Inga Sæland nánast á brókinni í gegnum hliðið í Leifsstöð Jakob Bjarnar skrifar 5. mars 2019 16:47 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, greindi frá persónulegri reynslu sinni, vandræðum í Leifsstöð í umræðum um Schengen-samninginn. Vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gefur ekki mikið fyrir það að Schengen-samstarfið auðveldi ferðalög fólks; hún þurfi að nánast að fara í gegnum hliðið í Leifsstöð á brókinni einni og þá greindi hún frá því að hún hafi tapað þar forláta hring. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi nú fyrr í dag. Þar var skýrsla ráðherra um Schengen-samninginn rædd. Inga steig í ræðustól og vildi tala um þetta út frá persónulegri reynslu fremur en tölum og hinu stóra samhengi hlutanna. Hún segir að Schengen-samningurinn hafi ekkert auðveldað flæði eins og til stóð með því að ekki þyrfti að hafa uppi vegabréf við öll tækifæri.Tapaði forláta hring á Leifsstöð „Við eigum öll að vera klár með passann. Ef við skyldum vera spurð. Ef við skyldum nú einhvern veginn vekja þannig athygli á flugvellinum að eftirlitsaðilar þar skyldu óska eftir því að við gerðum deili á okkur. En svo einkennilegt sem það nú er, þá hef ég verið að ferðast talsvert innan þessa Schengen-svæðis. Og það liggur við að maður sé beinlínis á brókinni þegar maður er að ganga í gegnum hliðið,“ sagði Inga. Og Inga hélt áfram að lýsa reynslu sinni af því að fara um flugstöðina, eflaust nokkuð sem margur getur tengt við sem þar hefur átt leið um. „Maður tekur af sér hringinn, maður fer úr skónum, þarf að taka af sér gleraugun liggur við, eyrnalokkarnir og allt saman og svo ég bæti því við að meira að segja skildi ég hringinn minn glæsilega eftir í dallinum í Keflavík. Ég einfaldlega gleymdi honum. Ég bjóst ekki við því að vera klædd úr hringunum líka. Þannig að hvað er svona merkilegt við það þó að bætt sé við vegabréfinu líka? Hver er það sem býður heim til sín án þess að vita hver það er sem kemur inn um dyrnar?“Þarf að sýna skilríki fljúgi hún innanlands Inga sagðist sannarlega vilja bjóða öllum í heimsókn, hingað komi hátt í þrjár milljónir ferðamanna á ári og þeir séu hjartanlega velkomnir. Að hjálpa okkur að byggja upp frábært hagkerfi. „Ekki megum við týna þessari öflugustu tekjulind. En, hamingjan sanna. Mér finnst þetta vera orðinn hálfgerður tvískinnungur. Ég þarf meira að segja að sýna skilríki þegar ég flýg til Akureyrar. Þó ég tali íslensku lýtalaust og harða norðlensku. Þá trúir því enginn að ég sé Íslendingur. Þá þarf ég að sýna skilríki þegar ég flýg til Akureyrar. Við verðum aðeins að fara að lempa þetta til.Ef það á að fara að strippa okkur svona eins og gert er alltaf þegar við þurfum að fljúga innan Schengen-svæðisins, þá finnst mér nú bara allt í lagi að sýna vegabréf. Ég get ekki séð neitt því til fyrirstöðu,“ sem telur einsýnt að Schengen-samningurinn er ekki að þjóna hlutverki sínu, ekki í því er snýr að því að auðvelda ferðalögin. Alþingi Flokkur fólksins Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gefur ekki mikið fyrir það að Schengen-samstarfið auðveldi ferðalög fólks; hún þurfi að nánast að fara í gegnum hliðið í Leifsstöð á brókinni einni og þá greindi hún frá því að hún hafi tapað þar forláta hring. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi nú fyrr í dag. Þar var skýrsla ráðherra um Schengen-samninginn rædd. Inga steig í ræðustól og vildi tala um þetta út frá persónulegri reynslu fremur en tölum og hinu stóra samhengi hlutanna. Hún segir að Schengen-samningurinn hafi ekkert auðveldað flæði eins og til stóð með því að ekki þyrfti að hafa uppi vegabréf við öll tækifæri.Tapaði forláta hring á Leifsstöð „Við eigum öll að vera klár með passann. Ef við skyldum vera spurð. Ef við skyldum nú einhvern veginn vekja þannig athygli á flugvellinum að eftirlitsaðilar þar skyldu óska eftir því að við gerðum deili á okkur. En svo einkennilegt sem það nú er, þá hef ég verið að ferðast talsvert innan þessa Schengen-svæðis. Og það liggur við að maður sé beinlínis á brókinni þegar maður er að ganga í gegnum hliðið,“ sagði Inga. Og Inga hélt áfram að lýsa reynslu sinni af því að fara um flugstöðina, eflaust nokkuð sem margur getur tengt við sem þar hefur átt leið um. „Maður tekur af sér hringinn, maður fer úr skónum, þarf að taka af sér gleraugun liggur við, eyrnalokkarnir og allt saman og svo ég bæti því við að meira að segja skildi ég hringinn minn glæsilega eftir í dallinum í Keflavík. Ég einfaldlega gleymdi honum. Ég bjóst ekki við því að vera klædd úr hringunum líka. Þannig að hvað er svona merkilegt við það þó að bætt sé við vegabréfinu líka? Hver er það sem býður heim til sín án þess að vita hver það er sem kemur inn um dyrnar?“Þarf að sýna skilríki fljúgi hún innanlands Inga sagðist sannarlega vilja bjóða öllum í heimsókn, hingað komi hátt í þrjár milljónir ferðamanna á ári og þeir séu hjartanlega velkomnir. Að hjálpa okkur að byggja upp frábært hagkerfi. „Ekki megum við týna þessari öflugustu tekjulind. En, hamingjan sanna. Mér finnst þetta vera orðinn hálfgerður tvískinnungur. Ég þarf meira að segja að sýna skilríki þegar ég flýg til Akureyrar. Þó ég tali íslensku lýtalaust og harða norðlensku. Þá trúir því enginn að ég sé Íslendingur. Þá þarf ég að sýna skilríki þegar ég flýg til Akureyrar. Við verðum aðeins að fara að lempa þetta til.Ef það á að fara að strippa okkur svona eins og gert er alltaf þegar við þurfum að fljúga innan Schengen-svæðisins, þá finnst mér nú bara allt í lagi að sýna vegabréf. Ég get ekki séð neitt því til fyrirstöðu,“ sem telur einsýnt að Schengen-samningurinn er ekki að þjóna hlutverki sínu, ekki í því er snýr að því að auðvelda ferðalögin.
Alþingi Flokkur fólksins Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira