Á rétt á bótum eftir allt saman vegna snjóflóðs af eigin völdum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2019 13:28 Snjóflóðið féll í hlíðinni sem sést á þessari mynd. Vísir/Egill Viðar Kristinsson, sem slasaðist alvarlega í snjóflóði í Eyrarfjalli fyrir ofan Ísafjörð, á rétt á bótum frá Sjóvá-Almennar vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut í snjóflóðinu. Óumdeilt er að skíðaiðkun hans og félaga hans hafi valdið snjóflóðinu. Tryggingarfélagið og Viðlagatrygging Íslands höfðu áður hafnað bótaskyldu í málinu.Þann 18. janúar árið 2015 var Viðar á fjallaskíðum í hlíðum Eyrarfjalls ásamt félaga sínum. Þegar þeir voru komnir langleiðina upp hlíð fjallsins fór af stað snjóflóð.Viðar ræddi málið við Kastljós árið 2017eftir að Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum komst að sömu niðurstöðu og Sjóvá að hann ætti ekki rétt á bótum.Viðar lenti í flóðinu og barst með því 200 til 300 metra niður fjallshlíðina. Við þetta hlaut hann alvarlega áverka, þar á meðal hálsbrot, beinbrot og taugaskaða á hægri handlegg ásamt öðrum áverkum. Auk þess skemmdist fjallaskíðabúnaður og önnur verðmæti sem hann hafði á sér. Félagi hans lenti ekki í snjóflóðinu.Vísaði til ákvæðis um að tjón af völdum snjóflóða og annarra náttúruhamfara fáist ekki bættÓumdeilt er í málinu að snjóflóðið hafi farið af stað af þeirra völdum, snjóalag sem þeir fóru yfir, hafi brostið og við það farið af stað flekaflóð.Viðar sendi inn tjónstilkynningu vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir, sem og þeirra muna og verðmæta sem skemmdust í snjóflóðinu, til Sjóva-Almennar sem hafnaði bótaskyldu og vísaði til þes að í ákvæði þeirra trygginga Viðars komi fram að tjón væri ekki bætt sökum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða, vatnsflóða og annarra náttúruhamfara. Vísaði félagið til þess að tjón vegna náttúruhamfara væru bætt af Viðlagatryggingu Íslands.Viðlagatrygging hafnaði hins vegar bótaskyldu í málinu á þeim grundvelli að snjóflóðið sem Viðar varð fyrir hafi orðið af mannavöldum, því væri ekki um náttúruhamfarir að ræða.Umfjöllun Kastljóss um málið frá árinu 2017.Mynd/RÚVStefndi Viðar því Sjóvá-Almennum til viðurkenningar bótaskyldu og var málið byggt á sömu túlkun og túlkun viðlagatrygginga, að snjóflóðið gæti ekki flokkast undir náttúruhamfarir. Þá leitaði hann einnig sérfræðiálits sérfræðinga hjá Veðurstofunni þar sem segir að umrætt snjóflóð hafi ekki uppfyllt kröfur til þess að geta kallast náttúruhamfarir.Tryggingarfélagið taldi hins vegar að ekki ætti að gera greinarmun á snjóflóðum af náttúrunnar völdum eða mannavöldum, skýrt væri að tryggingar Viðars tryggðu ekki tjón af völdum snjóflóða. Þá væri að mati félagsins vel þekkt að náttúruhamfarir geti verið af mannavöldum, samanber jarðskjálftar í tengslum við framkvæmdir. Þá taldi tryggingarfélagið að gögn frá Veðurstofu Íslands hefðu enga þýðingu í málinu.Óskýrt ákvæði tryggingarfélaginu í óhagÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu segir að ákvæðið sem vitnaðu var í af hálfu tryggingarfélagsins væri óskýrt og samkvæmt dómafordæmi bæri að skýra óljós og umdeilanleg ákvæði þeim aðila í óhag, sem samdi einhliða samning eða það ákvæði sem um ræðir.Því hefði þurft að taka sérstaklega fram ef undanskilja átti önnur snjóflóð en þau sem yrðu vegna náttúruhamfara, svo sem þau, sem verða af mannavöldum.Var því fallist á kröfu Viðars um að hann ætti rétt á bótum frá tryggingarfélaginum vegna slyssins, auk þess sem Sjóvá Almennar þarf að greiða málskostnað í málinu, 1,4 milljónir. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Tryggingar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Viðar Kristinsson, sem slasaðist alvarlega í snjóflóði í Eyrarfjalli fyrir ofan Ísafjörð, á rétt á bótum frá Sjóvá-Almennar vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut í snjóflóðinu. Óumdeilt er að skíðaiðkun hans og félaga hans hafi valdið snjóflóðinu. Tryggingarfélagið og Viðlagatrygging Íslands höfðu áður hafnað bótaskyldu í málinu.Þann 18. janúar árið 2015 var Viðar á fjallaskíðum í hlíðum Eyrarfjalls ásamt félaga sínum. Þegar þeir voru komnir langleiðina upp hlíð fjallsins fór af stað snjóflóð.Viðar ræddi málið við Kastljós árið 2017eftir að Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum komst að sömu niðurstöðu og Sjóvá að hann ætti ekki rétt á bótum.Viðar lenti í flóðinu og barst með því 200 til 300 metra niður fjallshlíðina. Við þetta hlaut hann alvarlega áverka, þar á meðal hálsbrot, beinbrot og taugaskaða á hægri handlegg ásamt öðrum áverkum. Auk þess skemmdist fjallaskíðabúnaður og önnur verðmæti sem hann hafði á sér. Félagi hans lenti ekki í snjóflóðinu.Vísaði til ákvæðis um að tjón af völdum snjóflóða og annarra náttúruhamfara fáist ekki bættÓumdeilt er í málinu að snjóflóðið hafi farið af stað af þeirra völdum, snjóalag sem þeir fóru yfir, hafi brostið og við það farið af stað flekaflóð.Viðar sendi inn tjónstilkynningu vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir, sem og þeirra muna og verðmæta sem skemmdust í snjóflóðinu, til Sjóva-Almennar sem hafnaði bótaskyldu og vísaði til þes að í ákvæði þeirra trygginga Viðars komi fram að tjón væri ekki bætt sökum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða, vatnsflóða og annarra náttúruhamfara. Vísaði félagið til þess að tjón vegna náttúruhamfara væru bætt af Viðlagatryggingu Íslands.Viðlagatrygging hafnaði hins vegar bótaskyldu í málinu á þeim grundvelli að snjóflóðið sem Viðar varð fyrir hafi orðið af mannavöldum, því væri ekki um náttúruhamfarir að ræða.Umfjöllun Kastljóss um málið frá árinu 2017.Mynd/RÚVStefndi Viðar því Sjóvá-Almennum til viðurkenningar bótaskyldu og var málið byggt á sömu túlkun og túlkun viðlagatrygginga, að snjóflóðið gæti ekki flokkast undir náttúruhamfarir. Þá leitaði hann einnig sérfræðiálits sérfræðinga hjá Veðurstofunni þar sem segir að umrætt snjóflóð hafi ekki uppfyllt kröfur til þess að geta kallast náttúruhamfarir.Tryggingarfélagið taldi hins vegar að ekki ætti að gera greinarmun á snjóflóðum af náttúrunnar völdum eða mannavöldum, skýrt væri að tryggingar Viðars tryggðu ekki tjón af völdum snjóflóða. Þá væri að mati félagsins vel þekkt að náttúruhamfarir geti verið af mannavöldum, samanber jarðskjálftar í tengslum við framkvæmdir. Þá taldi tryggingarfélagið að gögn frá Veðurstofu Íslands hefðu enga þýðingu í málinu.Óskýrt ákvæði tryggingarfélaginu í óhagÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu segir að ákvæðið sem vitnaðu var í af hálfu tryggingarfélagsins væri óskýrt og samkvæmt dómafordæmi bæri að skýra óljós og umdeilanleg ákvæði þeim aðila í óhag, sem samdi einhliða samning eða það ákvæði sem um ræðir.Því hefði þurft að taka sérstaklega fram ef undanskilja átti önnur snjóflóð en þau sem yrðu vegna náttúruhamfara, svo sem þau, sem verða af mannavöldum.Var því fallist á kröfu Viðars um að hann ætti rétt á bótum frá tryggingarfélaginum vegna slyssins, auk þess sem Sjóvá Almennar þarf að greiða málskostnað í málinu, 1,4 milljónir.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Tryggingar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira