Innlent

Nemendur og starfslið í berklapróf

Ari Brynjólfsson skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir Vísir/baldur
Starfsmaður Klettaskóla greindist með berkla. Á morgun er áætlað að allir nemendur og starfslið skólans fari í berklapróf til að kanna hvort þeir hafi smitast.



Klettaskóli er sérskóli fyrir nemendur með þroskahömlun og viðbótarfatlanir. Árni Einarsson skólastjóri segir að þegar svona mál komi upp fari í gang ferli í samstarfi við sóttvarnalækni.

„Allir starfsmenn eru með í þessu og sérstaða nemendanna er augljós,“ segir Árni. „Það er enginn ánægður með svona fréttir, en það er ekki talin mikil hætta á smiti í skólanum.“ Starfsmaðurinn sem um ræðir er nú í veikindaleyfi, upp komst um smitið í lok síðustu viku og voru skólastjórnendur látnir vita á þriðjudag.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir allt gert samkvæmt bókinni. „Ég skil það vel að fólk vilji vita þetta strax og vilji drífa í þessu, en það er ekki verið að missa af neinu. Það er ekki verið að taka neina áhættu eða tefla neinu í tvísýnu.“

Þórólfur segir berkla aðeins smitandi á meðan einstaklingurinn sé veikur og þá í gegnum hósta og hnerra. Smit eru greind með húðprófum sem tekur nokkra daga að fá niðurstöður úr. Smitaðir einstaklingar eru meðhöndlaðir með þremur lyfjum í einu sem drepa bakteríuna. Sú meðferð tekur rúmlega hálft ár, viðkomandi smitar ekki á meðan.

Tíðni berkla er mjög lág á Íslandi, rúmlega 10 manns greinast hér á landi á ári


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×