Gyðingahatur færist í aukana í Þýskalandi og víðar Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2019 15:58 Frá samkomu þýskra gyðinga í borginni Bonn í fyrra. Vísir/EPA Þýsk yfirvöld segja að glæpum sem tengjast andúð á gyðingum hafi fjölgað um 10% árið 2018 frá árinu á undan. Líkamsárásum vegna gyðingahaturs hefur einnig fjölgað um 60% á sama tíma. Franskir stjórnmálamenn gagnrýndu vaxandi gyðingaandúð þar í landi um helgina. Samkvæmt tölum þýskra yfirvalda voru 1.646 brot sem tengjast gyðingahatri framin í landinu í fyrra. Þau útiloka ekki að sú tala eigi eftir að hækka þegar öll gögn liggja fyrir. Þá fjölgaði líkamsárásum úr 37 árið 2017 í 62 í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtök gyðinga hafa varað við vaxandi gyðingahatri og andúð á öðrum minnihlutahópum í röðum hægriöfgasamtaka. Það er ekki bundið við Þýskaland því Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, fullyrti að gyðingahatur dreifði sér nú „eins og eitur“ þar í landi. Brotum sem tengjast andúð á gyðingum hefur einnig fjölgað í Frakklandi. Hakakrossar voru meðal annars krotaðir á myndir af eftirlifanda helfararinnar í miðborg Parísar um helgina. Í Bretlandi hefur mikil umræða farið fram um fordóma og andúð á gyðingum innan Verkamannaflokksins sem Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hefur verið sakaður um að láta óátalda.Trump krafðist afsagnar þingkonu vegna ummæla um áhrif gyðinga Töluverð umræða um gyðingaandúð hefur einnig sprottið upp í Bandaríkjunum eftir að Ilhan Omar, ný þingkona demókrata og önnur tveggja fyrstu múslimakvennanna á Bandaríkjaþingi, þurfti að biðjast afsökunar á ummælum sínum um áhrif þrýstihóps fyrir ísraelsk stjórnvöld. Hún hafði tíst að stuðningur Bandaríkjastjórnar við Ísrael mætti rekja til peninga frá þrýstihópnum. „Þetta snýst allt um peningaseðlana, elskan,“ tísti Omar. Donald Trump forseti krafðist afsagnar Omar, annað hvort sem þingmanns eða fulltrúa í utanríkismálanefnd fulltrúadeildarinnar. Fullyrti hann að ekkert pláss væri fyrir gyðingaandúð á Bandaríkjaþingi. Hann hefur þó sjálfur ítrekað haft uppi gamalgrónar aðdróttanir um gyðinga og meintar tilraunir þeirra til að stjórna heiminum í krafti peninga í ræðu og riti, að sögn New York Times. „Þið munuð ekki styðja mig vegna þess að ég vil ekki peningana ykkar. Þið viljið stjórnar stjórnmálamönnunum ykkar, það er allt í góðu,“ sagði Trump meðal annars við hóp gyðinga í Repúblikanaflokknum árið 2015. Í júlí árið eftir áframtísti þáverandi forsetaframbjóðandinn mynd af Hillary Clinton, mótframbjóðanda sínum, þar sem andlit hennar sást yfir peningastafla með sexhyrndri Davíðsstjörnu sem í stóð „Spilltasti frambjóðandi allra tíma“. Trump hefur einnig gefið samsæriskenningum um að George Soros, ungversk ættaði auðkýfingurinn, standi að baki komu innflytjenda til Bandaríkjanna frá Mið-Ameríku undir fótinn. Soros er gyðingur og hefur orðið að skotspón hægriöfgamanna og gyðingahatara undanfarin ár. Bandaríkin Bretland Frakkland Þýskaland Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Þýsk yfirvöld segja að glæpum sem tengjast andúð á gyðingum hafi fjölgað um 10% árið 2018 frá árinu á undan. Líkamsárásum vegna gyðingahaturs hefur einnig fjölgað um 60% á sama tíma. Franskir stjórnmálamenn gagnrýndu vaxandi gyðingaandúð þar í landi um helgina. Samkvæmt tölum þýskra yfirvalda voru 1.646 brot sem tengjast gyðingahatri framin í landinu í fyrra. Þau útiloka ekki að sú tala eigi eftir að hækka þegar öll gögn liggja fyrir. Þá fjölgaði líkamsárásum úr 37 árið 2017 í 62 í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtök gyðinga hafa varað við vaxandi gyðingahatri og andúð á öðrum minnihlutahópum í röðum hægriöfgasamtaka. Það er ekki bundið við Þýskaland því Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, fullyrti að gyðingahatur dreifði sér nú „eins og eitur“ þar í landi. Brotum sem tengjast andúð á gyðingum hefur einnig fjölgað í Frakklandi. Hakakrossar voru meðal annars krotaðir á myndir af eftirlifanda helfararinnar í miðborg Parísar um helgina. Í Bretlandi hefur mikil umræða farið fram um fordóma og andúð á gyðingum innan Verkamannaflokksins sem Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hefur verið sakaður um að láta óátalda.Trump krafðist afsagnar þingkonu vegna ummæla um áhrif gyðinga Töluverð umræða um gyðingaandúð hefur einnig sprottið upp í Bandaríkjunum eftir að Ilhan Omar, ný þingkona demókrata og önnur tveggja fyrstu múslimakvennanna á Bandaríkjaþingi, þurfti að biðjast afsökunar á ummælum sínum um áhrif þrýstihóps fyrir ísraelsk stjórnvöld. Hún hafði tíst að stuðningur Bandaríkjastjórnar við Ísrael mætti rekja til peninga frá þrýstihópnum. „Þetta snýst allt um peningaseðlana, elskan,“ tísti Omar. Donald Trump forseti krafðist afsagnar Omar, annað hvort sem þingmanns eða fulltrúa í utanríkismálanefnd fulltrúadeildarinnar. Fullyrti hann að ekkert pláss væri fyrir gyðingaandúð á Bandaríkjaþingi. Hann hefur þó sjálfur ítrekað haft uppi gamalgrónar aðdróttanir um gyðinga og meintar tilraunir þeirra til að stjórna heiminum í krafti peninga í ræðu og riti, að sögn New York Times. „Þið munuð ekki styðja mig vegna þess að ég vil ekki peningana ykkar. Þið viljið stjórnar stjórnmálamönnunum ykkar, það er allt í góðu,“ sagði Trump meðal annars við hóp gyðinga í Repúblikanaflokknum árið 2015. Í júlí árið eftir áframtísti þáverandi forsetaframbjóðandinn mynd af Hillary Clinton, mótframbjóðanda sínum, þar sem andlit hennar sást yfir peningastafla með sexhyrndri Davíðsstjörnu sem í stóð „Spilltasti frambjóðandi allra tíma“. Trump hefur einnig gefið samsæriskenningum um að George Soros, ungversk ættaði auðkýfingurinn, standi að baki komu innflytjenda til Bandaríkjanna frá Mið-Ameríku undir fótinn. Soros er gyðingur og hefur orðið að skotspón hægriöfgamanna og gyðingahatara undanfarin ár.
Bandaríkin Bretland Frakkland Þýskaland Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira