Heimilislausir í Víðinesi eru uggandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. mars 2019 08:30 Svanur í herbergi sínu í Víðinesi með hundinn sinn. Fréttablaðið/Þórsteinn Íbúar í Víðinesi, tímabundnu úrræði fyrir heimilislausa, segjast ekki fá svör um framtíð sína frá Reykjavíkurborg. Svanur Elí Elíasson sem hefur búið í Víðinesi í dágóðan tíma segir íbúa upplifa afskiptaleysi borgaryfirvalda. „Við spyrjum reglulega um framtíð okkar en fáum engin svör,“ segir Svanur. „Ég á von á því að stýrihópur um stefnu í málefnum utangarðsfólks eða jaðarsettra einstaklinga leggi fram tillögur á fyrsta fundi velferðarráðs í apríl og þar verði tillögur varðandi Víðines. Það hefur verið til umræðu að auglýsa eftir aðilum til að reka þar áfangaheimili. Við höfum ekki verið að taka nýja íbúa inn og leggjum áherslu á að aðstoða þá sem eru þarna í dag til að finna varanlega lausn,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Víðines er úrræði fyrir fólk sem á við húsnæðis- og/eða vímuefnavanda að etja. Upphaf þess að Víðinesið var tekið í notkun var að hópur einstaklinga dvaldi á tjaldstæði í Laugardal við óviðunandi aðstæður. Víðines var í upphafi hugsað sem tímabundið neyðarhúsnæði til að koma fólki undir þak þar til önnur viðeigandi húsnæðislausn fyndist. Sett voru viðmið um dvöl íbúa. Að vera sjálfbærir um aðföng, vera húsnæðislausir og án húsaleigusamnings. Eitt af viðmiðunum var að auki að íbúarnir ættu ekki að hafa þörf fyrir ríka þjónustu, geta búið innan um aðra og glíma ekki við alvarlegan fíknivanda. Gerðir eru dvalarsamningar við íbúa til tveggja mánaða í senn. „Við, sem líkar vel búsetan hér, myndum vilja gera dvalarsamninga til lengri tíma til þess að fá húsnæðisuppbót og önnur réttindi sem fylgja fastari búsetu. Ég hef verið hér í dágóðan tíma og lít á Víðines sem heimili mitt. Þetta virkar hins vegar ekki fyrir alla, sumir eru einmana hér og þurfa félagsskap og einnig meiri sérfræðihjálp,“ segir Svanur sem gagnrýnir einnig að það sé fátt um fína drætti í félagslegri aðstoð til íbúanna. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Íbúar í Víðinesi, tímabundnu úrræði fyrir heimilislausa, segjast ekki fá svör um framtíð sína frá Reykjavíkurborg. Svanur Elí Elíasson sem hefur búið í Víðinesi í dágóðan tíma segir íbúa upplifa afskiptaleysi borgaryfirvalda. „Við spyrjum reglulega um framtíð okkar en fáum engin svör,“ segir Svanur. „Ég á von á því að stýrihópur um stefnu í málefnum utangarðsfólks eða jaðarsettra einstaklinga leggi fram tillögur á fyrsta fundi velferðarráðs í apríl og þar verði tillögur varðandi Víðines. Það hefur verið til umræðu að auglýsa eftir aðilum til að reka þar áfangaheimili. Við höfum ekki verið að taka nýja íbúa inn og leggjum áherslu á að aðstoða þá sem eru þarna í dag til að finna varanlega lausn,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Víðines er úrræði fyrir fólk sem á við húsnæðis- og/eða vímuefnavanda að etja. Upphaf þess að Víðinesið var tekið í notkun var að hópur einstaklinga dvaldi á tjaldstæði í Laugardal við óviðunandi aðstæður. Víðines var í upphafi hugsað sem tímabundið neyðarhúsnæði til að koma fólki undir þak þar til önnur viðeigandi húsnæðislausn fyndist. Sett voru viðmið um dvöl íbúa. Að vera sjálfbærir um aðföng, vera húsnæðislausir og án húsaleigusamnings. Eitt af viðmiðunum var að auki að íbúarnir ættu ekki að hafa þörf fyrir ríka þjónustu, geta búið innan um aðra og glíma ekki við alvarlegan fíknivanda. Gerðir eru dvalarsamningar við íbúa til tveggja mánaða í senn. „Við, sem líkar vel búsetan hér, myndum vilja gera dvalarsamninga til lengri tíma til þess að fá húsnæðisuppbót og önnur réttindi sem fylgja fastari búsetu. Ég hef verið hér í dágóðan tíma og lít á Víðines sem heimili mitt. Þetta virkar hins vegar ekki fyrir alla, sumir eru einmana hér og þurfa félagsskap og einnig meiri sérfræðihjálp,“ segir Svanur sem gagnrýnir einnig að það sé fátt um fína drætti í félagslegri aðstoð til íbúanna.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira