Fregnir um hátt verðlag ævintýralega ýktar Konráð S. Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2019 13:34 ASÍ birti í gær niðurstöður könnunar á matvöruverði í höfuðborgum Norðurlandanna þar sem farið var í nokkrar verslanir og verð skrásett. Samkvæmt könnuninni var matvöruverð í Reykjavík það hæsta meðal höfuðborga Norðulandanna og 67% hærra en í Helsinki. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög á skjön við opinberar hagtölur eða staðlaðar verðlagsmælingar Hagstofu Evrópu (Eurostat) eins og þær birtast í samræmdri vísitölu neysluverðs. Það bendir sterklega til þess að könnun ASÍ gefi upp skakka og villandi mynd af samanburði matvöruverðs milli landa. Eurostat tekur saman gögn um hlutfallslegt verðlag milli landa og ná þau til ársins 2017. Með samræmdri vísitölu neysluverðs, sem hlutfallslega verðlagið byggir á, og breytingar á gengi gjaldmiðla er þó lítill vandi að áætla hvert verðlagið var í desember síðastliðnum. Slíkur samanburður leiðir í ljós að matarkarfan og neyslukarfan almennt er ekki dýrust hér á landi af Norðurlöndunum. Til að mynda er matarkarfan hér 11% ódýrari en í Noregi en aðeins 17% dýrari en í Finnlandi. Þó að kannanir á einstökum vörutegundum einstakra aðila geti verið gagnlegar þá koma þær aldrei í staðinn fyrir tölfræði sem safnað er á skipulagðan hátt með fræðilegum aðferðum. Með útgáfu á við þá sem ASÍ birtir er ryki slegið í augu almennings. Að horfa einvörðungu á verðlagið segir einungis hálfa söguna. Það sem skiptir máli þegar upp er staðið er kaupmáttur, hversu mikið af vörum og þjónustu fólk getur keypt fyrir tekjurnar. Í því samhengi má minna á að kaupmáttur launa á Íslandi árið 2017 var sá hæsti meðal Norðurlandanna samkvæmt OECD. Lægsta matvöruverð í Evrópu finnst í Rúmeníu og Makedóníu en efast má um að ASÍ eða aðrir vilji skipta á kaupmætti við þau lönd. Burtséð frá ýktum og villandi tölum ASÍ er það mat Viðskiptaráðs að auka má samkeppni á matvörumarkaði t.d. með afnámi tollaverndar og breytingum á stuðningskerfi landbúnaðar. Þannig má ná fram lægra matvöruverði – stefnum þangað.Mynd/Viðskiptaráð Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Konráð S. Guðjónsson Neytendur Tengdar fréttir Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. 6. febrúar 2019 14:07 Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
ASÍ birti í gær niðurstöður könnunar á matvöruverði í höfuðborgum Norðurlandanna þar sem farið var í nokkrar verslanir og verð skrásett. Samkvæmt könnuninni var matvöruverð í Reykjavík það hæsta meðal höfuðborga Norðulandanna og 67% hærra en í Helsinki. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög á skjön við opinberar hagtölur eða staðlaðar verðlagsmælingar Hagstofu Evrópu (Eurostat) eins og þær birtast í samræmdri vísitölu neysluverðs. Það bendir sterklega til þess að könnun ASÍ gefi upp skakka og villandi mynd af samanburði matvöruverðs milli landa. Eurostat tekur saman gögn um hlutfallslegt verðlag milli landa og ná þau til ársins 2017. Með samræmdri vísitölu neysluverðs, sem hlutfallslega verðlagið byggir á, og breytingar á gengi gjaldmiðla er þó lítill vandi að áætla hvert verðlagið var í desember síðastliðnum. Slíkur samanburður leiðir í ljós að matarkarfan og neyslukarfan almennt er ekki dýrust hér á landi af Norðurlöndunum. Til að mynda er matarkarfan hér 11% ódýrari en í Noregi en aðeins 17% dýrari en í Finnlandi. Þó að kannanir á einstökum vörutegundum einstakra aðila geti verið gagnlegar þá koma þær aldrei í staðinn fyrir tölfræði sem safnað er á skipulagðan hátt með fræðilegum aðferðum. Með útgáfu á við þá sem ASÍ birtir er ryki slegið í augu almennings. Að horfa einvörðungu á verðlagið segir einungis hálfa söguna. Það sem skiptir máli þegar upp er staðið er kaupmáttur, hversu mikið af vörum og þjónustu fólk getur keypt fyrir tekjurnar. Í því samhengi má minna á að kaupmáttur launa á Íslandi árið 2017 var sá hæsti meðal Norðurlandanna samkvæmt OECD. Lægsta matvöruverð í Evrópu finnst í Rúmeníu og Makedóníu en efast má um að ASÍ eða aðrir vilji skipta á kaupmætti við þau lönd. Burtséð frá ýktum og villandi tölum ASÍ er það mat Viðskiptaráðs að auka má samkeppni á matvörumarkaði t.d. með afnámi tollaverndar og breytingum á stuðningskerfi landbúnaðar. Þannig má ná fram lægra matvöruverði – stefnum þangað.Mynd/Viðskiptaráð Íslands
Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. 6. febrúar 2019 14:07
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar