Lá deyjandi í mýri þegar henni var komið til bjargar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. mars 2019 20:00 Batahorfur álftarinnar eru taldar góðar. Álft sem festi gogginn í áldós fyrir um viku síðan var lögst niður til þess að deyja þegar henni var komið til hjálpar. Dósin var klippt af og er álftinni nú hjúkrað í Húsdýragarðinum. Vistfræðingur kennir hirðuleysi mannanna um raunir álftarinnar. Talið er að álftin hafi fest gogginn í dósinni fyrir um viku síðan og líklegt þykir að dósin hafi rifnað þegar álftin reyndi að berja hana af sér. Íbúar við Urriðaholtsvatn létu vita af álftinni og fóru starfsmenn Náttúrufræðistofnunar á svæðið í morgun. „Við fundum álftina þar sem hún lá uppi í mýri, deyjandi. Hún var búin að leggjast fyrir og var að fram komin. En síðan með góðra manna hjálp fékkst lánaður bátur og skipstjóri og við sigldum álftina uppi á Urriðakotsvatni, þar sem hún var," segir Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. „Við náðum henni, klipptum dósina af og skiljum hana nú eftir hérna í húsdýragarðinum."Sjá einnig: Álftin laus við Red Bull dósina og komin í HúsdýragarðinnDósin sem festist á álftnni.„Goggurinn gekk hérna inn. Neðri skoltur, og alveg niður að kjaftvikum. Þetta er blóð og afskurður úr kjaftikinu," segir Ólafur og sýnir dósina. Þrátt fyrir að álftin hafi ekki getað nærst í nokkra daga var hún í ágætum holdum og mældist átta kíló í morgun en það er við neðri mörk meðalþyngdar fuglsins. Tungan slapp og þótt sárin á skoltinum séu nokkuð djúp eru batahorfur ágætar. „Hér í friði og ró ættu sárin að gróa. Ef hún étur eðlilega ætti hún að eiga lengri lífdaga auðið," segir hann. Ólafur segir raunir álftarinnar vera ágætis áminningu. „Þetta er stundar hirðuleysi. Einhver er að drekka orkudrykk. Þgar hann er búinn úr dollunni, án þess að hugsa um afleiðingarnar, kastar hann henni frá sér. Hvar sem það var. Eftirleikurinn er þessi. Álftarkjáninn festir gogginn í þessu og hefur liðið fyrir í meira en viku," segir Ólafur. Dýr Garðabær Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Álft sem festi gogginn í áldós fyrir um viku síðan var lögst niður til þess að deyja þegar henni var komið til hjálpar. Dósin var klippt af og er álftinni nú hjúkrað í Húsdýragarðinum. Vistfræðingur kennir hirðuleysi mannanna um raunir álftarinnar. Talið er að álftin hafi fest gogginn í dósinni fyrir um viku síðan og líklegt þykir að dósin hafi rifnað þegar álftin reyndi að berja hana af sér. Íbúar við Urriðaholtsvatn létu vita af álftinni og fóru starfsmenn Náttúrufræðistofnunar á svæðið í morgun. „Við fundum álftina þar sem hún lá uppi í mýri, deyjandi. Hún var búin að leggjast fyrir og var að fram komin. En síðan með góðra manna hjálp fékkst lánaður bátur og skipstjóri og við sigldum álftina uppi á Urriðakotsvatni, þar sem hún var," segir Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. „Við náðum henni, klipptum dósina af og skiljum hana nú eftir hérna í húsdýragarðinum."Sjá einnig: Álftin laus við Red Bull dósina og komin í HúsdýragarðinnDósin sem festist á álftnni.„Goggurinn gekk hérna inn. Neðri skoltur, og alveg niður að kjaftvikum. Þetta er blóð og afskurður úr kjaftikinu," segir Ólafur og sýnir dósina. Þrátt fyrir að álftin hafi ekki getað nærst í nokkra daga var hún í ágætum holdum og mældist átta kíló í morgun en það er við neðri mörk meðalþyngdar fuglsins. Tungan slapp og þótt sárin á skoltinum séu nokkuð djúp eru batahorfur ágætar. „Hér í friði og ró ættu sárin að gróa. Ef hún étur eðlilega ætti hún að eiga lengri lífdaga auðið," segir hann. Ólafur segir raunir álftarinnar vera ágætis áminningu. „Þetta er stundar hirðuleysi. Einhver er að drekka orkudrykk. Þgar hann er búinn úr dollunni, án þess að hugsa um afleiðingarnar, kastar hann henni frá sér. Hvar sem það var. Eftirleikurinn er þessi. Álftarkjáninn festir gogginn í þessu og hefur liðið fyrir í meira en viku," segir Ólafur.
Dýr Garðabær Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira