Rekstur lögreglubílaflotans í ólestri og sligi sum embættin Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. mars 2019 07:15 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Mikillar óánægju gætir hjá lögregluumdæmum landsins með rekstur Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Bílamiðstöðin hefur verið starfrækt hjá embættinu frá aldamótum og hafði það að markmiði að auka hagkvæmni með sameiginlegum rekstri bílaflotans fyrir allt landið. Það markmið mun hafa snúist upp í andhverfu sína og leiguverðið sem embættin greiði fyrir bílana hafi hækkað svo úr hófi að ekkert samræmi sé lengur milli raun- og rekstrarkostnaðar og fjárhæðanna sem renni til Bílamiðstöðvarinnar frá lögregluembættunum. Hjá minni embættunum sé um langstærsta útgjaldaliðinn að ræða, að frátöldum launakostnaði. Rekstur bílaflotans er nú til skoðunar hjá starfshópi sem ríkislögreglustjóri hefur sett saman. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri að vinnunni sé ekki lokið og úttekt ekki fyrirliggjandi. Stefnt sé að því að vinnunni ljúki á vormánuðum. Í starfshópnum sitja yfirlögregluþjónar af landinu öllu undir formennsku fulltrúa ríkislögreglustjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins liggur fyrir úttekt á rekstri Bílamiðstöðvarinnar sem sýnir að málin eru í algerum ólestri. Með úttektinni fylgir tillaga að framtíðarfyrirkomulagi og hefur hún verið kynnt fyrir lögreglustjórum allra lögregluumdæma. Aðeins yfirlögregluþjónar og lögreglustjórar hafa úttektina undir höndum og halda henni þétt að sér. Málið er sagt á viðkvæmu stigi og ljóst er að nokkur titringur er innan lögreglunnar vegna málsins. Heimildarmenn blaðsins segja fullvíst að rekstri Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra verði hætt. Finna verði nýtt fyrirkomulag fyrir reksturinn, enda sé orðið ódýrara fyrir lögregluembættin að vera á bílaleigubílum en eigin bílum. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins hefur hallarekstri á Bílamiðstöðinni á undanförnum árum verið varpað á embættin öll og hefur til dæmis haft þau áhrif sumstaðar að hámark hefur verið sett á leyfilegan akstur lögreglubíla – slíkt hafi bein áhrif á störf lögreglunnar. Þá herma heimildir blaðsins að rekstur Bílamiðstöðvarinnar sé ekki aðgreindur frá öðrum rekstri ríkislögreglustjóra og því ekki hlaupið að því að fá skýra yfirsýn yfir reksturinn. Mun óánægja lögreglustjóra og yfirlögregluþjóna um landið lúta annars vegar að því að fjárhæðirnar sem lögregluumdæmin greiða fyrir leigu á bílum sé ekki í samræmi við raunkostnað og rekstur bílanna og hins vegar gangi seint og illa að fá bíla endurnýjaða, þrátt fyrir háar fjárhæðir sem renni frá embættunum til ríkislögreglustjóra og embættin þurfi að notast við bæði gamla og mikið ekna bíla. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Mikillar óánægju gætir hjá lögregluumdæmum landsins með rekstur Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Bílamiðstöðin hefur verið starfrækt hjá embættinu frá aldamótum og hafði það að markmiði að auka hagkvæmni með sameiginlegum rekstri bílaflotans fyrir allt landið. Það markmið mun hafa snúist upp í andhverfu sína og leiguverðið sem embættin greiði fyrir bílana hafi hækkað svo úr hófi að ekkert samræmi sé lengur milli raun- og rekstrarkostnaðar og fjárhæðanna sem renni til Bílamiðstöðvarinnar frá lögregluembættunum. Hjá minni embættunum sé um langstærsta útgjaldaliðinn að ræða, að frátöldum launakostnaði. Rekstur bílaflotans er nú til skoðunar hjá starfshópi sem ríkislögreglustjóri hefur sett saman. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri að vinnunni sé ekki lokið og úttekt ekki fyrirliggjandi. Stefnt sé að því að vinnunni ljúki á vormánuðum. Í starfshópnum sitja yfirlögregluþjónar af landinu öllu undir formennsku fulltrúa ríkislögreglustjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins liggur fyrir úttekt á rekstri Bílamiðstöðvarinnar sem sýnir að málin eru í algerum ólestri. Með úttektinni fylgir tillaga að framtíðarfyrirkomulagi og hefur hún verið kynnt fyrir lögreglustjórum allra lögregluumdæma. Aðeins yfirlögregluþjónar og lögreglustjórar hafa úttektina undir höndum og halda henni þétt að sér. Málið er sagt á viðkvæmu stigi og ljóst er að nokkur titringur er innan lögreglunnar vegna málsins. Heimildarmenn blaðsins segja fullvíst að rekstri Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra verði hætt. Finna verði nýtt fyrirkomulag fyrir reksturinn, enda sé orðið ódýrara fyrir lögregluembættin að vera á bílaleigubílum en eigin bílum. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins hefur hallarekstri á Bílamiðstöðinni á undanförnum árum verið varpað á embættin öll og hefur til dæmis haft þau áhrif sumstaðar að hámark hefur verið sett á leyfilegan akstur lögreglubíla – slíkt hafi bein áhrif á störf lögreglunnar. Þá herma heimildir blaðsins að rekstur Bílamiðstöðvarinnar sé ekki aðgreindur frá öðrum rekstri ríkislögreglustjóra og því ekki hlaupið að því að fá skýra yfirsýn yfir reksturinn. Mun óánægja lögreglustjóra og yfirlögregluþjóna um landið lúta annars vegar að því að fjárhæðirnar sem lögregluumdæmin greiða fyrir leigu á bílum sé ekki í samræmi við raunkostnað og rekstur bílanna og hins vegar gangi seint og illa að fá bíla endurnýjaða, þrátt fyrir háar fjárhæðir sem renni frá embættunum til ríkislögreglustjóra og embættin þurfi að notast við bæði gamla og mikið ekna bíla.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira