Brýnt að foreldrar setji mörk um leikjaspilun Ari Brynjólfsson skrifar 20. febrúar 2019 06:00 Nemendur í Háaleitisskóla fóru að spila borðspil eftir að skólastjórnendur bönnuðu tölvuleikjaspilun á bókasafni skólans. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri hafi óheftan aðgang að tölvu og geri fátt annað utan veggja skóla en að spila tölvuleikinn Fortnite. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að foreldrar eigi ekki að hika við að setja mörk. „Það eru dæmi um að börn hætti að mæta á íþróttaæfingar eða hætti að fara út með vinum sínum því þau eru alltaf að spila þennan leik,“ segir Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir á BUGL. „Þau eru þá að missa af mikilvægri þroskahvetjandi virkni. Skjátími getur verið þroskahvetjandi þegar honum er stillt í hóf, en slæmur og þroskaletjandi í óhófi,“ segir Björn Hann segir mikla spilun geta haft slæm áhrif á félagslegan þroska og samskiptafærni barna. Þegar um er að ræða tilfelli þar sem barn hefur spilað í óhófi árum saman eigi það á hættu að verða greint með leikjaröskun. Skólastjóri Háaleitisskóla segir aðeins hafa þurft leiðbeiningar til að snúa nemendum frá tölvuleikjum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir mikla umræðu meðal foreldra um leikinn. Það þurfi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að börn spili leiki sem ætlaðir eru þeirra aldurshópi ef þau sinna námi, vinum, borði hollt og sofi nóg. „Um leið og börn eru farin að fela notkunina ítrekað, gera sér upp veikindi til að spila og vanrækja þessa grunnþætti þá þarf að grípa í taumana.“ Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að þar hafi margir áhyggjur af óheftum aðgangi barna að tölvuleikjum og netinu utan skólans. Dæmi séu um að börn allt niður í átta ára spili leikinn án eftirlits. „Þetta er samt bara einn angi af stóru máli sem varðar oft óheftan aðgang barna að neti og tölvuleikjum og þar þurfum við fullorðna fólkið að vera meðvituð,“ segir Arndís. Í Háaleitisskóla komust skólastjórnendur að því nýverið að börn voru í leikjum í tölvunum á bókasafninu. Í kjölfarið voru settar upp leiðbeiningar við tölvurnar um að þær séu aðeins ætlaðar til verkefnavinnu. Hanna G. Birgisdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla, segir að það hafi skipt sköpum. „Það var eins og nemendurnir hefðu orðið fegnir þegar við bönnuðum tölvuleikina. Þau fóru öll að spila borðspil og við þurftum að auka við spilasafnið.“ Segir hún að börn vilji að þeim séu sett mörk. „Við trúðum þessu ekki. Eitt lítið spjald og við erum hætt að sjá þau spila tölvuleiki. Fullorðna fólkið þarf að setja sig í stellingar og þora að taka afstöðu með börnunum og gegn óheftum aðgangi að tölvuleikjum.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Borðspil Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri hafi óheftan aðgang að tölvu og geri fátt annað utan veggja skóla en að spila tölvuleikinn Fortnite. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að foreldrar eigi ekki að hika við að setja mörk. „Það eru dæmi um að börn hætti að mæta á íþróttaæfingar eða hætti að fara út með vinum sínum því þau eru alltaf að spila þennan leik,“ segir Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir á BUGL. „Þau eru þá að missa af mikilvægri þroskahvetjandi virkni. Skjátími getur verið þroskahvetjandi þegar honum er stillt í hóf, en slæmur og þroskaletjandi í óhófi,“ segir Björn Hann segir mikla spilun geta haft slæm áhrif á félagslegan þroska og samskiptafærni barna. Þegar um er að ræða tilfelli þar sem barn hefur spilað í óhófi árum saman eigi það á hættu að verða greint með leikjaröskun. Skólastjóri Háaleitisskóla segir aðeins hafa þurft leiðbeiningar til að snúa nemendum frá tölvuleikjum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir mikla umræðu meðal foreldra um leikinn. Það þurfi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að börn spili leiki sem ætlaðir eru þeirra aldurshópi ef þau sinna námi, vinum, borði hollt og sofi nóg. „Um leið og börn eru farin að fela notkunina ítrekað, gera sér upp veikindi til að spila og vanrækja þessa grunnþætti þá þarf að grípa í taumana.“ Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að þar hafi margir áhyggjur af óheftum aðgangi barna að tölvuleikjum og netinu utan skólans. Dæmi séu um að börn allt niður í átta ára spili leikinn án eftirlits. „Þetta er samt bara einn angi af stóru máli sem varðar oft óheftan aðgang barna að neti og tölvuleikjum og þar þurfum við fullorðna fólkið að vera meðvituð,“ segir Arndís. Í Háaleitisskóla komust skólastjórnendur að því nýverið að börn voru í leikjum í tölvunum á bókasafninu. Í kjölfarið voru settar upp leiðbeiningar við tölvurnar um að þær séu aðeins ætlaðar til verkefnavinnu. Hanna G. Birgisdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla, segir að það hafi skipt sköpum. „Það var eins og nemendurnir hefðu orðið fegnir þegar við bönnuðum tölvuleikina. Þau fóru öll að spila borðspil og við þurftum að auka við spilasafnið.“ Segir hún að börn vilji að þeim séu sett mörk. „Við trúðum þessu ekki. Eitt lítið spjald og við erum hætt að sjá þau spila tölvuleiki. Fullorðna fólkið þarf að setja sig í stellingar og þora að taka afstöðu með börnunum og gegn óheftum aðgangi að tölvuleikjum.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Borðspil Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira