Óska umsagna um framtíðina Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. mars 2019 07:00 Smári stýrir framtíðarnefnd forsætisráðherra. Þar sem Þingmenn úr öllum flokkum sitja í. Fréttablaðið/Anton Brink Framtíðarnefnd forsætisráðherra óskar eftir umsögnum frá almenningi um hvað hann telji framtíðina bera í skauti sér á ýmsum sviðum samfélagsins og hvaða aðgerða stjórnvöld geti gripið til í því skyni að undirbúa þjóðina betur fyrir þær. „Við erum að leita eftir því hvaða breytingum mismunandi hópar í samfélaginu geri ráð fyrir á komandi áratugum og hvaða aðgerða hægt væri að grípa til núna til að við séum betur undirbúin sem þjóð,“ segir Smári McCarthy, formaður framtíðarnefndarinnar sem skipuð er þingmönnum úr öllum flokkum. Meðal spurninga sem nefndin veltir upp í samráðsgátt stjórnvalda er hvaða þróun sé að eiga sér stað í samfélaginu og hvaða áhrif sú þróun muni hafa á fjárhagsstöðu ríkisins á næstu 15 til 20 árum. „Það er alveg ljóst að enginn getur spáð fyrir um framtíðina, en það eru samt ágætis líkur á því að sameiginlegur skilningur fólks úr mismunandi áttum eigi eftir að ríma við komandi framtíð að einhverju leyti,“ segir Smári og bætir við: „Ef við getum ekki komist hjá því að hafa rangt fyrir okkur er best að við höfum rangt fyrir okkur á eins gagnlegan hátt og hægt er. Við erum því að leita til sérfræðinga og ýmissa samtaka og stofnana, ásamt því að spyrja almenning álits. Svo vonum við að tvennt gerist í kjölfarið: annars vegar vakni upp umræða um mikilvægi þess að hafa skýra framtíðarsýn og hins vegar muni svörin hjálpa okkur að finna út hvaða möguleika við höfum, hvaða hættur leynast og hvaða aðgerðir eru heppilegastar til að tryggja okkur sem besta hugsanlega framtíð.“ Framtíðarnefndin hefur skipt verkefnum sínum í þrjár lotur og í fyrstu lotunni leitar hún eftir hugmyndum almennings um fyrsta viðfangsefnið sem lýtur að þróun samfélagsins á sviðum atvinnu-, umhverfis-, byggða- og lýðfræðiþátta og hvernig áhrif þróunin getur haft á fjárhagsstöðu ríkisins. Næstu lotur munu snúa annars vegar að loftslagsmálum og hins vegar jöfnuði og lífsgæðum. Auk samráðs við almenning aflar nefndin upplýsinga frá sérfræðingum á hverju sviði og fundar með sérfræðingum bæði innlendum og erlendum. „Markmiðið er að við sendum frá okkur stuttar skýrslur um hverja og eina verkefnalotu, með tillögum um þá sameiginlegu framtíðarsýn sem verður til í þessu samráði.“ Hugmyndin að framtíðarnefnd hefur oft verið viðruð á Íslandi, sérstaklega í kjölfar efnahagshrunsins og í kjölfar þess að áhrif loftslagsbreytinga urðu ljósari. Framtíðarnefndir eru starfandi víða í Evrópu og hafa Íslendingar sem haldið hafa hugmyndinni á lofti einkum bent til framtíðarnefndar finnska þingsins. „Þetta gæti orðið ein af nefndum þingsins, en fyrst þurfum við að sanna að svona nefnd geti gert gagn og eigi rétt á sér,“ segir Smári. Umsagnir til nefndarinnar eru sendar í samráðsgátt stjórnvalda á vef Stjórnarráðsins. Frestur til að senda umsögn rennur út 10. mars. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Framtíðarnefnd forsætisráðherra óskar eftir umsögnum frá almenningi um hvað hann telji framtíðina bera í skauti sér á ýmsum sviðum samfélagsins og hvaða aðgerða stjórnvöld geti gripið til í því skyni að undirbúa þjóðina betur fyrir þær. „Við erum að leita eftir því hvaða breytingum mismunandi hópar í samfélaginu geri ráð fyrir á komandi áratugum og hvaða aðgerða hægt væri að grípa til núna til að við séum betur undirbúin sem þjóð,“ segir Smári McCarthy, formaður framtíðarnefndarinnar sem skipuð er þingmönnum úr öllum flokkum. Meðal spurninga sem nefndin veltir upp í samráðsgátt stjórnvalda er hvaða þróun sé að eiga sér stað í samfélaginu og hvaða áhrif sú þróun muni hafa á fjárhagsstöðu ríkisins á næstu 15 til 20 árum. „Það er alveg ljóst að enginn getur spáð fyrir um framtíðina, en það eru samt ágætis líkur á því að sameiginlegur skilningur fólks úr mismunandi áttum eigi eftir að ríma við komandi framtíð að einhverju leyti,“ segir Smári og bætir við: „Ef við getum ekki komist hjá því að hafa rangt fyrir okkur er best að við höfum rangt fyrir okkur á eins gagnlegan hátt og hægt er. Við erum því að leita til sérfræðinga og ýmissa samtaka og stofnana, ásamt því að spyrja almenning álits. Svo vonum við að tvennt gerist í kjölfarið: annars vegar vakni upp umræða um mikilvægi þess að hafa skýra framtíðarsýn og hins vegar muni svörin hjálpa okkur að finna út hvaða möguleika við höfum, hvaða hættur leynast og hvaða aðgerðir eru heppilegastar til að tryggja okkur sem besta hugsanlega framtíð.“ Framtíðarnefndin hefur skipt verkefnum sínum í þrjár lotur og í fyrstu lotunni leitar hún eftir hugmyndum almennings um fyrsta viðfangsefnið sem lýtur að þróun samfélagsins á sviðum atvinnu-, umhverfis-, byggða- og lýðfræðiþátta og hvernig áhrif þróunin getur haft á fjárhagsstöðu ríkisins. Næstu lotur munu snúa annars vegar að loftslagsmálum og hins vegar jöfnuði og lífsgæðum. Auk samráðs við almenning aflar nefndin upplýsinga frá sérfræðingum á hverju sviði og fundar með sérfræðingum bæði innlendum og erlendum. „Markmiðið er að við sendum frá okkur stuttar skýrslur um hverja og eina verkefnalotu, með tillögum um þá sameiginlegu framtíðarsýn sem verður til í þessu samráði.“ Hugmyndin að framtíðarnefnd hefur oft verið viðruð á Íslandi, sérstaklega í kjölfar efnahagshrunsins og í kjölfar þess að áhrif loftslagsbreytinga urðu ljósari. Framtíðarnefndir eru starfandi víða í Evrópu og hafa Íslendingar sem haldið hafa hugmyndinni á lofti einkum bent til framtíðarnefndar finnska þingsins. „Þetta gæti orðið ein af nefndum þingsins, en fyrst þurfum við að sanna að svona nefnd geti gert gagn og eigi rétt á sér,“ segir Smári. Umsagnir til nefndarinnar eru sendar í samráðsgátt stjórnvalda á vef Stjórnarráðsins. Frestur til að senda umsögn rennur út 10. mars.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira