrsta sinn í Stokkhólmi þann 18. janúar síðastliðinn. Markmið ráðstefnunnar var að koma gerðardómsrétti á Norðurlöndunum á framfæri og skapa tengsl milli lögfræðinga sem starfa á þessu sviði. Að deginum stóðu ung-gerðardómsfélögin á Norðurlöndunum og áttu Íslendingar fulltrúa í skipulagningu dagsins. Á dagskrá ráðstefnunnar voru áhugaverð erindi um þau málefni sem efst eru á baugi í alþjóðlegum gerðardómsrétti og þá sérstaklega sem snúa að Norðurlöndunum. Ánægjulegt er að sjá hversu framarlega Norðurlöndin standa á þessu sviði, en gerðarmeðferð er þó langt því frá jafn algeng hérlendis og í nágrannalöndunum. Í Svíþjóð er þróun gerðardómsréttar komin hvað lengst á Norðurlöndunum, og er talið að 80% allra viðskiptatengdra ágreiningsmála á milli einkaaðila fari fyrir gerðardóm þar í landi. Þegar kemur að úrlausn deilumála er gerðarmeðferð raunhæfur valkostur sem þjónar oft hagsmunum samningsaðila betur en hin almenna dómstólaleið. Þrátt fyrir að standa ekki jafnfætis Norðurlöndunum hefur gerðarmeðferð í vaxandi mæli orðið fyrir valinu hérlendis á síðustu árum. Þetta stafar ekki síst af aukinni vitund um þá fjölmörgu kosti sem fylgja því að fara með mál fyrir gerðardóm í stað hinna almennu dómstóla. Sá trúnaður sem ríkir og skilvirkni málsmeðferðarinnar skipta þar höfuðmáli, en málsaðilar hafa vitaskuld verulegra hagsmuna að gæta af því að fá ágreining leystan sem fyrst. Eitt af umræðuefnum norræna gerðardómsdagsins sneri að þeim tvenns konar gerðarmeðferðum sem tíðkast, annars vegar einstaklega ákveðin gerðarmeðferð (e. ad-hoc arbitration), en slíkt krefst mikillar þekkingar á gerðardómsrétti þar sem aðilar þurfa að semja sérstaklega um málsmeðferðarreglur og umgjörð. Hins vegar er það sú gerðarmeðferð sem er mun algengari á Norðurlöndunum, sem og annars staðar, þar sem notast er við gerðardómsstofnanir, sambærilegar Gerðardómi Viðskiptaráðs Íslands (e. Nordic Arbitration Centre), sem er eina gerðardómsstofnunin á Íslandi.Af hverju gerðardómsmeðferð? Málsmeðferð fyrir dómstólum getur tekið langan tíma, með tilheyrandi kostnaði. Algengt er að málsmeðferð fyrir héraðsdómstólum taki hið minnsta níu mánuði og enn lengri tíma þegar mál eru flókin og umfangsmikil. Að ógleymdum tveimur öðrum dómstigum. Á móti kemur að úrlausn gerðardóms liggur almennt fyrir innan sex mánaða frá því að mál hefst og er sú úrlausn endanleg, þannig að ekki er hægt að áfrýja henni til æðra dómstigs, sem felur í sér ákveðið hagræði. Sé ágreiningsefnið eða þeir hagsmunir sem eru í húfi þess eðlis að mikilvægt sé að fá skjóta úrlausn getur því verið mun hentugra að leita til gerðardóms með ágreininginn. Trúnaður gerðarmeðferðar aðgreinir hana einnig skýrlega frá málsmeðferð fyrir dómstólum, en trúnaður gildir um gerðarmeðferðina og dómar eru ekki birtir opinberlega nema aðilar semji um slíkt, ólíkt því sem gengur og gerist fyrir almennum dómstólum. Málsmeðferð fyrir gerðardómi er þar að auki sveigjanlegri en fyrir almennum dómstólum. Aðilar geta til að mynda samið um gagnaframlagningu og sönnunarfærslu, ásamt því að tilnefna gerðarmann og síðast en ekki síst leiða sérfræðivitni fyrir dóminn en íslenskir dómstólar hafa ekki heimilað málsaðilum að kalla sérfræðivitni fyrir dóm. Þessu síðastnefnda atriði getur fylgt mikið kostnaðarhagræði þar sem matsgerðir og yfirmatsgerðir eru með kostnaðarsamari liðum hérlendra dómsmála. Með vaxandi álagi á dómstóla og sérhæfðari ágreiningsmálum eru fyrirtæki og einstaklingar í auknum mæli að átta sig á kostum þess að leysa úr ágreiningsmálum fyrir gerðardómi. Það er því óskandi að vegur gerðardómsréttar haldi áfram að vaxa og dafna hér á landi og í átt að því sem gengur og gerist á Norðurlöndunum, þar sem gerðardómsréttur hefur öðlast sterka fótfestu og er að jafnaði fyrsti valkostur í viðskiptatengdum ágreiningi.Höfundur er sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Norræni gerðardómsdagurinn (e. Nordic Arbitration day) var haldinn í fyrsta sinn í Stokkhólmi þann 18. janúar síðastliðinn. Markmið ráðstefnunnar var að koma gerðardómsrétti á Norðurlöndunum á framfæri og skapa tengsl milli lögfræðinga sem starfa á þessu sviði. Að deginum stóðu ung-gerðardómsfélögin á Norðurlöndunum og áttu Íslendingar fulltrúa í skipulagningu dagsins. Á dagskrá ráðstefnunnar voru áhugaverð erindi um þau málefni sem efst eru á baugi í alþjóðlegum gerðardómsrétti og þá sérstaklega sem snúa að Norðurlöndunum. Ánægjulegt er að sjá hversu framarlega Norðurlöndin standa á þessu sviði, en gerðarmeðferð er þó langt því frá jafn algeng hérlendis og í nágrannalöndunum. Í Svíþjóð er þróun gerðardómsréttar komin hvað lengst á Norðurlöndunum, og er talið að 80% allra viðskiptatengdra ágreiningsmála á milli einkaaðila fari fyrir gerðardóm þar í landi. Þegar kemur að úrlausn deilumála er gerðarmeðferð raunhæfur valkostur sem þjónar oft hagsmunum samningsaðila betur en hin almenna dómstólaleið. Þrátt fyrir að standa ekki jafnfætis Norðurlöndunum hefur gerðarmeðferð í vaxandi mæli orðið fyrir valinu hérlendis á síðustu árum. Þetta stafar ekki síst af aukinni vitund um þá fjölmörgu kosti sem fylgja því að fara með mál fyrir gerðardóm í stað hinna almennu dómstóla. Sá trúnaður sem ríkir og skilvirkni málsmeðferðarinnar skipta þar höfuðmáli, en málsaðilar hafa vitaskuld verulegra hagsmuna að gæta af því að fá ágreining leystan sem fyrst. Eitt af umræðuefnum norræna gerðardómsdagsins sneri að þeim tvenns konar gerðarmeðferðum sem tíðkast, annars vegar einstaklega ákveðin gerðarmeðferð (e. ad-hoc arbitration), en slíkt krefst mikillar þekkingar á gerðardómsrétti þar sem aðilar þurfa að semja sérstaklega um málsmeðferðarreglur og umgjörð. Hins vegar er það sú gerðarmeðferð sem er mun algengari á Norðurlöndunum, sem og annars staðar, þar sem notast er við gerðardómsstofnanir, sambærilegar Gerðardómi Viðskiptaráðs Íslands (e. Nordic Arbitration Centre), sem er eina gerðardómsstofnunin á Íslandi.Af hverju gerðardómsmeðferð? Málsmeðferð fyrir dómstólum getur tekið langan tíma, með tilheyrandi kostnaði. Algengt er að málsmeðferð fyrir héraðsdómstólum taki hið minnsta níu mánuði og enn lengri tíma þegar mál eru flókin og umfangsmikil. Að ógleymdum tveimur öðrum dómstigum. Á móti kemur að úrlausn gerðardóms liggur almennt fyrir innan sex mánaða frá því að mál hefst og er sú úrlausn endanleg, þannig að ekki er hægt að áfrýja henni til æðra dómstigs, sem felur í sér ákveðið hagræði. Sé ágreiningsefnið eða þeir hagsmunir sem eru í húfi þess eðlis að mikilvægt sé að fá skjóta úrlausn getur því verið mun hentugra að leita til gerðardóms með ágreininginn. Trúnaður gerðarmeðferðar aðgreinir hana einnig skýrlega frá málsmeðferð fyrir dómstólum, en trúnaður gildir um gerðarmeðferðina og dómar eru ekki birtir opinberlega nema aðilar semji um slíkt, ólíkt því sem gengur og gerist fyrir almennum dómstólum. Málsmeðferð fyrir gerðardómi er þar að auki sveigjanlegri en fyrir almennum dómstólum. Aðilar geta til að mynda samið um gagnaframlagningu og sönnunarfærslu, ásamt því að tilnefna gerðarmann og síðast en ekki síst leiða sérfræðivitni fyrir dóminn en íslenskir dómstólar hafa ekki heimilað málsaðilum að kalla sérfræðivitni fyrir dóm. Þessu síðastnefnda atriði getur fylgt mikið kostnaðarhagræði þar sem matsgerðir og yfirmatsgerðir eru með kostnaðarsamari liðum hérlendra dómsmála. Með vaxandi álagi á dómstóla og sérhæfðari ágreiningsmálum eru fyrirtæki og einstaklingar í auknum mæli að átta sig á kostum þess að leysa úr ágreiningsmálum fyrir gerðardómi. Það er því óskandi að vegur gerðardómsréttar haldi áfram að vaxa og dafna hér á landi og í átt að því sem gengur og gerist á Norðurlöndunum, þar sem gerðardómsréttur hefur öðlast sterka fótfestu og er að jafnaði fyrsti valkostur í viðskiptatengdum ágreiningi.Höfundur er sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar