Utanríkisráðherra varaði við vaxandi andúð á innflytjendum og gyðingum í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2019 13:45 Guðlaugur Þór í pontu í mannréttindaráði SÞ í Genf í dag. Skjáskot Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, lagði áherslu á að bæta úr göllum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þegar hann ávarpaði það í Genf í dag. Varaði hann við vaxandi andúð á innflytjendum, minnihlutahópum og gyðingum á meginlandi Evrópu og gagnrýndi ríki eins og Filippseyjar, Tyrkland og Sádi-Arabíu fyrir mannréttindabrot. Ísland var kosið í mannréttindaráðið í fyrra eftir að Bandaríkjastjórn sagði sig úr því. Í desember var Ísland jafnframt kosið til að fara með embætti varaforseta ráðsins. Guðlaugur Þór tók að hluta undir gagnrýni á störf mannréttindaráðsins í ávarpi sínu í dag. Svarið væri hins vegar ekki að hætta þátttöku í því heldur að reyna að laga gallana. „Þetta ráð er og ætti að vera aðalvettvangurinn til að ræða og styðja mannréttindi, bæði í hverju landi fyrir sig og alþjóðlega,“ sagði Guðlaugur Þór. Lofaði hann framgöngu ráðsins þegar það samþykkti það sem hann kallaði tímamótaályktanir um hræðilegt ástand mannréttinda í Venesúela, Búrma og Jemen. Sagði ráðherrann ráðið mikilvægan vettvang þar sem aðildarríki, jafnvel þau sem teldu sjálf sig hafin yfir gagnrýni, gætu hlýtt á gagnrýni og ráðleggingar um hvernig þau gætu bætt mannréttindi heima fyrir. Varaði hann við vaxandi umburðarleysi gagnvart förufólki og minnihlutahópum og varhugarverðrar tilhneigingar til andúðar á gyðingum og íslam, meðal annars á meginlandi Evrópu. „Við getum ekki snúið aftur til fortíðar okkar gegn þeim, óvandaðs haturs og ótta,“ sagði Guðlaugur Þór. Duterte forseti Filippseyja hefur háð blóðugt stríð gegn fíkniefnum. Filippseyjar eiga sæti í mannréttindaráðinu.EPA/Rolex Dela Pena Nota kjör í ráðið til að réttlæta mannréttindabrot sín Gagnrýndi utanríkisráðherra sum ríki sem ættu aðild að mannréttindaráðinu fyrir að fara ekki að stofnsáttmála þess um að hafa mannréttindi í hávegum. Nefndi hann þar sérstaklega Filippseyjar þar sem frásagnir væru um að allt að 27.000 manns hefðu verið drepnir utan dóms og laga. Filippseyjar voru kjörnar aftur í mannréttindaráðið nýlega og benti Guðlaugur Þór sérstaklega á það í ræðu sinni. „Það er þannig áhyggjuefni þegar endurkjör í þetta ráð er notað sem réttlæting á þessum drápum sem lögmætum hluti af svokölluðu „stríði gegn fíkniefnum“,“ sagði hann. Spurði ráðherrann hvort að ráðið væri mögulega að spila upp í hendurnar á þeim sem teldu ráðið þjóna mannréttindabrjótum með því að kjósa ríki til setu í því sem stæðu sig illa í mannréttindamálum. Ríki sem ættu sæti í ráðinu ættu jafnframt að vera tilbúin að farið yrði ofan í saumana á þeirra eigin stöðu í mannréttindamálum. Lagði hann til að ráðið íhugaði að láta ríki skiptast á því að eiga fulltrúa þar þannig að öll ríki sem hefðu áhuga gætu tekið þátt í starfi þess. Eins og staðan sé núna bjóði stóru ríkin sig endurtekið fram og komi þannig í veg fyrir að minni ríki fái tækifæri. Jamal Khashoggi andæfði stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Grunur leikur á að krónprins landsins hafi skipað fyrir um morðið.Chris McGrath/Getty Setja réttindi hinsegin fólks í öndvegi Filippseyjar voru ekki eina ríkið sem Guðlaugur Þór nefndi sérstaklega á nafn í ræðu sinni. Lýsti hann áhyggjum af vaxandi kúgun með handtökum á baráttufólki fyrir mannréttindum, blaðamönnum, lögmönnum og dómurum í Tyrklandi. Hvatti hann tyrknesku ríkisstjórnina til að tryggja sjálfstæði dómstóla þar í landi. Morðið á Jamal Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninum, á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október sagði Guðlaugur Þór vekja athygli á baráttu blaðamanna og mannréttindafrömuðar. „Víðtækar og handahófskenndar handtökur, pyntingar og ofsóknir á varðmönnum mannréttinda fyrir að neyta grundvallarréttinda sinna á friðsamlegan hátt eru óásættanlegar, alltaf og alls staðar,“ sagði utanríkisráðherra sem biðlaði einnig til sádiarabískra stjórnvalda um að bæta stöðu kvenna. Um Venesúela sagði Guðlaugur Þór að mannréttindaráðið þyrfti að krefjast þess að lýðræði verði komið aftur á friðsamlega og að mannúðaraðstoð komist til þeirra sem þarfnast hennar. Vakti ráðherrann sérstaka athygli á réttindum hinsegin fólks og sagði fréttir af ofbeldisverkum gegn því í ríkjum eins og Téténíu og Tansaníu mikið áhyggjuefni. „Í þessu samhengi vil ég leggja áherslu á heit okkar um að skipa mannréttindum hinsegin fólks í öndvegi í setu okkar í mannréttindaráðinu,“ sagði Guðlaugur Þór. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, lagði áherslu á að bæta úr göllum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þegar hann ávarpaði það í Genf í dag. Varaði hann við vaxandi andúð á innflytjendum, minnihlutahópum og gyðingum á meginlandi Evrópu og gagnrýndi ríki eins og Filippseyjar, Tyrkland og Sádi-Arabíu fyrir mannréttindabrot. Ísland var kosið í mannréttindaráðið í fyrra eftir að Bandaríkjastjórn sagði sig úr því. Í desember var Ísland jafnframt kosið til að fara með embætti varaforseta ráðsins. Guðlaugur Þór tók að hluta undir gagnrýni á störf mannréttindaráðsins í ávarpi sínu í dag. Svarið væri hins vegar ekki að hætta þátttöku í því heldur að reyna að laga gallana. „Þetta ráð er og ætti að vera aðalvettvangurinn til að ræða og styðja mannréttindi, bæði í hverju landi fyrir sig og alþjóðlega,“ sagði Guðlaugur Þór. Lofaði hann framgöngu ráðsins þegar það samþykkti það sem hann kallaði tímamótaályktanir um hræðilegt ástand mannréttinda í Venesúela, Búrma og Jemen. Sagði ráðherrann ráðið mikilvægan vettvang þar sem aðildarríki, jafnvel þau sem teldu sjálf sig hafin yfir gagnrýni, gætu hlýtt á gagnrýni og ráðleggingar um hvernig þau gætu bætt mannréttindi heima fyrir. Varaði hann við vaxandi umburðarleysi gagnvart förufólki og minnihlutahópum og varhugarverðrar tilhneigingar til andúðar á gyðingum og íslam, meðal annars á meginlandi Evrópu. „Við getum ekki snúið aftur til fortíðar okkar gegn þeim, óvandaðs haturs og ótta,“ sagði Guðlaugur Þór. Duterte forseti Filippseyja hefur háð blóðugt stríð gegn fíkniefnum. Filippseyjar eiga sæti í mannréttindaráðinu.EPA/Rolex Dela Pena Nota kjör í ráðið til að réttlæta mannréttindabrot sín Gagnrýndi utanríkisráðherra sum ríki sem ættu aðild að mannréttindaráðinu fyrir að fara ekki að stofnsáttmála þess um að hafa mannréttindi í hávegum. Nefndi hann þar sérstaklega Filippseyjar þar sem frásagnir væru um að allt að 27.000 manns hefðu verið drepnir utan dóms og laga. Filippseyjar voru kjörnar aftur í mannréttindaráðið nýlega og benti Guðlaugur Þór sérstaklega á það í ræðu sinni. „Það er þannig áhyggjuefni þegar endurkjör í þetta ráð er notað sem réttlæting á þessum drápum sem lögmætum hluti af svokölluðu „stríði gegn fíkniefnum“,“ sagði hann. Spurði ráðherrann hvort að ráðið væri mögulega að spila upp í hendurnar á þeim sem teldu ráðið þjóna mannréttindabrjótum með því að kjósa ríki til setu í því sem stæðu sig illa í mannréttindamálum. Ríki sem ættu sæti í ráðinu ættu jafnframt að vera tilbúin að farið yrði ofan í saumana á þeirra eigin stöðu í mannréttindamálum. Lagði hann til að ráðið íhugaði að láta ríki skiptast á því að eiga fulltrúa þar þannig að öll ríki sem hefðu áhuga gætu tekið þátt í starfi þess. Eins og staðan sé núna bjóði stóru ríkin sig endurtekið fram og komi þannig í veg fyrir að minni ríki fái tækifæri. Jamal Khashoggi andæfði stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Grunur leikur á að krónprins landsins hafi skipað fyrir um morðið.Chris McGrath/Getty Setja réttindi hinsegin fólks í öndvegi Filippseyjar voru ekki eina ríkið sem Guðlaugur Þór nefndi sérstaklega á nafn í ræðu sinni. Lýsti hann áhyggjum af vaxandi kúgun með handtökum á baráttufólki fyrir mannréttindum, blaðamönnum, lögmönnum og dómurum í Tyrklandi. Hvatti hann tyrknesku ríkisstjórnina til að tryggja sjálfstæði dómstóla þar í landi. Morðið á Jamal Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninum, á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október sagði Guðlaugur Þór vekja athygli á baráttu blaðamanna og mannréttindafrömuðar. „Víðtækar og handahófskenndar handtökur, pyntingar og ofsóknir á varðmönnum mannréttinda fyrir að neyta grundvallarréttinda sinna á friðsamlegan hátt eru óásættanlegar, alltaf og alls staðar,“ sagði utanríkisráðherra sem biðlaði einnig til sádiarabískra stjórnvalda um að bæta stöðu kvenna. Um Venesúela sagði Guðlaugur Þór að mannréttindaráðið þyrfti að krefjast þess að lýðræði verði komið aftur á friðsamlega og að mannúðaraðstoð komist til þeirra sem þarfnast hennar. Vakti ráðherrann sérstaka athygli á réttindum hinsegin fólks og sagði fréttir af ofbeldisverkum gegn því í ríkjum eins og Téténíu og Tansaníu mikið áhyggjuefni. „Í þessu samhengi vil ég leggja áherslu á heit okkar um að skipa mannréttindum hinsegin fólks í öndvegi í setu okkar í mannréttindaráðinu,“ sagði Guðlaugur Þór.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. 4. desember 2018 17:53
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent