Í færslu lögreglu segir að fremsti bíllinn hafi hindrað umferð gangandi vegfarenda á þremur vígstöðvum, eins og áður segir. Var ökumaður hans því sektaður um tíu þúsund krónur, sem og aðrir ökumenn sem lagt höfðu bílum sínum ólöglega á svæðinu.
Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í samtali við Vísi á dögunum að þolinmæði fyrir stöðubrotum ökumanna færi minnkandi. Þá hafi það færst í vöxt að fólk sendi inn ábendingar til lögreglu. Hann sagði þróunina mjög jákvæða því fólk sé vakandi fyrir þeim hættum sem geta skapast af bílum sem lagt er ólöglega.