Afar skiptar skoðanir á fimm ára dómi í „hræðilegu máli“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2019 15:05 Líkamsárásin átti sér stað á Shooters þar sem dyravörðurinn starfaði. Staðnum hefur síðan verið lokuð en lögreglu hefur starfsemi þar til rannsóknar í ótengdu máli. Vísir/Vilhelm Dyravörður á kampavínsklúbbnum Shooters verður háður öðrum um aldur og ævi eftir líkamsárás sumarið 2018. Árásarmaðurinn fékk fimm ára fangelsisdóm í héraðsdómi í gær. Verjandi telur dóminn of þungan, réttargæslumaður er sáttur við dóminn, saksóknari sömuleiðis en vinur og reyndur dyravörður er hneykslaður. Sigurður Örn Hilmarsson, réttargæslumaður dyravarðarins, segir að erfitt geti reynst að sækja þær sex milljónir króna sem dyraverðinum voru dæmdar í bætur. Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi Arturs, segir dóminn þungan, ekki síst gegn neitun árásarmannsins að hafa ráðist að dyraverðinum með afleiðingunum hrikalegu. Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Artur Pawel í dómsal. Við hlið hans situr Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi hans.Vísir/Vilhelm Reyndu að flýja Árásin átti sér stað á Shooters aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst. Ítarlega hefur verið fjallað um aðdragandann hér á Vísi en atburðarásin er að mestu skýr, enda að stærstum hluta til á upptöku sem blaðamaður sá við aðalmeðferðina í dómsal. Artur Pawel Wisocki, Pólverji sem hafði aðeins verið í skamman tíma við vinnu á Íslandi, var úti á lífinu með kunningjum. Þeim sinnaðist við dyraverði á Shooters og yfirgáfu staðinn. Eftir að hafa hitt tvo samlanda sína á Hressó sneru þeir aftur á Shooters. Tveir dyraverðir Shooters reyndu að flýja inn þegar þeir sáu þá koma. Annar var dreginn út á götu af nokkrum en Artur Pawel elti hinn inn á staðinn. Nokkrum sekúndum síðar lá dyravörðurinn við bakdyr staðarins og fann ekki fyrir fótum sínum. Árásarmaðurinn hélt áfram að slást áður en þeir flúðu af hólmi. Þeir voru handteknir síðar um nóttina. Álitaefnið í málinu var hvort Artur hefði hrint dyraverðinum annars vegar með þeim afleiðingum að hann lamaðist. Þá var hann sömuleiðis ákærður fyrir að hafa ráðist frekar á hann þar sem hann lá. Dyravörðurinn sagði Artur hafa hrint sér og myndbandsupptökur bentu sterklega til þess án þess að það sæist berum augum. „Á myndbandinu sést að ákærði reynir að ná taki á brotaþola en tekst það ekki. Skömmu síðar sést hvernig ákærði nær brotaþola nokkru áður en komið er að tröppunum sem liggja að útidyrunum. Á myndbandinu sést ákærði hrinda brotaþola sem í framhaldinu steypist fram fyrir sig og ofan í tröppurnar og ákærði á eftir,“ segir í dómnum sem Arngrímur Ísberg kvað upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Var Artur sakfelldur fyrir líkamsárás sem leiddi til þeirrar afleiðingar að dyravörðurinn er lamaður fyrir lífstíð. Hann var sýknaður af seinni hlutanum en engar upptökur eru til af því sem gerðist sekúndurnar eftir að Artur virtist hrinda dyraverðinum. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson bauð fram fyrir Miðflokkinn í Reykjavík í fyrra.Fréttablaðið/Ernir „Laus eftir 2-3 ár“ Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi dyravörður og sérfræðingur í áfallahjálp, telur dóminn skömm í íslensku samfélagi. Hann segir svo í færslu á Facebook: „Félagi minn er lamaður eftir þessa árás og líf hans verður gjörbreytt, hann mun þurfa aðstoð allt sitt líf. Árásarmaðurinn fær fimm ár fyrir verknaðinn og er laus líklega eftir 2 til 3 ár. Miskabætur munu aldrei bæta líf hans. Dómurinn er mesta skömm í íslensku samfélagi og dómskerfi. Í raun komast menn upp með það að örkumla fólk!“ Í samtali við Fréttablaðið segir hann dóminn senda hrikaleg skilaboð út í samfélagið. Þeir þekktust í gegnum dyravörslu og Sveinn hefur heimsótt hann í endurhæfinguna á Grensás. „Ég heimsótti hann og gat ósköp lítið gert annað en taka í höndina á honum, strjúka honum um kollinn og segja honum að hann væri ekki einn,“ segir Sveinn. Hann hafi verið hrærður en búinn að átta sig á því að hann verði lamaður það sem eftir sé.„Þetta er strákur sem keppti í kraftlyftingum og er hörkunagli. Þeir fóru með offorsi að honum og ætluðu sér að gera þetta. Það er það sem er orðið svo hættulegt í dag.“„Líf hans verður aldrei samt“Sigurður Örn Hilmarsson, réttargæslumaður dyravarðarins, segir ljóst að skjólstæðingur hans hafi orðið fyrir tjóni sem aldrei verði bætt fyrir dómstólum.„Það er ljóst að hann varð fyrir hræðilegu líkamstjóni sem mun gjörbreyta lífi hans og hann verður öðrum háður um aldur og ævi,“ segir Sigurður.Sigurður Örn Hilmarsson, réttargæslumaður dyravarðarins.„Líf hans verður aldrei samt.“Hvað niðurstöðu dómsins varðar telur Sigurður að dyravörðurinn hafi fengið sitt réttlæti að því marki sem dómstólarnir geti gefið honum.„Dómurinn viðurkenndi að árásarmaðurinn bæri ábyrgð á þessu varanlega líkamstjóni sem hann hafði orðið fyrir. Það gerir honum kleift að endurheimta einhverjar bætur, hvort sem er úr bótasjóði þolenda afbrota eða úr hendi árásarmannsins, þegar umfang tjónsins liggur fyrir.“Þá segir Sigurður Örn að miskabæturnar, sex milljónir króna, séu með því allra hæsta sem hafi verið dæmdar fyrir íslenskum dómstólum - ef ekki það hæsta. „Ástæðan er auðvitað sú að það er varla hægt að verða fyrir alvarlegra tjóni en að verða lamaður fyrir lífstíð.“Bótasjóður þolenda setur þriggja milljóna króna hámark á miskabætur og fimm milljóna króna hámark á líkamstjón. Milljónirnar sex sem dæmdar voru verði því ekki auðsóttar.„Við munum leita allra ráða til að hann fái sem allra hæstar bætur. Þetta er auðvitað hræðilegt mál í alla staði.“Dyraverðir sýndu mikla samstöðu í kjölfar árásarinnar og komu meðal annars saman fyrir utan Shooters og lögðu hanska sína á tröppurnar fyrir framan næturklúbbinn.VísirVerjandi telur dóminn of þungan Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, sótti málið en ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá embættinu, sagði í samtali við Mbl.is í gær að dómurinn hefði verið í samræmi við það sem lagt hefði verið upp með.Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi Arturs, segir í samtali við Vísi að dómnum hafi þegar verið áfrýjað.Annars vegar telur hann refsinguna of þunga. Hins vegar hafi Artur neitaði því að hafa veist að dyraverðinum inni á staðnum með þessum afleiðingum. Við þetta má bæta að hinn dyravörðurinn fékk 600 þúsund krónur í bætur fyrir líkamsárásina fyrir utan staðinn þar sem hann átti við ofurefli að etja. Árásarmaðurinn fékk sex mánaða dóm en sú árás var sögð ofsafengin og dyraverðinum til happs að hann var klæddur í þykka úlpu. Sá hefur síðan látið af dyravörslu og segist hafa borið þungan andlegan skaða af árásinni.Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Reykjavík Tengdar fréttir Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Artur Pawel Visocki hefur verið dæmdur í fimm ára fanelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst á síðasta ári. 20. febrúar 2019 11:45 Líkamsárásin á Shooters: Gengu fram af mikilli heift að mati dómara Artur Pawel Wisocki og David Kornacki, gengu fram af mikilli heift er réðust að tveimur dyravörðum fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í ágúst síðastliðnum að mati dómara í málinu 20. febrúar 2019 15:22 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Dyravörður á kampavínsklúbbnum Shooters verður háður öðrum um aldur og ævi eftir líkamsárás sumarið 2018. Árásarmaðurinn fékk fimm ára fangelsisdóm í héraðsdómi í gær. Verjandi telur dóminn of þungan, réttargæslumaður er sáttur við dóminn, saksóknari sömuleiðis en vinur og reyndur dyravörður er hneykslaður. Sigurður Örn Hilmarsson, réttargæslumaður dyravarðarins, segir að erfitt geti reynst að sækja þær sex milljónir króna sem dyraverðinum voru dæmdar í bætur. Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi Arturs, segir dóminn þungan, ekki síst gegn neitun árásarmannsins að hafa ráðist að dyraverðinum með afleiðingunum hrikalegu. Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Artur Pawel í dómsal. Við hlið hans situr Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi hans.Vísir/Vilhelm Reyndu að flýja Árásin átti sér stað á Shooters aðfaranótt sunnudagsins 26. ágúst. Ítarlega hefur verið fjallað um aðdragandann hér á Vísi en atburðarásin er að mestu skýr, enda að stærstum hluta til á upptöku sem blaðamaður sá við aðalmeðferðina í dómsal. Artur Pawel Wisocki, Pólverji sem hafði aðeins verið í skamman tíma við vinnu á Íslandi, var úti á lífinu með kunningjum. Þeim sinnaðist við dyraverði á Shooters og yfirgáfu staðinn. Eftir að hafa hitt tvo samlanda sína á Hressó sneru þeir aftur á Shooters. Tveir dyraverðir Shooters reyndu að flýja inn þegar þeir sáu þá koma. Annar var dreginn út á götu af nokkrum en Artur Pawel elti hinn inn á staðinn. Nokkrum sekúndum síðar lá dyravörðurinn við bakdyr staðarins og fann ekki fyrir fótum sínum. Árásarmaðurinn hélt áfram að slást áður en þeir flúðu af hólmi. Þeir voru handteknir síðar um nóttina. Álitaefnið í málinu var hvort Artur hefði hrint dyraverðinum annars vegar með þeim afleiðingum að hann lamaðist. Þá var hann sömuleiðis ákærður fyrir að hafa ráðist frekar á hann þar sem hann lá. Dyravörðurinn sagði Artur hafa hrint sér og myndbandsupptökur bentu sterklega til þess án þess að það sæist berum augum. „Á myndbandinu sést að ákærði reynir að ná taki á brotaþola en tekst það ekki. Skömmu síðar sést hvernig ákærði nær brotaþola nokkru áður en komið er að tröppunum sem liggja að útidyrunum. Á myndbandinu sést ákærði hrinda brotaþola sem í framhaldinu steypist fram fyrir sig og ofan í tröppurnar og ákærði á eftir,“ segir í dómnum sem Arngrímur Ísberg kvað upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Var Artur sakfelldur fyrir líkamsárás sem leiddi til þeirrar afleiðingar að dyravörðurinn er lamaður fyrir lífstíð. Hann var sýknaður af seinni hlutanum en engar upptökur eru til af því sem gerðist sekúndurnar eftir að Artur virtist hrinda dyraverðinum. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson bauð fram fyrir Miðflokkinn í Reykjavík í fyrra.Fréttablaðið/Ernir „Laus eftir 2-3 ár“ Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi dyravörður og sérfræðingur í áfallahjálp, telur dóminn skömm í íslensku samfélagi. Hann segir svo í færslu á Facebook: „Félagi minn er lamaður eftir þessa árás og líf hans verður gjörbreytt, hann mun þurfa aðstoð allt sitt líf. Árásarmaðurinn fær fimm ár fyrir verknaðinn og er laus líklega eftir 2 til 3 ár. Miskabætur munu aldrei bæta líf hans. Dómurinn er mesta skömm í íslensku samfélagi og dómskerfi. Í raun komast menn upp með það að örkumla fólk!“ Í samtali við Fréttablaðið segir hann dóminn senda hrikaleg skilaboð út í samfélagið. Þeir þekktust í gegnum dyravörslu og Sveinn hefur heimsótt hann í endurhæfinguna á Grensás. „Ég heimsótti hann og gat ósköp lítið gert annað en taka í höndina á honum, strjúka honum um kollinn og segja honum að hann væri ekki einn,“ segir Sveinn. Hann hafi verið hrærður en búinn að átta sig á því að hann verði lamaður það sem eftir sé.„Þetta er strákur sem keppti í kraftlyftingum og er hörkunagli. Þeir fóru með offorsi að honum og ætluðu sér að gera þetta. Það er það sem er orðið svo hættulegt í dag.“„Líf hans verður aldrei samt“Sigurður Örn Hilmarsson, réttargæslumaður dyravarðarins, segir ljóst að skjólstæðingur hans hafi orðið fyrir tjóni sem aldrei verði bætt fyrir dómstólum.„Það er ljóst að hann varð fyrir hræðilegu líkamstjóni sem mun gjörbreyta lífi hans og hann verður öðrum háður um aldur og ævi,“ segir Sigurður.Sigurður Örn Hilmarsson, réttargæslumaður dyravarðarins.„Líf hans verður aldrei samt.“Hvað niðurstöðu dómsins varðar telur Sigurður að dyravörðurinn hafi fengið sitt réttlæti að því marki sem dómstólarnir geti gefið honum.„Dómurinn viðurkenndi að árásarmaðurinn bæri ábyrgð á þessu varanlega líkamstjóni sem hann hafði orðið fyrir. Það gerir honum kleift að endurheimta einhverjar bætur, hvort sem er úr bótasjóði þolenda afbrota eða úr hendi árásarmannsins, þegar umfang tjónsins liggur fyrir.“Þá segir Sigurður Örn að miskabæturnar, sex milljónir króna, séu með því allra hæsta sem hafi verið dæmdar fyrir íslenskum dómstólum - ef ekki það hæsta. „Ástæðan er auðvitað sú að það er varla hægt að verða fyrir alvarlegra tjóni en að verða lamaður fyrir lífstíð.“Bótasjóður þolenda setur þriggja milljóna króna hámark á miskabætur og fimm milljóna króna hámark á líkamstjón. Milljónirnar sex sem dæmdar voru verði því ekki auðsóttar.„Við munum leita allra ráða til að hann fái sem allra hæstar bætur. Þetta er auðvitað hræðilegt mál í alla staði.“Dyraverðir sýndu mikla samstöðu í kjölfar árásarinnar og komu meðal annars saman fyrir utan Shooters og lögðu hanska sína á tröppurnar fyrir framan næturklúbbinn.VísirVerjandi telur dóminn of þungan Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, sótti málið en ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá embættinu, sagði í samtali við Mbl.is í gær að dómurinn hefði verið í samræmi við það sem lagt hefði verið upp með.Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi Arturs, segir í samtali við Vísi að dómnum hafi þegar verið áfrýjað.Annars vegar telur hann refsinguna of þunga. Hins vegar hafi Artur neitaði því að hafa veist að dyraverðinum inni á staðnum með þessum afleiðingum. Við þetta má bæta að hinn dyravörðurinn fékk 600 þúsund krónur í bætur fyrir líkamsárásina fyrir utan staðinn þar sem hann átti við ofurefli að etja. Árásarmaðurinn fékk sex mánaða dóm en sú árás var sögð ofsafengin og dyraverðinum til happs að hann var klæddur í þykka úlpu. Sá hefur síðan látið af dyravörslu og segist hafa borið þungan andlegan skaða af árásinni.Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Reykjavík Tengdar fréttir Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Artur Pawel Visocki hefur verið dæmdur í fimm ára fanelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst á síðasta ári. 20. febrúar 2019 11:45 Líkamsárásin á Shooters: Gengu fram af mikilli heift að mati dómara Artur Pawel Wisocki og David Kornacki, gengu fram af mikilli heift er réðust að tveimur dyravörðum fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í ágúst síðastliðnum að mati dómara í málinu 20. febrúar 2019 15:22 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Artur Pawel Visocki hefur verið dæmdur í fimm ára fanelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst á síðasta ári. 20. febrúar 2019 11:45
Líkamsárásin á Shooters: Gengu fram af mikilli heift að mati dómara Artur Pawel Wisocki og David Kornacki, gengu fram af mikilli heift er réðust að tveimur dyravörðum fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í ágúst síðastliðnum að mati dómara í málinu 20. febrúar 2019 15:22