Fundaði með fulltrúum Landsréttar og dómstólasýslunnar síðdegis í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. mars 2019 21:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra fundaði í dag með fulltrúum Landsréttar, dómstólasýslunnar og sérfræðingum dómsmálaráðuneytisins um næstu skref vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll á þriðjudaginn. Líkt og kunnugt er var ákveðið að fresta öllum dómsmálum í Landsrétti út þessa viku en í tilkynningu sem Landsréttur sendi frá sér í morgun kemur fram að frá og með mánudegi í næstu viku muni aðeins ellefu dómarar sinna dómstörfum. Dómararnir fjórir, sem voru ekki meðal þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við réttinn, munu þannig að svo stöddu ekki taka þátt í dómstörfum. Þá hefur dómstólasýslan farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands segir ljóst að enn sé uppi ákveðin óvissa um framhaldið. „Ég teldi skynsamlegt eins og staðan er núna að reyna að fá það á hreint hvort dómstóllinn tekur málið fyrir í yfirdeild og það er niðurstaða sem gæti legið fyrir kannski eftir nokkra mánuði,“ segir Björg. Hægt væri að brúa bilið fram að þeim tíma með því að það fjórir nýjir verði settir dómarar við réttinn í millitíðinni. „Mér finnst kannski óþarfi að grípa til varanlegra lausna núna þegar það er ekki endilega vitað hver verður niðurstaða yfirdeildar.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Kalla eftir fjölgun dómara við Landsrétt Dómstólasýslan hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. 15. mars 2019 18:43 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Sigríður afhenti Þórdísi lyklana að ráðuneytinu Treystir Þórdísi vel til að skapa frið um dómsmálaráðuneytið. 15. mars 2019 13:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra fundaði í dag með fulltrúum Landsréttar, dómstólasýslunnar og sérfræðingum dómsmálaráðuneytisins um næstu skref vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll á þriðjudaginn. Líkt og kunnugt er var ákveðið að fresta öllum dómsmálum í Landsrétti út þessa viku en í tilkynningu sem Landsréttur sendi frá sér í morgun kemur fram að frá og með mánudegi í næstu viku muni aðeins ellefu dómarar sinna dómstörfum. Dómararnir fjórir, sem voru ekki meðal þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við réttinn, munu þannig að svo stöddu ekki taka þátt í dómstörfum. Þá hefur dómstólasýslan farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands segir ljóst að enn sé uppi ákveðin óvissa um framhaldið. „Ég teldi skynsamlegt eins og staðan er núna að reyna að fá það á hreint hvort dómstóllinn tekur málið fyrir í yfirdeild og það er niðurstaða sem gæti legið fyrir kannski eftir nokkra mánuði,“ segir Björg. Hægt væri að brúa bilið fram að þeim tíma með því að það fjórir nýjir verði settir dómarar við réttinn í millitíðinni. „Mér finnst kannski óþarfi að grípa til varanlegra lausna núna þegar það er ekki endilega vitað hver verður niðurstaða yfirdeildar.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Kalla eftir fjölgun dómara við Landsrétt Dómstólasýslan hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. 15. mars 2019 18:43 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Sigríður afhenti Þórdísi lyklana að ráðuneytinu Treystir Þórdísi vel til að skapa frið um dómsmálaráðuneytið. 15. mars 2019 13:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Kalla eftir fjölgun dómara við Landsrétt Dómstólasýslan hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. 15. mars 2019 18:43
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30
Sigríður afhenti Þórdísi lyklana að ráðuneytinu Treystir Þórdísi vel til að skapa frið um dómsmálaráðuneytið. 15. mars 2019 13:12