Ætla að stefna Mueller verði skýrslan ekki gerð opinber Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2019 10:40 Rannsókn Mueller hefur vofað yfir forsetatíð Trump forseta í hátt á annað ár. Vísir/EPA Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings segjast tilbúnir að stefna Robert Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, til að bera vitni fyrir þingnefnd ef ráðuneytið kýs að birta ekki skýrslu hans. Talið er að rannsókn Mueller á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump sé á lokametrunum. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Mueller gæti skilað skýrslu um rannsókn sína á næstu vikum. Það væri ákvörðun dómsmálaráðuneytisins hvort hún yrði birt opinberlega. William Barr, nýr dómsmálaráðherra sem Trump forseti tilnefndi, tók nýlega við völdum í ráðuneytinu. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar, segir að ef ráðuneytið veitir Bandaríkjaþingi ekki aðgang að niðurstöðum Mueller í heild sinni séu demókratar bæði tilbúnir að stefna Mueller til að koma fyrir nefndina og krefjast birtingar hennar fyrir dómi. „Á endanum held ég að ráðuneytið skilji að þau verða að gera þetta opinbert. Ég held að Barr muni skilja það á endanum líka,“ sagði Schiff í sjónvarpsviðtali í gær. Samkvæmt reglum dómsmálaráðuneytisins á skýrsla Mueller að vera trúnaðarskjal um alla þá sem voru ákærðir í rannsókninni en einnig aðra sem komu við sögu en voru ekki ákærðir. Eftir að skýrslan berst er það ráðherrans að láta þingið vita af því að rannsókninni sé lokið, að sögn Washington Post. Þegar Barr kom fyrir þingnefnd áður en hann var staðfestur í embætti sagði hann það markmið sitt að veita „eins mikið gegnsæi og ég get í samræmi við lög“. Rannsókn Mueller hefur staðið yfir í tæp tvö ár. Hann var skipaður sérstakur rannsakandi ráðuneytisins í kjölfar þess að Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí árið 2017. FBI hafði þá rannsakað meint samráð framboðs Trump við Rússa. Mueller-rannsóknin hefur einnig beinst að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15 Eiga von á að Mueller skili skýrslu sinni í næstu viku CNN greinir frá því að dómsmálaráðherrann William Barr muni greina frá skilum á skýrslunni í næstu viku. 20. febrúar 2019 19:28 Mueller ekki við það að klára Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, mun ekki skila skýrslu um rannsókn sína í næstu viku. 23. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Sjá meira
Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings segjast tilbúnir að stefna Robert Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, til að bera vitni fyrir þingnefnd ef ráðuneytið kýs að birta ekki skýrslu hans. Talið er að rannsókn Mueller á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump sé á lokametrunum. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Mueller gæti skilað skýrslu um rannsókn sína á næstu vikum. Það væri ákvörðun dómsmálaráðuneytisins hvort hún yrði birt opinberlega. William Barr, nýr dómsmálaráðherra sem Trump forseti tilnefndi, tók nýlega við völdum í ráðuneytinu. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar, segir að ef ráðuneytið veitir Bandaríkjaþingi ekki aðgang að niðurstöðum Mueller í heild sinni séu demókratar bæði tilbúnir að stefna Mueller til að koma fyrir nefndina og krefjast birtingar hennar fyrir dómi. „Á endanum held ég að ráðuneytið skilji að þau verða að gera þetta opinbert. Ég held að Barr muni skilja það á endanum líka,“ sagði Schiff í sjónvarpsviðtali í gær. Samkvæmt reglum dómsmálaráðuneytisins á skýrsla Mueller að vera trúnaðarskjal um alla þá sem voru ákærðir í rannsókninni en einnig aðra sem komu við sögu en voru ekki ákærðir. Eftir að skýrslan berst er það ráðherrans að láta þingið vita af því að rannsókninni sé lokið, að sögn Washington Post. Þegar Barr kom fyrir þingnefnd áður en hann var staðfestur í embætti sagði hann það markmið sitt að veita „eins mikið gegnsæi og ég get í samræmi við lög“. Rannsókn Mueller hefur staðið yfir í tæp tvö ár. Hann var skipaður sérstakur rannsakandi ráðuneytisins í kjölfar þess að Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí árið 2017. FBI hafði þá rannsakað meint samráð framboðs Trump við Rússa. Mueller-rannsóknin hefur einnig beinst að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15 Eiga von á að Mueller skili skýrslu sinni í næstu viku CNN greinir frá því að dómsmálaráðherrann William Barr muni greina frá skilum á skýrslunni í næstu viku. 20. febrúar 2019 19:28 Mueller ekki við það að klára Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, mun ekki skila skýrslu um rannsókn sína í næstu viku. 23. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Sjá meira
Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15
Eiga von á að Mueller skili skýrslu sinni í næstu viku CNN greinir frá því að dómsmálaráðherrann William Barr muni greina frá skilum á skýrslunni í næstu viku. 20. febrúar 2019 19:28
Mueller ekki við það að klára Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, mun ekki skila skýrslu um rannsókn sína í næstu viku. 23. febrúar 2019 09:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent