EES-samningurinn í 25 ár: Drifkraftur og mikilvægasti samningur Íslandssögunnar Sighvatur Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 18:30 Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkisráðherra þegar EES-samningurinn var undirritaður árið 1992. Hann var staðfestur af þingi og forseta ári síðar og tók gildi 1. janúar 1994. Vísir/Úr safni Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að EES-samningurinn sé sá drifkraftur sem Íslendingar þurfi til að takast á við mikilvæg umhverfisverndarmál. Samingurinn gekk í gildi fyrir 25 árum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur hann vera mikilvægasta viðskiptasamning Íslandssögunnar. EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og þannig aðgang að frjálsu flæði vöru, þjónustu og fjármagns á svæði þar sem búa yfir 500 milljónir manna. Jafnframt tryggir samningurinn borgurum aðildarríkja hans rétt til dvalar, atvinnu og náms hvar sem er innan svæðisins. Í upphafi ársins voru 25 ár liðin frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES-samningurinn, gekk í gildi, 1. janúar 1994. Í dag var haldin málstofa í Háskólanum í Reykjavík um áhrif samningsins á íslenskt samfélag. Málstofan um EES-samninginn var haldin af nýrri Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík í samvinnu við utanríkisráðuneytið og sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi.EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins.Getty/EyesWideOpenDrifkraftur í umhverfismálum Forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir, segir mikið hafa breyst á þeim 25 árum sem eru liðin frá því að EES-samingurinn tók gildi. „Þetta var fremur einfalt, eins og losun frá einni verksmiðju sem þurfti að takast á við. Í dag erum við að takast á við heimsógnir eins og loftslagsbreytingar og plast í hafi. Það getur engin ein þjóð tekist á við þessi stóru vandamál.“Málstofa um 25 ára afmæli EES-samningsins í Háskóla Reykjavíkur í dag.Vísir/SigurjónÍslensk stjórnvöld vandi sig við innleiðingu Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segir skondið að á þessum tímamótum sé enn rætt um að segja EES samningnum upp eða endursemja við Evrópusambandið. Samningurinn sé stærsti og mikilvægasti viðskiptasamningur Íslandssögunnar. „Það er enginn áhugi Evrópusambandsmegin á því að semja aftur um EES. Það eru draumórar að halda að það geti gengið.“ Ólafur segir íslensk stjórnvöld geta unnið betur að innleiðingu Evrópureglna. „Að það sé ekki verið að bæta við þær alls konar íþyngjandi ákvæðum sem eru bara heimatilbúningur. Búið til í ráðuneytunum á Íslandi af því að einhverju fólki finnst að það þurfi aðeins að bæta við Evrópureglurnar.“Heilladrjúgur fyrir háskólasamfélagið Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, segir að EES-samningurinn hafi reynst heilladrjúgur fyrir íslenska háskóla. „Núna á íslenskt háskólasamfélag sem hefur tekið stakkaskiptum á aldarfjórðungi í virku samstarfi við nærri 700 háskóla út um alla Evrópu. Íslensku háskólarnir eru gjörbreyttar stofnanir frá því sem þeir voru fyrir 25 árum.“ Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að EES-samningurinn sé sá drifkraftur sem Íslendingar þurfi til að takast á við mikilvæg umhverfisverndarmál. Samingurinn gekk í gildi fyrir 25 árum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur hann vera mikilvægasta viðskiptasamning Íslandssögunnar. EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og þannig aðgang að frjálsu flæði vöru, þjónustu og fjármagns á svæði þar sem búa yfir 500 milljónir manna. Jafnframt tryggir samningurinn borgurum aðildarríkja hans rétt til dvalar, atvinnu og náms hvar sem er innan svæðisins. Í upphafi ársins voru 25 ár liðin frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES-samningurinn, gekk í gildi, 1. janúar 1994. Í dag var haldin málstofa í Háskólanum í Reykjavík um áhrif samningsins á íslenskt samfélag. Málstofan um EES-samninginn var haldin af nýrri Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík í samvinnu við utanríkisráðuneytið og sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi.EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins.Getty/EyesWideOpenDrifkraftur í umhverfismálum Forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir, segir mikið hafa breyst á þeim 25 árum sem eru liðin frá því að EES-samingurinn tók gildi. „Þetta var fremur einfalt, eins og losun frá einni verksmiðju sem þurfti að takast á við. Í dag erum við að takast á við heimsógnir eins og loftslagsbreytingar og plast í hafi. Það getur engin ein þjóð tekist á við þessi stóru vandamál.“Málstofa um 25 ára afmæli EES-samningsins í Háskóla Reykjavíkur í dag.Vísir/SigurjónÍslensk stjórnvöld vandi sig við innleiðingu Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segir skondið að á þessum tímamótum sé enn rætt um að segja EES samningnum upp eða endursemja við Evrópusambandið. Samningurinn sé stærsti og mikilvægasti viðskiptasamningur Íslandssögunnar. „Það er enginn áhugi Evrópusambandsmegin á því að semja aftur um EES. Það eru draumórar að halda að það geti gengið.“ Ólafur segir íslensk stjórnvöld geta unnið betur að innleiðingu Evrópureglna. „Að það sé ekki verið að bæta við þær alls konar íþyngjandi ákvæðum sem eru bara heimatilbúningur. Búið til í ráðuneytunum á Íslandi af því að einhverju fólki finnst að það þurfi aðeins að bæta við Evrópureglurnar.“Heilladrjúgur fyrir háskólasamfélagið Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, segir að EES-samningurinn hafi reynst heilladrjúgur fyrir íslenska háskóla. „Núna á íslenskt háskólasamfélag sem hefur tekið stakkaskiptum á aldarfjórðungi í virku samstarfi við nærri 700 háskóla út um alla Evrópu. Íslensku háskólarnir eru gjörbreyttar stofnanir frá því sem þeir voru fyrir 25 árum.“
Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira