Tóku niður tjaldið og yfirgáfu Austurvöll af öryggisástæðum Ari Brynjólfsson skrifar 19. mars 2019 07:45 Hælisleitendurnir lentu í átökum við lögreglu þegar þeir reyndu að tjalda í byrjun síðustu viku. Þeir fengu leyfi fyrir tjaldinu hjá borgaryfirvöldum en það var afturkallað. Tjaldið var fjarlægt í gærkvöldi. Fréttablaðið/Stefán Búið er að taka niður tjaldið á Austurvelli. Hælisleitendurnir sem héldu þar til í rúma viku eru farnir. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá No Borders-samtökunum segir í samtali við Fréttablaðið að ástæðan sé heilsuleysi hælisleitendanna, bæði andlegt og líkamlegt, og mikil útlendingaandúð sem þau hafi orðið vör við undanfarna viku. „Það voru nokkrir byrjaðir að veikjast þannig að okkur leist ekkert á blikuna þó að þeir sjálfir vildu vera áfram. En svo var búið að vera mikið af fólki með útlendingaandúð á Austurvelli, sérstaklega í gær,“ segir Elínborg Harpa. „Þetta er ekki bara á samfélagsmiðlum, það er lifandi fólk á Austurvelli sem kemur og er með dólg. Á hverjum degi.“ Sem dæmi nefnir hún að hælisleitandi hafi verið kýldur í síðustu viku, fólk hafi tekið þá upp á myndband, brotið flöskur fyrir utan tjaldið og ögrað þeim með niðrandi ummælum um íslam. Hælisleitendurnir hugðust ekki fjarlægja tjaldið fyrr en stjórnvöld höfðu mætt kröfum þeirra. Ekki fleiri brottvísanir, Dyflinnarreglugerðinni verði ekki beitt, þeir fái rétt til að vinna, aðgang að heilbrigðisþjónustu og að Ásbrú verði lokað. „Ég vil bara fá að búa hérna í friði alveg eins og þið. Það er búið að vera stríð í heimalandinu mínu í þrjátíu ár, ég vil fara þangað aftur en það er ekki hægt eins og er, á meðan vil ég fá að búa hér. Þar sem er friður,“ segir Ali, hælisleitandi á þrítugsaldri frá Afganistan. „Ég vil komast frá Ásbrú. Við erum algjörlega einangraðir þar, við gerum ekki neitt nema bíða,“ segir Þeir vilja fá húsnæði nær Reykjavík til að geta átt í samskiptum við aðra. Vikupeningar upp á rúmar átta þúsund krónur dugi skammt þar sem farið til Reykjavíkur kosti helminginn af því. Nokkur ótti er meðal þeirra um ð vera vísað úr landi ef þeir koma fram í fjölmiðlum. Tveir mótmælendanna hafi fengið neikvæðan úrskurð hjá kærunefnd útlendingamála og tveir handteknir. Elínborg segir að þau muni halda baráttunni áfram. „Við erum ekki hætt. Við erum að skipuleggja fleiri aðgerðir næstu daga. Við sættum okkur heldur ekki við að saklausir menn sitji í fangelsi.“ Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04 Köld nótt að baki hjá mótmælendum sem gistu á Austurvelli Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli. 13. mars 2019 10:44 Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 „Dettur helst í hug að öllum sé sama um okkur“ Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast meðþeim að samningaborðinu. 16. mars 2019 20:30 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Búið er að taka niður tjaldið á Austurvelli. Hælisleitendurnir sem héldu þar til í rúma viku eru farnir. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá No Borders-samtökunum segir í samtali við Fréttablaðið að ástæðan sé heilsuleysi hælisleitendanna, bæði andlegt og líkamlegt, og mikil útlendingaandúð sem þau hafi orðið vör við undanfarna viku. „Það voru nokkrir byrjaðir að veikjast þannig að okkur leist ekkert á blikuna þó að þeir sjálfir vildu vera áfram. En svo var búið að vera mikið af fólki með útlendingaandúð á Austurvelli, sérstaklega í gær,“ segir Elínborg Harpa. „Þetta er ekki bara á samfélagsmiðlum, það er lifandi fólk á Austurvelli sem kemur og er með dólg. Á hverjum degi.“ Sem dæmi nefnir hún að hælisleitandi hafi verið kýldur í síðustu viku, fólk hafi tekið þá upp á myndband, brotið flöskur fyrir utan tjaldið og ögrað þeim með niðrandi ummælum um íslam. Hælisleitendurnir hugðust ekki fjarlægja tjaldið fyrr en stjórnvöld höfðu mætt kröfum þeirra. Ekki fleiri brottvísanir, Dyflinnarreglugerðinni verði ekki beitt, þeir fái rétt til að vinna, aðgang að heilbrigðisþjónustu og að Ásbrú verði lokað. „Ég vil bara fá að búa hérna í friði alveg eins og þið. Það er búið að vera stríð í heimalandinu mínu í þrjátíu ár, ég vil fara þangað aftur en það er ekki hægt eins og er, á meðan vil ég fá að búa hér. Þar sem er friður,“ segir Ali, hælisleitandi á þrítugsaldri frá Afganistan. „Ég vil komast frá Ásbrú. Við erum algjörlega einangraðir þar, við gerum ekki neitt nema bíða,“ segir Þeir vilja fá húsnæði nær Reykjavík til að geta átt í samskiptum við aðra. Vikupeningar upp á rúmar átta þúsund krónur dugi skammt þar sem farið til Reykjavíkur kosti helminginn af því. Nokkur ótti er meðal þeirra um ð vera vísað úr landi ef þeir koma fram í fjölmiðlum. Tveir mótmælendanna hafi fengið neikvæðan úrskurð hjá kærunefnd útlendingamála og tveir handteknir. Elínborg segir að þau muni halda baráttunni áfram. „Við erum ekki hætt. Við erum að skipuleggja fleiri aðgerðir næstu daga. Við sættum okkur heldur ekki við að saklausir menn sitji í fangelsi.“
Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04 Köld nótt að baki hjá mótmælendum sem gistu á Austurvelli Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli. 13. mars 2019 10:44 Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 „Dettur helst í hug að öllum sé sama um okkur“ Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast meðþeim að samningaborðinu. 16. mars 2019 20:30 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04
Köld nótt að baki hjá mótmælendum sem gistu á Austurvelli Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli. 13. mars 2019 10:44
Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37
Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55
„Dettur helst í hug að öllum sé sama um okkur“ Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast meðþeim að samningaborðinu. 16. mars 2019 20:30