Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 22:28 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar ætlar sér langt á vettvangi stjórnmálanna og hyggst njóta þess eins lengi og hún getur að sinna þingstörfum. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar ætlar sér langt á vettvangi stjórnmálanna og hyggst njóta þess eins lengi og hún getur að sinna þingstörfum. Áslaug Arna var gestur Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag. Farið var um víðan völl en Áslaug ræddi um áherslur sínar í pólitík, mál sem hún brennur fyrir á Alþingi og framtíðardrauma sína á vettvangi stjórnmálanna. „Svo eru stjórnmálin svo óútreiknanleg. Það er ótrúlega erfitt að segja til um það hvað gerist og hvað maður er lengi í þessu og hvenær maður vill gera eitthvað annað. Ég held við þurfum líka að gera stjórnmálin að þannig vettvangi að það sé eftirsóknarvert að komast þangað, að það séu fleiri sem gefi sig að stjórnmálum og berjist fyrir því að komast þangað vegna þess að við þurfum fjölbreytt fólk og alls konar fólk,“ sagði Áslaug. Aðspurð hvað hún ætlaði sér í stjórnmálum sagði Áslaug: „Ég vil fara langt“.Vill gera iðnmenntun hærra undir höfði Áslaug segir að andrúmsloftið á Alþingi hafi verið fremur skrítið undanfarna daga, meðal annars vegna Klaustursmálsins. Það hafi tekið athygli frá mikilvægum málum sem verið sé að vinna að í þinginu. „Stemningin hefur kannski alveg verið betri en ríkisstjórnarsamstarfið gengur vel og það er gaman að vinna að öllum þessum málum sem við erum að gera og auðvitað finnst manni að þau mættu fá meiri athygli þessa dagana.“ Undanfarið hefur Áslaug Arna ötullega að því að breyta viðhorfum í garð iðnmenntunar. Hún vill gera henni hærra undir höfði og gera fólki í iðngeiranum kleift að sækja sér meiri menntun. Þá segist hún vinna að því að auðvelda málsmeðferð um nálgunarbann sem hafi verið þung í vöfum. Hún kynntist því í störfum sínum sem lögreglufulltrúi eitt sumarið. „Það er komið í nefnd núna og gæti orðið að lögum mjög fljótlega vona ég,“ segir Áslaug.Áslaug Arna hefur lagt sig fram um að sinna fjölbreyttum störfum.Starf lögreglumannsins gefandi Hún segir að það hafi verið afar gefandi að starfa sem lögreglumaður. Það hafi í raun verið einstakt. „því felst er að vera mikið innan um fólk og eiga við fólk. Og koma auðvitað að erfiðum aðstæðum en þú ert alltaf að gefa af þér og hjálpa og að gera það besta í þeim aðstæðum sem eru búnar að skapast.“Hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Alþingi Tengdar fréttir Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30 Áslaug Arna leggur til opnari háskóla Þingmaður Sjálfstæðisflokksins smíðar nú frumvarp um opnari háskóla, þar sem reynsla úr atvinnulífinu og fjölbreytt þekking yrði metin til inngöngu. 7. janúar 2019 06:00 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar ætlar sér langt á vettvangi stjórnmálanna og hyggst njóta þess eins lengi og hún getur að sinna þingstörfum. Áslaug Arna var gestur Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag. Farið var um víðan völl en Áslaug ræddi um áherslur sínar í pólitík, mál sem hún brennur fyrir á Alþingi og framtíðardrauma sína á vettvangi stjórnmálanna. „Svo eru stjórnmálin svo óútreiknanleg. Það er ótrúlega erfitt að segja til um það hvað gerist og hvað maður er lengi í þessu og hvenær maður vill gera eitthvað annað. Ég held við þurfum líka að gera stjórnmálin að þannig vettvangi að það sé eftirsóknarvert að komast þangað, að það séu fleiri sem gefi sig að stjórnmálum og berjist fyrir því að komast þangað vegna þess að við þurfum fjölbreytt fólk og alls konar fólk,“ sagði Áslaug. Aðspurð hvað hún ætlaði sér í stjórnmálum sagði Áslaug: „Ég vil fara langt“.Vill gera iðnmenntun hærra undir höfði Áslaug segir að andrúmsloftið á Alþingi hafi verið fremur skrítið undanfarna daga, meðal annars vegna Klaustursmálsins. Það hafi tekið athygli frá mikilvægum málum sem verið sé að vinna að í þinginu. „Stemningin hefur kannski alveg verið betri en ríkisstjórnarsamstarfið gengur vel og það er gaman að vinna að öllum þessum málum sem við erum að gera og auðvitað finnst manni að þau mættu fá meiri athygli þessa dagana.“ Undanfarið hefur Áslaug Arna ötullega að því að breyta viðhorfum í garð iðnmenntunar. Hún vill gera henni hærra undir höfði og gera fólki í iðngeiranum kleift að sækja sér meiri menntun. Þá segist hún vinna að því að auðvelda málsmeðferð um nálgunarbann sem hafi verið þung í vöfum. Hún kynntist því í störfum sínum sem lögreglufulltrúi eitt sumarið. „Það er komið í nefnd núna og gæti orðið að lögum mjög fljótlega vona ég,“ segir Áslaug.Áslaug Arna hefur lagt sig fram um að sinna fjölbreyttum störfum.Starf lögreglumannsins gefandi Hún segir að það hafi verið afar gefandi að starfa sem lögreglumaður. Það hafi í raun verið einstakt. „því felst er að vera mikið innan um fólk og eiga við fólk. Og koma auðvitað að erfiðum aðstæðum en þú ert alltaf að gefa af þér og hjálpa og að gera það besta í þeim aðstæðum sem eru búnar að skapast.“Hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.
Alþingi Tengdar fréttir Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30 Áslaug Arna leggur til opnari háskóla Þingmaður Sjálfstæðisflokksins smíðar nú frumvarp um opnari háskóla, þar sem reynsla úr atvinnulífinu og fjölbreytt þekking yrði metin til inngöngu. 7. janúar 2019 06:00 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30
Áslaug Arna leggur til opnari háskóla Þingmaður Sjálfstæðisflokksins smíðar nú frumvarp um opnari háskóla, þar sem reynsla úr atvinnulífinu og fjölbreytt þekking yrði metin til inngöngu. 7. janúar 2019 06:00
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26