Segir almenna borgara ekki geta beitt sömu afsökunum og ríkið beiti Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2019 13:13 Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi harðlega á Alþingi í morgun að enn væri ekki byrjað að greiða öryrkjum leiðréttingar vegna ólöglegra búsetuskerðinga á bótum þeirra. Félagsmálaráðherra sagði engan vafa leika á að leiðrétta ætti greiðslurnar en tíma tæki að reikna út leiðréttingu hvers og eins. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu um mitt ár í fyrra að Tryggingastofnun hafi ekki verið heimilt að skerða örorkubætur allt frá árinu 2009 hjá fólki sem hafði tímabundið búið eða dvalið í öðrum löndum á evrópska efnahagssvæðinu og hafa stofnunin og stjórnvöld viðurkennt að ekki var farið að lögum. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun væri ekki enn farin að greiða leiðréttingar aftur í tímann. „En þegar það á að fara að endurgreiða þetta, þá er það svo flókið. Þegar einstaklingur brýtur lög gagnvart banka eða ríkinu, getur hann þá sagt ég ætla ekki að borga næstu átján mánuði eða svo af því þetta er svo flókið fyrir mig að reikna þetta út.“Ásmundur Einar Daðason.VísirSpurði Guðmundur Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra hvers vegna ekki væri farið að greiða út þessar leiðréttingar til fólks sem vegna þeirra hafi þurft að lifa á 18 til 80 þúsund krónum á mánuði undanfarin ár. Nú þegar væri farið að greiða út réttar bætur í upphafi hvers mánaðar, sem byggðu á sömu upplýsingum frá systurstofnunum í öðrum löndum og leiðréttingar ættu að byggja á. Ráðherra sagði Tryggingastofnun hafa sett fram áætlun um með hvaða hætti leiðréttingarnar verði greiddar út. „Þar sem að gert er ráð fyrir að það þurfi að hafa samband við systurstofnanir Tryggingastofnunar í þeim löndum sem að einstaklingarnir sem þetta varðar hafa búið í. Hann gerði ráð fyrir að Tryggingastofnun reyndi að vinna þetta eins hratt og mögulegt væri. „Og við þurfum að safna þessum upplýsingum og við þurfum að afla okkur fjárheimilda síðan fyrir þeim. Vera viss um að það rúmist innan þess fjárramma sem að ráðuneytið hefur,“ sagði Ásmundur Einar Daðason „Fjármálaráðherra er búinn að segja að það á að borga þetta. Ef fólk átti þennan rétt þá á bara að borga. Það þarf enga heimild. Við erum að tala um fólk sem ætti að vera með 200 þúsund útborgaðar en eru kannski með 18 til áttatíu þúsund,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson. Alþingi Félagsmál Flokkur fólksins Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi harðlega á Alþingi í morgun að enn væri ekki byrjað að greiða öryrkjum leiðréttingar vegna ólöglegra búsetuskerðinga á bótum þeirra. Félagsmálaráðherra sagði engan vafa leika á að leiðrétta ætti greiðslurnar en tíma tæki að reikna út leiðréttingu hvers og eins. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu um mitt ár í fyrra að Tryggingastofnun hafi ekki verið heimilt að skerða örorkubætur allt frá árinu 2009 hjá fólki sem hafði tímabundið búið eða dvalið í öðrum löndum á evrópska efnahagssvæðinu og hafa stofnunin og stjórnvöld viðurkennt að ekki var farið að lögum. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun væri ekki enn farin að greiða leiðréttingar aftur í tímann. „En þegar það á að fara að endurgreiða þetta, þá er það svo flókið. Þegar einstaklingur brýtur lög gagnvart banka eða ríkinu, getur hann þá sagt ég ætla ekki að borga næstu átján mánuði eða svo af því þetta er svo flókið fyrir mig að reikna þetta út.“Ásmundur Einar Daðason.VísirSpurði Guðmundur Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra hvers vegna ekki væri farið að greiða út þessar leiðréttingar til fólks sem vegna þeirra hafi þurft að lifa á 18 til 80 þúsund krónum á mánuði undanfarin ár. Nú þegar væri farið að greiða út réttar bætur í upphafi hvers mánaðar, sem byggðu á sömu upplýsingum frá systurstofnunum í öðrum löndum og leiðréttingar ættu að byggja á. Ráðherra sagði Tryggingastofnun hafa sett fram áætlun um með hvaða hætti leiðréttingarnar verði greiddar út. „Þar sem að gert er ráð fyrir að það þurfi að hafa samband við systurstofnanir Tryggingastofnunar í þeim löndum sem að einstaklingarnir sem þetta varðar hafa búið í. Hann gerði ráð fyrir að Tryggingastofnun reyndi að vinna þetta eins hratt og mögulegt væri. „Og við þurfum að safna þessum upplýsingum og við þurfum að afla okkur fjárheimilda síðan fyrir þeim. Vera viss um að það rúmist innan þess fjárramma sem að ráðuneytið hefur,“ sagði Ásmundur Einar Daðason „Fjármálaráðherra er búinn að segja að það á að borga þetta. Ef fólk átti þennan rétt þá á bara að borga. Það þarf enga heimild. Við erum að tala um fólk sem ætti að vera með 200 þúsund útborgaðar en eru kannski með 18 til áttatíu þúsund,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson.
Alþingi Félagsmál Flokkur fólksins Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent