Útvarpssendarnir eru ekki hættulegir fólki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. mars 2019 06:45 Tíu metra hátt fjarskiptamastur er á Úlfarsfelli í dag. Nýja mastrið verður 50 metra hátt en uppsetningin hefur skapað deilur. Fréttablaðið/Vilhelm „Almenningur á að njóta vafans þótt þetta sé langt frá því að vera hættulegt,“ segir Elísabet D. Ólafsdóttir, aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins, aðspurð um hugsanlega skaðsemi vegna geislunar frá fjarskiptamastri á Úlfarsfelli. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær samþykkti borgarráð deiliskipulag sem felur í sér uppsetningu á 50 metra háu fjarskiptamastri á Úlfarsfelli. „Að reisa 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúðahverfi er forkastanlegt,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins. Áhyggjur Vigdísar voru í gær ræddar á Facebook-síðu Eðlisfræðifélags Íslands. Þar segir að ekki þurfi að óttast útvarps- eða örbylgjur. „Rétt eins og með bóluefni hafa þó sprottið upp réttmætar vangaveltur um mögulega skaðsemi útvarpsgeisla. Rétt eins og með bóluefni hafa því verið gerðar ítarlegar rannsóknir á mögulegum venslum örbylgju- og útvarpsgeislunar við heilsubresti fólks. Rétt eins og með bóluefni eru niðurstöðurnar á þann veg að engin markverð vensl hafa fundist þrátt fyrir ítarlega leit,“ segir á síðu Eðlisfræðifélagsins. Elísabet segir að á árinu 2014 hafi að kröfu Geislavarna ríkisins verið sett upp girðing í átta metra fjarlægð frá núverandi fjarskiptamastri á Úlfarsfelli eftir að mæling sýndi gildi nærri viðmiðunarmörkum. Hún undirstrikar að viðmiðunarmörk séu alls ekki það sama og hættumörk. „Þetta þýðir bara að fólk má ekki vera þar að staðaldri. En það er ekki vísindalega staðfest að þetta valdi hættu,“ ítrekar Elísabet. Vigdís segir að almenningur eigi að njóta vafans. „Það er enginn óskeikull,“ bendir borgarfulltrúinn á. Málið eigi sér rætur allt aftur til ársins 2012 er mastur hafi verið sett upp í óleyfi á Úlfarsfelli. „Ég bara vísa í umsagnir þar sem er varað við því að hafa þetta svona nálægt byggð og það voru mikil mótmæli gegn þessu í Kópavogi á sínum tíma,“ segir Vigdís. Að auki muni fylgja gríðarleg sjónmengun. „Við erum að tala um risamastur uppi á toppi.“ Baldur Borgþórsson, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði, segir gagnrýnivert að þrátt fyrir faglegt mat um að besta staðsetningin fyrir mastrið væri í Þverfellshorni í Esjunni hafi borgin elt hagsmuni einkaaðila fram yfir hagsmuni íbúa. Sérstaklega sé ámælisvert að ein rökin í málinu séu að þegar væri búnaður á Úlfarsfelli. Sá búnaður hafi verið settur upp í óleyfi. Baldur vísar til mælinganna sem gerðar voru á Úlfarsfelli og nefndar eru hér að framan. Ekki sé undarlegt að íbúarnir séu tortryggnir. „Það virðist enginn vera að tala máli borgaranna þannig að ég tók það að mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vigdís óttast geislun af mastri á Úlfarsfelli Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur fagnar því að fjarskiptaþjónusta verði loks tryggð með fullnægjandi hætti með nýju deiliskipulagi á Úlfarsfelli. Fulltrúi Miðflokksins óttast áhrif geislunar á íbúa í nágrenninu. Meirihlutinn vísar á bug "hræðsluáróðri, rangfærslum og dylgjum“. 18. mars 2019 08:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
„Almenningur á að njóta vafans þótt þetta sé langt frá því að vera hættulegt,“ segir Elísabet D. Ólafsdóttir, aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins, aðspurð um hugsanlega skaðsemi vegna geislunar frá fjarskiptamastri á Úlfarsfelli. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær samþykkti borgarráð deiliskipulag sem felur í sér uppsetningu á 50 metra háu fjarskiptamastri á Úlfarsfelli. „Að reisa 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúðahverfi er forkastanlegt,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins. Áhyggjur Vigdísar voru í gær ræddar á Facebook-síðu Eðlisfræðifélags Íslands. Þar segir að ekki þurfi að óttast útvarps- eða örbylgjur. „Rétt eins og með bóluefni hafa þó sprottið upp réttmætar vangaveltur um mögulega skaðsemi útvarpsgeisla. Rétt eins og með bóluefni hafa því verið gerðar ítarlegar rannsóknir á mögulegum venslum örbylgju- og útvarpsgeislunar við heilsubresti fólks. Rétt eins og með bóluefni eru niðurstöðurnar á þann veg að engin markverð vensl hafa fundist þrátt fyrir ítarlega leit,“ segir á síðu Eðlisfræðifélagsins. Elísabet segir að á árinu 2014 hafi að kröfu Geislavarna ríkisins verið sett upp girðing í átta metra fjarlægð frá núverandi fjarskiptamastri á Úlfarsfelli eftir að mæling sýndi gildi nærri viðmiðunarmörkum. Hún undirstrikar að viðmiðunarmörk séu alls ekki það sama og hættumörk. „Þetta þýðir bara að fólk má ekki vera þar að staðaldri. En það er ekki vísindalega staðfest að þetta valdi hættu,“ ítrekar Elísabet. Vigdís segir að almenningur eigi að njóta vafans. „Það er enginn óskeikull,“ bendir borgarfulltrúinn á. Málið eigi sér rætur allt aftur til ársins 2012 er mastur hafi verið sett upp í óleyfi á Úlfarsfelli. „Ég bara vísa í umsagnir þar sem er varað við því að hafa þetta svona nálægt byggð og það voru mikil mótmæli gegn þessu í Kópavogi á sínum tíma,“ segir Vigdís. Að auki muni fylgja gríðarleg sjónmengun. „Við erum að tala um risamastur uppi á toppi.“ Baldur Borgþórsson, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði, segir gagnrýnivert að þrátt fyrir faglegt mat um að besta staðsetningin fyrir mastrið væri í Þverfellshorni í Esjunni hafi borgin elt hagsmuni einkaaðila fram yfir hagsmuni íbúa. Sérstaklega sé ámælisvert að ein rökin í málinu séu að þegar væri búnaður á Úlfarsfelli. Sá búnaður hafi verið settur upp í óleyfi. Baldur vísar til mælinganna sem gerðar voru á Úlfarsfelli og nefndar eru hér að framan. Ekki sé undarlegt að íbúarnir séu tortryggnir. „Það virðist enginn vera að tala máli borgaranna þannig að ég tók það að mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vigdís óttast geislun af mastri á Úlfarsfelli Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur fagnar því að fjarskiptaþjónusta verði loks tryggð með fullnægjandi hætti með nýju deiliskipulagi á Úlfarsfelli. Fulltrúi Miðflokksins óttast áhrif geislunar á íbúa í nágrenninu. Meirihlutinn vísar á bug "hræðsluáróðri, rangfærslum og dylgjum“. 18. mars 2019 08:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Vigdís óttast geislun af mastri á Úlfarsfelli Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur fagnar því að fjarskiptaþjónusta verði loks tryggð með fullnægjandi hætti með nýju deiliskipulagi á Úlfarsfelli. Fulltrúi Miðflokksins óttast áhrif geislunar á íbúa í nágrenninu. Meirihlutinn vísar á bug "hræðsluáróðri, rangfærslum og dylgjum“. 18. mars 2019 08:00