Gufusprenging á Reykjanesi olli því að jörðin skalf og nötraði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. febrúar 2019 13:39 Skjáskot úr myndbandi af hvernum. Jón Már Guðmundsson Á tólfta tímanum í dag varð kraftmikil gufusprenging í hver við Seltún á Reykjanesi. Að sögn viðstaddra skalf jörðin með tilheyrandi látum auk þess sem stór og mikill gufustrókur steig upp úr hvernum. Stóðu drunurnar yfir í um fimm mínútur. Jón Már Guðmundsson leiðsögumaður er kunnugur staðháttum á svæðinu og segist í samtali við fréttastofu ekki vita til þess að svona hafi gerst áður. „Við erum að labba þarna upp eftir og það byrja svakalegar drunur og jörðin fer að skjálfa. Svo kemur bara gufusprenging upp úr því sem að ég held að sé gömul borhola, það er búið að steypa í kringum hana. Það voru miklar skvettur og læti þarna, sérstaklega til að byrja með.“ Jón Már segir að blessunarlega hafi engir ferðamenn eða aðrir staðið alveg upp við hverinn, þeir næstu hafi verið í um 20 metra fjarlægð á útsýnispalli örlitlu ofan við hann þegar sprengingin átti sér stað. Þá segir hann að þeim Íslendingum sem voru á svæðinu hafi brugðið heldur meira í brún en erlendu ferðamönnunum. „Útlendingarnir áttuðu sig ekki alveg á því sem var að gerast, þeir héldu að þetta væri kannski bara eðlilegt. En Íslendingunum á svæðinu, þeim stóð alls ekki á sama.“ Sjálfur segist Jón Már ekki viss hvað hafi valdið hræringunum á svæðinu. „Ég hef bara aldrei séð svona áður, þetta hlýtur að hafa verið einhver breyting á þrýstingi þarna undir eða eitthvað svoleiðis, án þess að ég hafi nokkuð vit á því.“ Hér að neðan má sjá myndband Jóns Más af hvernum þegar sprengingin var að mestu gengin niður. Þó má enn sjá stóran og mikinn strók sem stígur upp frá hvernum.Orsök og upptök sprengingarinnar liggja ekki fyrir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir enga óvenjulega jarðskjálftavirkni hafa mælst á svæðinu. „Það er í rauninni ekki mjög óalgengt að það séu minniháttar gassprengingar á svæðinu en það gæti verið að gufumagnið sé örlítið ýkt vegna kulda og stillu.“ Veðurstofan heldur ekki úti mælitækjum á þessu svæði, fyrir utan jarðskjálftamæli í Krýsuvík, þannig að ekki hefur fengist nákvæm niðurstaða á hvað olli jarðhræringunum og gufustróknum sem steig upp í kjölfarið. „Við erum ekki búin að sjá neina óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu eftir að hafa farið í gegnum gögnin þar. Við erum ekki með neina gasmæla á svæðinu eða jarðhitamonitora. Við erum ekki að vakta jarðhitann á svæðinu.“ Hafnarfjörður Veður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Á tólfta tímanum í dag varð kraftmikil gufusprenging í hver við Seltún á Reykjanesi. Að sögn viðstaddra skalf jörðin með tilheyrandi látum auk þess sem stór og mikill gufustrókur steig upp úr hvernum. Stóðu drunurnar yfir í um fimm mínútur. Jón Már Guðmundsson leiðsögumaður er kunnugur staðháttum á svæðinu og segist í samtali við fréttastofu ekki vita til þess að svona hafi gerst áður. „Við erum að labba þarna upp eftir og það byrja svakalegar drunur og jörðin fer að skjálfa. Svo kemur bara gufusprenging upp úr því sem að ég held að sé gömul borhola, það er búið að steypa í kringum hana. Það voru miklar skvettur og læti þarna, sérstaklega til að byrja með.“ Jón Már segir að blessunarlega hafi engir ferðamenn eða aðrir staðið alveg upp við hverinn, þeir næstu hafi verið í um 20 metra fjarlægð á útsýnispalli örlitlu ofan við hann þegar sprengingin átti sér stað. Þá segir hann að þeim Íslendingum sem voru á svæðinu hafi brugðið heldur meira í brún en erlendu ferðamönnunum. „Útlendingarnir áttuðu sig ekki alveg á því sem var að gerast, þeir héldu að þetta væri kannski bara eðlilegt. En Íslendingunum á svæðinu, þeim stóð alls ekki á sama.“ Sjálfur segist Jón Már ekki viss hvað hafi valdið hræringunum á svæðinu. „Ég hef bara aldrei séð svona áður, þetta hlýtur að hafa verið einhver breyting á þrýstingi þarna undir eða eitthvað svoleiðis, án þess að ég hafi nokkuð vit á því.“ Hér að neðan má sjá myndband Jóns Más af hvernum þegar sprengingin var að mestu gengin niður. Þó má enn sjá stóran og mikinn strók sem stígur upp frá hvernum.Orsök og upptök sprengingarinnar liggja ekki fyrir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir enga óvenjulega jarðskjálftavirkni hafa mælst á svæðinu. „Það er í rauninni ekki mjög óalgengt að það séu minniháttar gassprengingar á svæðinu en það gæti verið að gufumagnið sé örlítið ýkt vegna kulda og stillu.“ Veðurstofan heldur ekki úti mælitækjum á þessu svæði, fyrir utan jarðskjálftamæli í Krýsuvík, þannig að ekki hefur fengist nákvæm niðurstaða á hvað olli jarðhræringunum og gufustróknum sem steig upp í kjölfarið. „Við erum ekki búin að sjá neina óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu eftir að hafa farið í gegnum gögnin þar. Við erum ekki með neina gasmæla á svæðinu eða jarðhitamonitora. Við erum ekki að vakta jarðhitann á svæðinu.“
Hafnarfjörður Veður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira