Kalla sendiherra sinn heim vegna „árása“ Ítalíu Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2019 15:59 Luigi Di Maio, Giuseppe Conte og Matteo Salvini. EPA/ANGELO CARCONI Ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur kallað sendiherra ríkisins heim frá Ítalíu. Það var gert vegna „árása og svívirðilegra yfirlýsinga“ frá ríkisstjórn Ítalíu undanfarna mánuði. Frakkar segja árásir Ítala ekki eiga sér hliðstæðu frá því ríkin tóku höndum saman um stofnun Evrópusambandsins í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Luigi Di Maio, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, hitti leiðtoga fylkingar mótmælenda sem kenna sig við gul vesti nærri París á þriðjudaginn og gerði hann það í trássi við yfirvöld Frakklands, sem segja heimsókn Di Maio vera óásættanleg afskipti af innanríkismálum Frakklands. Di Maio hefur einnig hvatt mótmælendur til að gefast ekki upp og heitið þeim stuðningi Ítalíu.Í grunninn hafa deilur ríkjanna þó að miklu leyti snúist um málefni innflytjenda. Frakkar gagnrýndu Ítalíu í lok síðasta árs fyrir að veita björgunarskipum sem báru flótta- og farandfólk ekki að koma að landi á Ítalíu og í kjölfarið sökuðu Ítalir Frakka um að taka ekki á móti fólki og að hafa rekið farandfólk aftur yfir landamæri Ítalíu og Frakklands. Þá sagði Di Maio, sem er leiðtogi fimm stjörnu hreyfingarinnar, í síðasta mánuði að Frakkar hefðu aldrei látið af nýlendustefnu sinni gagnvart Afríku og að Frakkar væru ástæða fátæktar þar. Þar að auki sakaði Matteo Salvini, annar aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og innanríkisráðherra, Frakka um veita hlífðarskyldi yfir fjórtán hryðjuverkamenn sem Ítalía vildi koma höndum yfir. Það er einungis hluti af ummælum þeirra um Frakkland og Macron sjálfan að undanförnu. Salvini og Di Maio tilheyra báðir hægri fylkingum á Ítalíu og Frakkar segja árásum þeirra gegn Macron og ríkisstjórn hans ætlað að vekja lukku meðal kjósenda á Ítalíu sem eru andvígir Evrópusambandinu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Frakklands segir að það sé eitt að vera ósammála. Það sé hins vegar eitthvað allt annað að misnota samband við bandaríki í pólitískum tilgangi. Reuters segir ítalska fjölmiðla hafa birt myndband af Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, og Angelu Merkel í síðustu viku. Myndbandið var tekið í Davos í síðasta mánuði og mátti heyra Conte segja Merkel að Di Maio væri að ráðast á Frakkland og Macron vegna þess að hann sæi fram á tap í Evrópukosningum í maí. Hann þyrfti á óvini að halda. Evrópusambandið Frakkland Ítalía Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur kallað sendiherra ríkisins heim frá Ítalíu. Það var gert vegna „árása og svívirðilegra yfirlýsinga“ frá ríkisstjórn Ítalíu undanfarna mánuði. Frakkar segja árásir Ítala ekki eiga sér hliðstæðu frá því ríkin tóku höndum saman um stofnun Evrópusambandsins í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Luigi Di Maio, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, hitti leiðtoga fylkingar mótmælenda sem kenna sig við gul vesti nærri París á þriðjudaginn og gerði hann það í trássi við yfirvöld Frakklands, sem segja heimsókn Di Maio vera óásættanleg afskipti af innanríkismálum Frakklands. Di Maio hefur einnig hvatt mótmælendur til að gefast ekki upp og heitið þeim stuðningi Ítalíu.Í grunninn hafa deilur ríkjanna þó að miklu leyti snúist um málefni innflytjenda. Frakkar gagnrýndu Ítalíu í lok síðasta árs fyrir að veita björgunarskipum sem báru flótta- og farandfólk ekki að koma að landi á Ítalíu og í kjölfarið sökuðu Ítalir Frakka um að taka ekki á móti fólki og að hafa rekið farandfólk aftur yfir landamæri Ítalíu og Frakklands. Þá sagði Di Maio, sem er leiðtogi fimm stjörnu hreyfingarinnar, í síðasta mánuði að Frakkar hefðu aldrei látið af nýlendustefnu sinni gagnvart Afríku og að Frakkar væru ástæða fátæktar þar. Þar að auki sakaði Matteo Salvini, annar aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og innanríkisráðherra, Frakka um veita hlífðarskyldi yfir fjórtán hryðjuverkamenn sem Ítalía vildi koma höndum yfir. Það er einungis hluti af ummælum þeirra um Frakkland og Macron sjálfan að undanförnu. Salvini og Di Maio tilheyra báðir hægri fylkingum á Ítalíu og Frakkar segja árásum þeirra gegn Macron og ríkisstjórn hans ætlað að vekja lukku meðal kjósenda á Ítalíu sem eru andvígir Evrópusambandinu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Frakklands segir að það sé eitt að vera ósammála. Það sé hins vegar eitthvað allt annað að misnota samband við bandaríki í pólitískum tilgangi. Reuters segir ítalska fjölmiðla hafa birt myndband af Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, og Angelu Merkel í síðustu viku. Myndbandið var tekið í Davos í síðasta mánuði og mátti heyra Conte segja Merkel að Di Maio væri að ráðast á Frakkland og Macron vegna þess að hann sæi fram á tap í Evrópukosningum í maí. Hann þyrfti á óvini að halda.
Evrópusambandið Frakkland Ítalía Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira