Saksóknarar krefja embættistökunefnd Trump gagna Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2019 07:34 Mikið var um dýrðir í Washington-borg við valdatöku Trump 20. janúar 2017. Um kvöldið var fjöldi veislna og viðburða til að fagna tímamótunum. Vísir/EPA Upplýsingar um fjárframlög og útgjöld eru á meðal fjölda gagna sem saksóknarar í New York hafa krafið embættistökunefnd Donalds Trump Bandaríkjaforseta um með umfangsmikilli stefnu sem þeir hafa gefið út. Nefnd Trump safnaði 107 milljónum dollara, meira en nokkurs annars forseta í sögunni. Fjármunirnir sem embættistökunefndin safnaði voru til að standa undir kostnaði við viðburði og gleðskap í kringum embættistöku Trump í janúar árið 2017. Upphæðin sem nefndin safnaði var tvöfalt hærri en sú sem Barack Obama nurlaði saman árið 2009. Alríkissaksóknarar í suðurumdæmi New York krefjast nú fjölda skjala, meðal annars með upplýsingum um alla þá sem gáfu í sjóð nefndarinnar, birgja, verktaka, bankareikninga nefndarinnar og hvers kyns upplýsingar sem tengjast erlendum framlögum til nefndarinnar, að sögn Washington Post. Stórfyrirtæki og milljarðamæringar sem studdu Trump voru á meðal þeirra sem lögð fé í sjóði embættistökunefndarinnar. Samkvæmt bandarískum lögum mega aðeins þarlendir ríkisborgarar og fólk með dvalarleyfi láta fé af hendi rakna til nefnda sem þessarar. Talsmaður nefndarinnar segir að hún ætli sér að vera samvinnufús við saksóknarana.Möguleg fjársvik og peningaþvætti Washington Post segir að stefnan bendi til þess að saksóknararnir séu að rannsaka mögulegt samsæri um að svindla á Bandaríkjastjórn, fjársvik, rangan vitnisburð, og peningaþvætti. Sérstaklega óska saksóknararnir eftir upplýsingum um samskipti nefndarinnar við Imaad Zuberi, áhættufjárfesti í Los Angeles, og fjárfestingafyrirtæki hans Avenue Ventures. Fyrirtækið gaf nefndinni 900.000 dollara. Talsmaður hans kunni engar skýringar á hvers vegna hann væri sérstaklega nefndur í stefnunni. Rick Gates, fyrrverandi kosningastjóri Trump, er sagður hafa stýrt fjáröflun og rekstri nefndarinnar að miklu leyti. Hann hefur unnið með saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakandansa, sem rannsaka meint samráð forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Hann hefur viðurkennt að hafa mögulega stolið fé frá embættistökunefndinni og játaði sök vegna ýmissa brota í febrúar í fyrra. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Upplýsingar um fjárframlög og útgjöld eru á meðal fjölda gagna sem saksóknarar í New York hafa krafið embættistökunefnd Donalds Trump Bandaríkjaforseta um með umfangsmikilli stefnu sem þeir hafa gefið út. Nefnd Trump safnaði 107 milljónum dollara, meira en nokkurs annars forseta í sögunni. Fjármunirnir sem embættistökunefndin safnaði voru til að standa undir kostnaði við viðburði og gleðskap í kringum embættistöku Trump í janúar árið 2017. Upphæðin sem nefndin safnaði var tvöfalt hærri en sú sem Barack Obama nurlaði saman árið 2009. Alríkissaksóknarar í suðurumdæmi New York krefjast nú fjölda skjala, meðal annars með upplýsingum um alla þá sem gáfu í sjóð nefndarinnar, birgja, verktaka, bankareikninga nefndarinnar og hvers kyns upplýsingar sem tengjast erlendum framlögum til nefndarinnar, að sögn Washington Post. Stórfyrirtæki og milljarðamæringar sem studdu Trump voru á meðal þeirra sem lögð fé í sjóði embættistökunefndarinnar. Samkvæmt bandarískum lögum mega aðeins þarlendir ríkisborgarar og fólk með dvalarleyfi láta fé af hendi rakna til nefnda sem þessarar. Talsmaður nefndarinnar segir að hún ætli sér að vera samvinnufús við saksóknarana.Möguleg fjársvik og peningaþvætti Washington Post segir að stefnan bendi til þess að saksóknararnir séu að rannsaka mögulegt samsæri um að svindla á Bandaríkjastjórn, fjársvik, rangan vitnisburð, og peningaþvætti. Sérstaklega óska saksóknararnir eftir upplýsingum um samskipti nefndarinnar við Imaad Zuberi, áhættufjárfesti í Los Angeles, og fjárfestingafyrirtæki hans Avenue Ventures. Fyrirtækið gaf nefndinni 900.000 dollara. Talsmaður hans kunni engar skýringar á hvers vegna hann væri sérstaklega nefndur í stefnunni. Rick Gates, fyrrverandi kosningastjóri Trump, er sagður hafa stýrt fjáröflun og rekstri nefndarinnar að miklu leyti. Hann hefur unnið með saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakandansa, sem rannsaka meint samráð forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Hann hefur viðurkennt að hafa mögulega stolið fé frá embættistökunefndinni og játaði sök vegna ýmissa brota í febrúar í fyrra.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00