Hundrað ára gljúfur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. febrúar 2019 06:45 Miklagljúfur lítur ekki út fyrir að vera deginum eldra en 99 ára. Nordicphotos/Getty Hið víðfræga Miklagljúfur í Arizona í Bandaríkjunum fagnar hundrað ára afmæli sínu í dag. Kannski er ekki alveg rétt að segja að gljúfrið sjálft sé hundrað ára, enda hefur Colorado-áin grafið í steininn í tugmilljónir ára. En hundrað ár eru liðin í dag frá því Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti skrifaði undir lög um að gljúfrið yrði að þjóðgarði. Nokkurra áratuga ferli leiddi að þessari ákvörðun. Árið 1882 lagði Benjamin Harrison, þá öldungadeildarþingmaður en sjö árum síðar forseti, fram frumvarp um að gljúfrið skyldi verða þjóðgarður. Það gekk ekki upp og gerði hann gljúfrið heldur ekki að þjóðgarði í forsetatíð sinni. Það gerði Theodore Roosevelt ekki heldur í sinni forsetatíð. „Miklagljúfur fyllir mig lotningu. Það er yfir allan samanburð hafið og er ólýsanlegt. Það á sér enga hliðstæðu í öllum heiminum. Leyfa ætti því að standa óbreyttu. Það ætti ekkert að gera sem gæti skaðað fegurð þess. Það er ekki hægt að bæta. En það sem þið getið gert er að varðveita gljúfrið fyrir börn ykkar, barnabörn og allar kynslóðir sem á eftir koma. Miklagljúfur ættu allir Bandaríkjamenn að sjá,“ sagði hann þó um staðinn.Grand Teton-þjóðgarðurinn á líka afmæli. Nordicphotos/GettyÞessi vinsæli nærri 5.000 ferkílómetra ferðamannastaður stendur fyrir ýmsum viðburðum í tilefni af aldarafmælinu. Samkvæmt vef þjóðgarðastofnunnar Bandaríkjanna fer fram allsherjarveisla í dag þar sem meðal annars fulltrúar frumbyggja svæðisins halda fyrirlestra um gljúfrið og kórar syngja. Þótt gljúfrið sé ekki á hinum víðfræga, upprunalega lista yfir sjö undur veraldar, sem telur Risann á Ródos, píramídana í Giza, hengigarða Babýlon, vitann í Faros, grafhýsið í Halikarnassos, Seifsstyttuna í Ólympíu og Artemismusterið, hefur það ratað á ýmsa nýrri lista. USA Today valdi það á lista yfir ný undur veraldar, ásamt til dæmis veraldarvefnum, og CNN á lista yfir náttúruundur veraldar, ásamt til dæmis Everest-fjalli. Annar bandarískur þjóðgarður fagnar sömuleiðis stórafmæli í dag. Grand Teton-þjóðgarðurinn í Wyoming-ríki hefur nú verið þjóðgarður í níutíu ár. Þjóðgarðurinn hýsir fjölmarga háa tinda og grænar sléttur á 1.300 ferkílómetra svæði. Er vinsæll áfangastaður göngufólks, fjallageita og veiðimanna. Þjóðgarðurinn dregur nafn sitt af hæsta fjalli Teton-fjallgarðsins. Fjallið Grand Teton er heilir 4.199 metrar á hæð. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira
Hið víðfræga Miklagljúfur í Arizona í Bandaríkjunum fagnar hundrað ára afmæli sínu í dag. Kannski er ekki alveg rétt að segja að gljúfrið sjálft sé hundrað ára, enda hefur Colorado-áin grafið í steininn í tugmilljónir ára. En hundrað ár eru liðin í dag frá því Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti skrifaði undir lög um að gljúfrið yrði að þjóðgarði. Nokkurra áratuga ferli leiddi að þessari ákvörðun. Árið 1882 lagði Benjamin Harrison, þá öldungadeildarþingmaður en sjö árum síðar forseti, fram frumvarp um að gljúfrið skyldi verða þjóðgarður. Það gekk ekki upp og gerði hann gljúfrið heldur ekki að þjóðgarði í forsetatíð sinni. Það gerði Theodore Roosevelt ekki heldur í sinni forsetatíð. „Miklagljúfur fyllir mig lotningu. Það er yfir allan samanburð hafið og er ólýsanlegt. Það á sér enga hliðstæðu í öllum heiminum. Leyfa ætti því að standa óbreyttu. Það ætti ekkert að gera sem gæti skaðað fegurð þess. Það er ekki hægt að bæta. En það sem þið getið gert er að varðveita gljúfrið fyrir börn ykkar, barnabörn og allar kynslóðir sem á eftir koma. Miklagljúfur ættu allir Bandaríkjamenn að sjá,“ sagði hann þó um staðinn.Grand Teton-þjóðgarðurinn á líka afmæli. Nordicphotos/GettyÞessi vinsæli nærri 5.000 ferkílómetra ferðamannastaður stendur fyrir ýmsum viðburðum í tilefni af aldarafmælinu. Samkvæmt vef þjóðgarðastofnunnar Bandaríkjanna fer fram allsherjarveisla í dag þar sem meðal annars fulltrúar frumbyggja svæðisins halda fyrirlestra um gljúfrið og kórar syngja. Þótt gljúfrið sé ekki á hinum víðfræga, upprunalega lista yfir sjö undur veraldar, sem telur Risann á Ródos, píramídana í Giza, hengigarða Babýlon, vitann í Faros, grafhýsið í Halikarnassos, Seifsstyttuna í Ólympíu og Artemismusterið, hefur það ratað á ýmsa nýrri lista. USA Today valdi það á lista yfir ný undur veraldar, ásamt til dæmis veraldarvefnum, og CNN á lista yfir náttúruundur veraldar, ásamt til dæmis Everest-fjalli. Annar bandarískur þjóðgarður fagnar sömuleiðis stórafmæli í dag. Grand Teton-þjóðgarðurinn í Wyoming-ríki hefur nú verið þjóðgarður í níutíu ár. Þjóðgarðurinn hýsir fjölmarga háa tinda og grænar sléttur á 1.300 ferkílómetra svæði. Er vinsæll áfangastaður göngufólks, fjallageita og veiðimanna. Þjóðgarðurinn dregur nafn sitt af hæsta fjalli Teton-fjallgarðsins. Fjallið Grand Teton er heilir 4.199 metrar á hæð.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira