Snjallsímar ekki öryggistæki í kulda Sighvatur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 19:00 Slysavarnafélagið Landsbjörg varar fólk við að líta á snjallsíma sem öryggistæki við erfiðar aðstæður í óbyggðum. Rafhlöður í símunum endast skemur þegar kalt er í veðri. Göngugarpar eru hvattir til að nota GPS búnað eða neyðarsenda í staðinn. Í snjallsímum er hægt að skoða ástand rafhlöðu símans. Stefán Andri Björgólfsson, tæknimaður og verslunarstjóri hjá IcePhone í Kringlunni, segir ágætt að miða við að skipta um rafhlöðu þegar afkastageta hennar er komin niður í 85%. Það geti gerst eftir um tveggja ára notkun símans. Stefán Andri segir að rafhlaða sem er orðin léleg endist mun styttra en áður ef síminn er notaður í frosti.Apple segir að snjalltæki frá fyrirtækinu virki best í lofthita á bilinu 0-35 stig.Vísir/TótlaVirka best í 0-35 stiga hita Apple, framleiðandi iPhone, segir að síminn og önnur snjalltæki fyrirtækisins virki best í hita á bilinu 0-35 stig á Celsíus. Rafhlaðan er sögð endast verr í mjög köldum aðstæðum. „Þetta er allt prófað í Kaliforníu og þar er allt annað hitastig,“ segir Stefán Andri hjá IcePhone. Rafhlöður endast betur í nýjum símum en þeim eldri, meðal annars vegna þess að nú er bakhlið margra síma úr gleri. Aldís Ragnarsdóttir, verslunarstjóri hjá Vodafone í Kringlunni, nefnir iPhone 6 sem dæmi um eldri síma sem hafa verið til vandræða varðandi líftíma rafhlöðu í miklum kulda. „Á baki símans er málmþynna sem kólnar og kælir rafhlöðuna of mikið niður,“ segir Aldís.Landsbjörg mælir með því að fólk noti fleiri öryggistæki en snjallsíma.Vísir/FriðrikSnjallsímar ekki nóg Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, bendir ferðalöngum á að setja ferðaáætlun sína inn á vefinn safetravel.is. Hann telur snjallsíma ekki næg fjarskiptatæki á ferðalögum við erfiðar aðstæður. „Í kulda eins og er núna á veturna þegar þú ert úti í marga klukkutíma þá getur rafhlaðan klárast hratt, tvisvar til fjórum sinnum hraðar,“ segir Jónas. Hann bendir á að aukarafhlöður og svokallaðir hleðslubankar geti lengt líftíma rafhlöðu. Jónas mælir þó frekar með GPS búnaði eða neyðarsendum sem geta komið sér vel ef fólk týnist, til að mynda á fjöllum eða í óbyggðum. „Allt byggir þetta á því að þú getur sent frá þér skilaboð og staðsetninguna. Ef það er komið í óefni þá berst þessi staðsetning til okkar og er nokkuð nákvæm, munar kannski 100-200 metrum. Þá getum við sótt viðkomandi í staðinn fyrir að fara í mikla leit eins og var í Skaftafelli í síðustu viku,“ segir Jónas. Hann vísar til leitar að erlendri konu á sextugsaldri sem fannst heil á húfi eftir að hún varð viðskila við fjölskyldu sína. Björgunarsveitir Fjarskipti Tækni Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Slysavarnafélagið Landsbjörg varar fólk við að líta á snjallsíma sem öryggistæki við erfiðar aðstæður í óbyggðum. Rafhlöður í símunum endast skemur þegar kalt er í veðri. Göngugarpar eru hvattir til að nota GPS búnað eða neyðarsenda í staðinn. Í snjallsímum er hægt að skoða ástand rafhlöðu símans. Stefán Andri Björgólfsson, tæknimaður og verslunarstjóri hjá IcePhone í Kringlunni, segir ágætt að miða við að skipta um rafhlöðu þegar afkastageta hennar er komin niður í 85%. Það geti gerst eftir um tveggja ára notkun símans. Stefán Andri segir að rafhlaða sem er orðin léleg endist mun styttra en áður ef síminn er notaður í frosti.Apple segir að snjalltæki frá fyrirtækinu virki best í lofthita á bilinu 0-35 stig.Vísir/TótlaVirka best í 0-35 stiga hita Apple, framleiðandi iPhone, segir að síminn og önnur snjalltæki fyrirtækisins virki best í hita á bilinu 0-35 stig á Celsíus. Rafhlaðan er sögð endast verr í mjög köldum aðstæðum. „Þetta er allt prófað í Kaliforníu og þar er allt annað hitastig,“ segir Stefán Andri hjá IcePhone. Rafhlöður endast betur í nýjum símum en þeim eldri, meðal annars vegna þess að nú er bakhlið margra síma úr gleri. Aldís Ragnarsdóttir, verslunarstjóri hjá Vodafone í Kringlunni, nefnir iPhone 6 sem dæmi um eldri síma sem hafa verið til vandræða varðandi líftíma rafhlöðu í miklum kulda. „Á baki símans er málmþynna sem kólnar og kælir rafhlöðuna of mikið niður,“ segir Aldís.Landsbjörg mælir með því að fólk noti fleiri öryggistæki en snjallsíma.Vísir/FriðrikSnjallsímar ekki nóg Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, bendir ferðalöngum á að setja ferðaáætlun sína inn á vefinn safetravel.is. Hann telur snjallsíma ekki næg fjarskiptatæki á ferðalögum við erfiðar aðstæður. „Í kulda eins og er núna á veturna þegar þú ert úti í marga klukkutíma þá getur rafhlaðan klárast hratt, tvisvar til fjórum sinnum hraðar,“ segir Jónas. Hann bendir á að aukarafhlöður og svokallaðir hleðslubankar geti lengt líftíma rafhlöðu. Jónas mælir þó frekar með GPS búnaði eða neyðarsendum sem geta komið sér vel ef fólk týnist, til að mynda á fjöllum eða í óbyggðum. „Allt byggir þetta á því að þú getur sent frá þér skilaboð og staðsetninguna. Ef það er komið í óefni þá berst þessi staðsetning til okkar og er nokkuð nákvæm, munar kannski 100-200 metrum. Þá getum við sótt viðkomandi í staðinn fyrir að fara í mikla leit eins og var í Skaftafelli í síðustu viku,“ segir Jónas. Hann vísar til leitar að erlendri konu á sextugsaldri sem fannst heil á húfi eftir að hún varð viðskila við fjölskyldu sína.
Björgunarsveitir Fjarskipti Tækni Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira