Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 13:00 Elsa María Guðlaugs Drífudóttir er formaður LÍS. Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. Fjöldi fólks hefur boðað komu sína á viðburðinn en Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS, segir í samtali við Vísi að hugmyndin að verkfallinu komi frá hinni 16 ára gömlu Gretu Thunberg frá Svíþjóð. „Hún hóf það að stunda skólaverkföll fyrir loftslagið í Svíþjóð. Hún vakti mjög mikla alþjóðlega athygli og fór til dæmis á loftslagsráðstefnuna í Póllandi. Hún hefur verið ötull talsmaður og er helsti frontur þessa verkfalla sem hafa svo borist frá Svíþjóð út um allan heim, meðal annars til Bretlands, Belgíu, Ástralíu og fleiri staða,“ segir Elsa. Hún segir stúdenta og nemendur fara í verkfall til þess að krefjast aukinna aðgerða til að koma megi fyrir frekari hlýnun jarðar og að hlýnuninni sé haldið innan 1,5 gráðu á heimsvísu.Stórkostlegt að sjá samstilltar aðgerðir á heimsvísu „Það er stórkostlegt að sjá svona samstilltar aðgerðir á heimsvísu og það var bara ekki spurning um það að Íslendingar þyrftu að taka þátt í þessari vitundarvakningu og þessum stórkostlegu aðgerðum og þessari samstöðu sem verður til við þetta,“ segir Elsa. Ríkisstjórnin hefur sett sér aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þar sem kveðið er á um að stórauka fé til aðgerða í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Elsa bendir á að milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna reiknast til að verja þurfi um 2,5 prósentum af heimsframleiðslu á ári til ársins 2035 til að halda hlýnun innan 1,5 gráðu. „En eins og það lítur ekki út fyrir að það verði eytt nema 0,05 prósentum af þjóðarframleiðslu hér á landi sem er í skammarlegt,“ segir Elsa sem tekur þó fram að það sé jákvætt að fá fram aðgerðaáætlun stjórnvalda. „Í rauninni erum við glöð að sjá viðleitni frá ríkisstjórninni og þetta er jákvætt að fá svona aðgerðaáætlun og heyra að þau eru að vinna í þessu en í rauninni snýst verkfallið um að betur má ef duga skal. Framhaldsskólanemendur og stúdentar eru mjög stór hluti þeirra sem munu taka við það er verið að gera okkur grikk með því að bæta ekki í í dag. Við erum að taka þetta svolítið í okkar hendur með því að gera þetta.“ Elsa segir að allir séu velkomnir í verkfallið þó að þeir séu hvorki stúdentar né nemendur í framhaldsskóla þar sem loftslagsmál snerti vissulega alla.Nánari upplýsingar um verkfallið má nálgast hér. Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. Fjöldi fólks hefur boðað komu sína á viðburðinn en Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS, segir í samtali við Vísi að hugmyndin að verkfallinu komi frá hinni 16 ára gömlu Gretu Thunberg frá Svíþjóð. „Hún hóf það að stunda skólaverkföll fyrir loftslagið í Svíþjóð. Hún vakti mjög mikla alþjóðlega athygli og fór til dæmis á loftslagsráðstefnuna í Póllandi. Hún hefur verið ötull talsmaður og er helsti frontur þessa verkfalla sem hafa svo borist frá Svíþjóð út um allan heim, meðal annars til Bretlands, Belgíu, Ástralíu og fleiri staða,“ segir Elsa. Hún segir stúdenta og nemendur fara í verkfall til þess að krefjast aukinna aðgerða til að koma megi fyrir frekari hlýnun jarðar og að hlýnuninni sé haldið innan 1,5 gráðu á heimsvísu.Stórkostlegt að sjá samstilltar aðgerðir á heimsvísu „Það er stórkostlegt að sjá svona samstilltar aðgerðir á heimsvísu og það var bara ekki spurning um það að Íslendingar þyrftu að taka þátt í þessari vitundarvakningu og þessum stórkostlegu aðgerðum og þessari samstöðu sem verður til við þetta,“ segir Elsa. Ríkisstjórnin hefur sett sér aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þar sem kveðið er á um að stórauka fé til aðgerða í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Elsa bendir á að milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna reiknast til að verja þurfi um 2,5 prósentum af heimsframleiðslu á ári til ársins 2035 til að halda hlýnun innan 1,5 gráðu. „En eins og það lítur ekki út fyrir að það verði eytt nema 0,05 prósentum af þjóðarframleiðslu hér á landi sem er í skammarlegt,“ segir Elsa sem tekur þó fram að það sé jákvætt að fá fram aðgerðaáætlun stjórnvalda. „Í rauninni erum við glöð að sjá viðleitni frá ríkisstjórninni og þetta er jákvætt að fá svona aðgerðaáætlun og heyra að þau eru að vinna í þessu en í rauninni snýst verkfallið um að betur má ef duga skal. Framhaldsskólanemendur og stúdentar eru mjög stór hluti þeirra sem munu taka við það er verið að gera okkur grikk með því að bæta ekki í í dag. Við erum að taka þetta svolítið í okkar hendur með því að gera þetta.“ Elsa segir að allir séu velkomnir í verkfallið þó að þeir séu hvorki stúdentar né nemendur í framhaldsskóla þar sem loftslagsmál snerti vissulega alla.Nánari upplýsingar um verkfallið má nálgast hér.
Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10