Ár lotukerfisins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. febrúar 2019 08:00 Í lotukerfinu er að finna mikilfenglega frásögn,“ sagði Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), í París í síðustu viku þegar hátíðarhöldum í tilefni af 150 ára afmæli lotukerfisins var ýtt úr vör. Hún bætti við: „Markmið þessarar sögu er að hjálpa okkur að skilja innsta eðli allra hluta.“ Árið 2019 er alþjóðlegt ár lotukerfisins. Flest þekkjum við lotukerfið – þessa undarlegu kassaröð sem hékk á vegg í skólastofunni sem stolt yfirlýsing um að hér væru sannarlega vísindi stunduð – en fæst höfum við freistað þess að raunverulega skilja skammstafanirnar, loturnar og gildisrafeindirnar sem mynda grundvöll þessa sögulega afreks mannsandans sem lotukerfi Rússans Dmítrí Mendelejev er. Það er engin skömm að því. En allir, þá sérstaklega þau ungmenni sem nú sitja á skólabekk og virða fyrir sér lotukerfið ýmist af undrun eða fyrirlitningu, ættu að fá tækifæri til fræðast um og upplifa þá einstöku auðmýkt sem lotukerfið framkallar þegar það er skoðað í heild sinni. Því hin ókláraða saga sem Azoulay vísaði til er sannarlega mikilfengleg. Frásögnin, eins og er sögð í lotukerfi samtímans, segir okkur frá því hvernig vetni, helíum og tiltölulega lítið af líþíni mynduðust við þúsund milljarða gráðu hita, örfáum sekúndum eftir Miklahvell; hvernig öll frumefni léttari en járn myndast í kjarnasamruna í hjarta sólstjarna, og dreifast um alheiminn þegar dauðvona stjörnur þeyta ytri lögum sínum út í svartnættið; hvernig öll þyngri frumefni verða til í samruna í sprengistjörnum. Saga þessi er endurskrifuð í sífellu. Efnasamsetning alheimsins – skoðuð á nægilega löngum tímakvarða – er síbreytileg. Um leið er sagan sem lotukerfið segir okkur ekki aðeins saga aðgreiningar og flokkunar. Í lotukerfinu er að finna þá þekkingu sem þarf til að sameina frumefnin, í göfugum jafnt sem skelfilegum tilgangi. Í lotukerfinu finnum við bæði uppskriftina að lífsnauðsynlegum lyfjum og efnavopnum. Í þessari einföldu töflu endurspeglast bæði eiginleiki mannskepnunnar til að láta gott af sér leiða og sá ljótleiki sem oft virðist einkenna tegundina okkar. Breski heimspekingurinn Bertrand Russell komst að þeirri vafasömu niðurstöðu eftir að hafa kynnt sér eiginleika joðs og áhrif efnisins, eða skort þess í líkamanum, á gáfnafar einstaklinga, að ómögulegt væri að aðskilja sálina frá líkamlegum ferlum. Þannig væri andlegt líf mannskepnunnar, heilsa hennar og allur sá harmur sem hún upplifir í raun ekkert nema lotukerfið. Þrátt fyrir djúpstæða þekkingu á frumefnum og efnasamsetningu heimsins, þá er augljóslega margt sem við vitum ekki. Ekki er hægt að ímynda sér heppilegri tímasetningu til að virkja forvitni og kraft þeirra sem nú sitja á skólabekk til að finna þessi svör en einmitt á ári lotukerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Í lotukerfinu er að finna mikilfenglega frásögn,“ sagði Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), í París í síðustu viku þegar hátíðarhöldum í tilefni af 150 ára afmæli lotukerfisins var ýtt úr vör. Hún bætti við: „Markmið þessarar sögu er að hjálpa okkur að skilja innsta eðli allra hluta.“ Árið 2019 er alþjóðlegt ár lotukerfisins. Flest þekkjum við lotukerfið – þessa undarlegu kassaröð sem hékk á vegg í skólastofunni sem stolt yfirlýsing um að hér væru sannarlega vísindi stunduð – en fæst höfum við freistað þess að raunverulega skilja skammstafanirnar, loturnar og gildisrafeindirnar sem mynda grundvöll þessa sögulega afreks mannsandans sem lotukerfi Rússans Dmítrí Mendelejev er. Það er engin skömm að því. En allir, þá sérstaklega þau ungmenni sem nú sitja á skólabekk og virða fyrir sér lotukerfið ýmist af undrun eða fyrirlitningu, ættu að fá tækifæri til fræðast um og upplifa þá einstöku auðmýkt sem lotukerfið framkallar þegar það er skoðað í heild sinni. Því hin ókláraða saga sem Azoulay vísaði til er sannarlega mikilfengleg. Frásögnin, eins og er sögð í lotukerfi samtímans, segir okkur frá því hvernig vetni, helíum og tiltölulega lítið af líþíni mynduðust við þúsund milljarða gráðu hita, örfáum sekúndum eftir Miklahvell; hvernig öll frumefni léttari en járn myndast í kjarnasamruna í hjarta sólstjarna, og dreifast um alheiminn þegar dauðvona stjörnur þeyta ytri lögum sínum út í svartnættið; hvernig öll þyngri frumefni verða til í samruna í sprengistjörnum. Saga þessi er endurskrifuð í sífellu. Efnasamsetning alheimsins – skoðuð á nægilega löngum tímakvarða – er síbreytileg. Um leið er sagan sem lotukerfið segir okkur ekki aðeins saga aðgreiningar og flokkunar. Í lotukerfinu er að finna þá þekkingu sem þarf til að sameina frumefnin, í göfugum jafnt sem skelfilegum tilgangi. Í lotukerfinu finnum við bæði uppskriftina að lífsnauðsynlegum lyfjum og efnavopnum. Í þessari einföldu töflu endurspeglast bæði eiginleiki mannskepnunnar til að láta gott af sér leiða og sá ljótleiki sem oft virðist einkenna tegundina okkar. Breski heimspekingurinn Bertrand Russell komst að þeirri vafasömu niðurstöðu eftir að hafa kynnt sér eiginleika joðs og áhrif efnisins, eða skort þess í líkamanum, á gáfnafar einstaklinga, að ómögulegt væri að aðskilja sálina frá líkamlegum ferlum. Þannig væri andlegt líf mannskepnunnar, heilsa hennar og allur sá harmur sem hún upplifir í raun ekkert nema lotukerfið. Þrátt fyrir djúpstæða þekkingu á frumefnum og efnasamsetningu heimsins, þá er augljóslega margt sem við vitum ekki. Ekki er hægt að ímynda sér heppilegri tímasetningu til að virkja forvitni og kraft þeirra sem nú sitja á skólabekk til að finna þessi svör en einmitt á ári lotukerfisins.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar