Erlent

Karl Lagerfeld látinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Karl Lagerfeld var einn þekktasti tískuhönnuður heims.
Karl Lagerfeld var einn þekktasti tískuhönnuður heims. vísir/getty
Hinn heimsþekkti tískuhönnuður Karl Lagerfeld er látinn, 85 ára aldri. Frá þessu er greint á vef BBC og vitnað í franska fjölmiðla sem segja frá andláti hönnuðarins.

Lagerfeld fæddist í Hamborg í Þýskalandi í september árið 1933. Ungur að árum flutti hann til Parísar og fékk vinnu sem aðstoðarmaður hjá hönnuðinum Pierre Balmain.

Hann tók við sem listrænn stjórnandi hjá franska tískumerkinu Chanel árið 1983 og gegndi því starfi til dauðadags en hann hafði einnig hannað undir eigin merki sem og fyrir tískuhúsið Fendi.

Lagerfeld hafði verið veikur undanfarnar vikur og hafði misst af nokkrum tískusýningum en ekki kemur fram hver dánarorsök hönnuðarins var.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×