Valdamenn í dómsmálaráðuneytinu vildu setja Trump forseta af Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. febrúar 2019 08:15 Andrew McCabe, fyrrverandi alríkislögreglustjóri. Nordicphotos/AFP Æðstu menn innan bandaríska dómsmálaráðuneytisins ræddu sín á milli um að leita til ráðherra um að hópa sig saman, virkja 25. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar og þvinga Donald Trump forseta úr embætti eftir að hann rak alríkislögreglustjórann James Comey í maí 2017. Þetta sagði Andrew McCabe, fyrrverandi starfandi alríkislögreglustjóri, í viðtali við viðtalsþáttinn 60 Minutes en brot voru birt úr þættinum í gær. Kveðið er á um í viðaukanum að varaforseti og meirihluti ráðherra eða þings geti sett forseta af, sé forsetinn talinn vanhæfur til að gegna skyldum sínum. Þá sagðist McCabe einnig hafa fyrirskipað rannsókn á því hvort Trump hafi með brottrekstri Comeys gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Þetta sagðist hann hafa gert til þess að slá skjaldborg um rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, á meintum óeðlilegum afskiptum rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum 2016 og meintu samráði forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld en Trump hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á rannsókninni. McCabe var sjálfur rekinn í mars á síðasta ári þegar Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, sagði að innra eftirlit hafi sýnt fram á að McCabe læki upplýsingum til blaðamanna og afvegaleiddi rannsakendur. Forsetinn svaraði á Twitter og sagði McCabe þykjast vera „saklausan engil þegar hann var í raun stór hluti hneykslis spilltu Hillary og Rússlandssvindlsins – brúða fyrir Comey“. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Æðstu menn innan bandaríska dómsmálaráðuneytisins ræddu sín á milli um að leita til ráðherra um að hópa sig saman, virkja 25. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar og þvinga Donald Trump forseta úr embætti eftir að hann rak alríkislögreglustjórann James Comey í maí 2017. Þetta sagði Andrew McCabe, fyrrverandi starfandi alríkislögreglustjóri, í viðtali við viðtalsþáttinn 60 Minutes en brot voru birt úr þættinum í gær. Kveðið er á um í viðaukanum að varaforseti og meirihluti ráðherra eða þings geti sett forseta af, sé forsetinn talinn vanhæfur til að gegna skyldum sínum. Þá sagðist McCabe einnig hafa fyrirskipað rannsókn á því hvort Trump hafi með brottrekstri Comeys gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Þetta sagðist hann hafa gert til þess að slá skjaldborg um rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, á meintum óeðlilegum afskiptum rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum 2016 og meintu samráði forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld en Trump hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á rannsókninni. McCabe var sjálfur rekinn í mars á síðasta ári þegar Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, sagði að innra eftirlit hafi sýnt fram á að McCabe læki upplýsingum til blaðamanna og afvegaleiddi rannsakendur. Forsetinn svaraði á Twitter og sagði McCabe þykjast vera „saklausan engil þegar hann var í raun stór hluti hneykslis spilltu Hillary og Rússlandssvindlsins – brúða fyrir Comey“.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira