EES-samningurinn í 25 ár: Drifkraftur og mikilvægasti samningur Íslandssögunnar Sighvatur Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 18:30 Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkisráðherra þegar EES-samningurinn var undirritaður árið 1992. Hann var staðfestur af þingi og forseta ári síðar og tók gildi 1. janúar 1994. Vísir/Úr safni Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að EES-samningurinn sé sá drifkraftur sem Íslendingar þurfi til að takast á við mikilvæg umhverfisverndarmál. Samingurinn gekk í gildi fyrir 25 árum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur hann vera mikilvægasta viðskiptasamning Íslandssögunnar. EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og þannig aðgang að frjálsu flæði vöru, þjónustu og fjármagns á svæði þar sem búa yfir 500 milljónir manna. Jafnframt tryggir samningurinn borgurum aðildarríkja hans rétt til dvalar, atvinnu og náms hvar sem er innan svæðisins. Í upphafi ársins voru 25 ár liðin frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES-samningurinn, gekk í gildi, 1. janúar 1994. Í dag var haldin málstofa í Háskólanum í Reykjavík um áhrif samningsins á íslenskt samfélag. Málstofan um EES-samninginn var haldin af nýrri Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík í samvinnu við utanríkisráðuneytið og sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi.EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins.Getty/EyesWideOpenDrifkraftur í umhverfismálum Forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir, segir mikið hafa breyst á þeim 25 árum sem eru liðin frá því að EES-samingurinn tók gildi. „Þetta var fremur einfalt, eins og losun frá einni verksmiðju sem þurfti að takast á við. Í dag erum við að takast á við heimsógnir eins og loftslagsbreytingar og plast í hafi. Það getur engin ein þjóð tekist á við þessi stóru vandamál.“Málstofa um 25 ára afmæli EES-samningsins í Háskóla Reykjavíkur í dag.Vísir/SigurjónÍslensk stjórnvöld vandi sig við innleiðingu Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segir skondið að á þessum tímamótum sé enn rætt um að segja EES samningnum upp eða endursemja við Evrópusambandið. Samningurinn sé stærsti og mikilvægasti viðskiptasamningur Íslandssögunnar. „Það er enginn áhugi Evrópusambandsmegin á því að semja aftur um EES. Það eru draumórar að halda að það geti gengið.“ Ólafur segir íslensk stjórnvöld geta unnið betur að innleiðingu Evrópureglna. „Að það sé ekki verið að bæta við þær alls konar íþyngjandi ákvæðum sem eru bara heimatilbúningur. Búið til í ráðuneytunum á Íslandi af því að einhverju fólki finnst að það þurfi aðeins að bæta við Evrópureglurnar.“Heilladrjúgur fyrir háskólasamfélagið Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, segir að EES-samningurinn hafi reynst heilladrjúgur fyrir íslenska háskóla. „Núna á íslenskt háskólasamfélag sem hefur tekið stakkaskiptum á aldarfjórðungi í virku samstarfi við nærri 700 háskóla út um alla Evrópu. Íslensku háskólarnir eru gjörbreyttar stofnanir frá því sem þeir voru fyrir 25 árum.“ Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að EES-samningurinn sé sá drifkraftur sem Íslendingar þurfi til að takast á við mikilvæg umhverfisverndarmál. Samingurinn gekk í gildi fyrir 25 árum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur hann vera mikilvægasta viðskiptasamning Íslandssögunnar. EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og þannig aðgang að frjálsu flæði vöru, þjónustu og fjármagns á svæði þar sem búa yfir 500 milljónir manna. Jafnframt tryggir samningurinn borgurum aðildarríkja hans rétt til dvalar, atvinnu og náms hvar sem er innan svæðisins. Í upphafi ársins voru 25 ár liðin frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES-samningurinn, gekk í gildi, 1. janúar 1994. Í dag var haldin málstofa í Háskólanum í Reykjavík um áhrif samningsins á íslenskt samfélag. Málstofan um EES-samninginn var haldin af nýrri Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík í samvinnu við utanríkisráðuneytið og sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi.EES-samningurinn veitir Íslandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins.Getty/EyesWideOpenDrifkraftur í umhverfismálum Forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir, segir mikið hafa breyst á þeim 25 árum sem eru liðin frá því að EES-samingurinn tók gildi. „Þetta var fremur einfalt, eins og losun frá einni verksmiðju sem þurfti að takast á við. Í dag erum við að takast á við heimsógnir eins og loftslagsbreytingar og plast í hafi. Það getur engin ein þjóð tekist á við þessi stóru vandamál.“Málstofa um 25 ára afmæli EES-samningsins í Háskóla Reykjavíkur í dag.Vísir/SigurjónÍslensk stjórnvöld vandi sig við innleiðingu Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segir skondið að á þessum tímamótum sé enn rætt um að segja EES samningnum upp eða endursemja við Evrópusambandið. Samningurinn sé stærsti og mikilvægasti viðskiptasamningur Íslandssögunnar. „Það er enginn áhugi Evrópusambandsmegin á því að semja aftur um EES. Það eru draumórar að halda að það geti gengið.“ Ólafur segir íslensk stjórnvöld geta unnið betur að innleiðingu Evrópureglna. „Að það sé ekki verið að bæta við þær alls konar íþyngjandi ákvæðum sem eru bara heimatilbúningur. Búið til í ráðuneytunum á Íslandi af því að einhverju fólki finnst að það þurfi aðeins að bæta við Evrópureglurnar.“Heilladrjúgur fyrir háskólasamfélagið Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, segir að EES-samningurinn hafi reynst heilladrjúgur fyrir íslenska háskóla. „Núna á íslenskt háskólasamfélag sem hefur tekið stakkaskiptum á aldarfjórðungi í virku samstarfi við nærri 700 háskóla út um alla Evrópu. Íslensku háskólarnir eru gjörbreyttar stofnanir frá því sem þeir voru fyrir 25 árum.“
Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira