Innlent

Hnífamaður rauf skilorð

Baldur Guðmundsson skrifar
Mannsins var leitað inni á hótelinu.
Mannsins var leitað inni á hótelinu. Vísir/Jói K.
Maðurinn sem lögregla handtók á skemmtistaðnum Dubl­iners um helgina var yfirheyrður á mánudag.  Hann hafði áður ógnað starfsfólki á hóteli Radisson með hnífi, auk þess að stela þar áfengi og öðru smálegu.

Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, segir að maðurinn hafi rofið skilorð með framferði sínu og því verið fluttur á Hólmsheiði. Þar mun hann afplána tvo mánuði af eldri dómi. Dómur vegna atvikanna í miðbænum í fyrrakvöld mun svo bætast við þá refsingu.

Guðmundur Páll segir, spurður hvort yfirheyrsla hafi varpað ljósi á meiningar mannsins, að hann hafi einfaldlega verið í vímuefna- og ölvunarástandi.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×