Kalla sendiherra sinn heim vegna „árása“ Ítalíu Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2019 15:59 Luigi Di Maio, Giuseppe Conte og Matteo Salvini. EPA/ANGELO CARCONI Ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur kallað sendiherra ríkisins heim frá Ítalíu. Það var gert vegna „árása og svívirðilegra yfirlýsinga“ frá ríkisstjórn Ítalíu undanfarna mánuði. Frakkar segja árásir Ítala ekki eiga sér hliðstæðu frá því ríkin tóku höndum saman um stofnun Evrópusambandsins í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Luigi Di Maio, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, hitti leiðtoga fylkingar mótmælenda sem kenna sig við gul vesti nærri París á þriðjudaginn og gerði hann það í trássi við yfirvöld Frakklands, sem segja heimsókn Di Maio vera óásættanleg afskipti af innanríkismálum Frakklands. Di Maio hefur einnig hvatt mótmælendur til að gefast ekki upp og heitið þeim stuðningi Ítalíu.Í grunninn hafa deilur ríkjanna þó að miklu leyti snúist um málefni innflytjenda. Frakkar gagnrýndu Ítalíu í lok síðasta árs fyrir að veita björgunarskipum sem báru flótta- og farandfólk ekki að koma að landi á Ítalíu og í kjölfarið sökuðu Ítalir Frakka um að taka ekki á móti fólki og að hafa rekið farandfólk aftur yfir landamæri Ítalíu og Frakklands. Þá sagði Di Maio, sem er leiðtogi fimm stjörnu hreyfingarinnar, í síðasta mánuði að Frakkar hefðu aldrei látið af nýlendustefnu sinni gagnvart Afríku og að Frakkar væru ástæða fátæktar þar. Þar að auki sakaði Matteo Salvini, annar aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og innanríkisráðherra, Frakka um veita hlífðarskyldi yfir fjórtán hryðjuverkamenn sem Ítalía vildi koma höndum yfir. Það er einungis hluti af ummælum þeirra um Frakkland og Macron sjálfan að undanförnu. Salvini og Di Maio tilheyra báðir hægri fylkingum á Ítalíu og Frakkar segja árásum þeirra gegn Macron og ríkisstjórn hans ætlað að vekja lukku meðal kjósenda á Ítalíu sem eru andvígir Evrópusambandinu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Frakklands segir að það sé eitt að vera ósammála. Það sé hins vegar eitthvað allt annað að misnota samband við bandaríki í pólitískum tilgangi. Reuters segir ítalska fjölmiðla hafa birt myndband af Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, og Angelu Merkel í síðustu viku. Myndbandið var tekið í Davos í síðasta mánuði og mátti heyra Conte segja Merkel að Di Maio væri að ráðast á Frakkland og Macron vegna þess að hann sæi fram á tap í Evrópukosningum í maí. Hann þyrfti á óvini að halda. Evrópusambandið Frakkland Ítalía Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira
Ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur kallað sendiherra ríkisins heim frá Ítalíu. Það var gert vegna „árása og svívirðilegra yfirlýsinga“ frá ríkisstjórn Ítalíu undanfarna mánuði. Frakkar segja árásir Ítala ekki eiga sér hliðstæðu frá því ríkin tóku höndum saman um stofnun Evrópusambandsins í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Luigi Di Maio, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, hitti leiðtoga fylkingar mótmælenda sem kenna sig við gul vesti nærri París á þriðjudaginn og gerði hann það í trássi við yfirvöld Frakklands, sem segja heimsókn Di Maio vera óásættanleg afskipti af innanríkismálum Frakklands. Di Maio hefur einnig hvatt mótmælendur til að gefast ekki upp og heitið þeim stuðningi Ítalíu.Í grunninn hafa deilur ríkjanna þó að miklu leyti snúist um málefni innflytjenda. Frakkar gagnrýndu Ítalíu í lok síðasta árs fyrir að veita björgunarskipum sem báru flótta- og farandfólk ekki að koma að landi á Ítalíu og í kjölfarið sökuðu Ítalir Frakka um að taka ekki á móti fólki og að hafa rekið farandfólk aftur yfir landamæri Ítalíu og Frakklands. Þá sagði Di Maio, sem er leiðtogi fimm stjörnu hreyfingarinnar, í síðasta mánuði að Frakkar hefðu aldrei látið af nýlendustefnu sinni gagnvart Afríku og að Frakkar væru ástæða fátæktar þar. Þar að auki sakaði Matteo Salvini, annar aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og innanríkisráðherra, Frakka um veita hlífðarskyldi yfir fjórtán hryðjuverkamenn sem Ítalía vildi koma höndum yfir. Það er einungis hluti af ummælum þeirra um Frakkland og Macron sjálfan að undanförnu. Salvini og Di Maio tilheyra báðir hægri fylkingum á Ítalíu og Frakkar segja árásum þeirra gegn Macron og ríkisstjórn hans ætlað að vekja lukku meðal kjósenda á Ítalíu sem eru andvígir Evrópusambandinu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Frakklands segir að það sé eitt að vera ósammála. Það sé hins vegar eitthvað allt annað að misnota samband við bandaríki í pólitískum tilgangi. Reuters segir ítalska fjölmiðla hafa birt myndband af Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, og Angelu Merkel í síðustu viku. Myndbandið var tekið í Davos í síðasta mánuði og mátti heyra Conte segja Merkel að Di Maio væri að ráðast á Frakkland og Macron vegna þess að hann sæi fram á tap í Evrópukosningum í maí. Hann þyrfti á óvini að halda.
Evrópusambandið Frakkland Ítalía Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira