„Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2019 16:36 Sigríður Andersen þegar hún gekk út af Bessastöðum í dag. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum að hún hefði fulla trú á að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur takist að skapa þá ró sem vonast er til að færist yfir dómstólaráðuneytið. Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra í gær og sagðist gera það til að skapa frið um þær ákvarðanir sem þarf að taka í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu þess efnis að skipan dómara í Landsrétt færi gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagðist Sigríður Andersen stíga til hliðar til nokkra vikna en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það væri tímabundin ráðstöfun að setja Þórdísi Kolbrúnu í dómsmálaráðuneytið. Svaraði Bjarni því á Bessastöðum að hann liti á þetta sem ráðstöfun til nokkurra vikna. Sigríður sagði á Bessastöðum að hún ætlaði sér ekki að vera Þórdísi Kolbrúnu innan handar enda væri Sigríður í dag bara almennur þingmaður sem hefði ekki afskipti af störfum ráðherra. Þórdís mun sinna ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu ásamt dómsmálaráðuneytinu en Sigríður sagði að það gæti gengið upp til skamms tíma en sagði að það væri of mikið á eina manneskju lagt að ætla að sinna þessum ráðuneytum samtímis til framtíðar. Þórdís Kolbrún ræðir við fréttamenn fyrir utan Bessastaði.Vísir/Vilhelm Spurð hvort að það væri erfið stund að stíga út af fundi ríkisráðs í síðasta skiptið sagði Sigríður svo ekki vera. „Ég held að það sé bara þið fjölmiðlafólk sem haldið að þetta sé svo dramatískt,“ sagði Sigríður. Hún sagði að stjórnmálamenn í dag búist við sviptingum á hverjum degi og séu mun betur undir þær búnar en áður fyrr. Spurð hvort að Ísland ætti að segja sig frá Mannréttindadómstóli Evrópu sagðist hún ekki ætla að láta narra sig út í ummæli sem myndu valda uppnámi í samfélaginu. Hún vakti hins vegar athygli á því að dómstóllinn hefði undanfarið sætt gagnrýni fyrir framsækna lagatúlkun og taldi að menn ættu frekar að taka á því en að skella í lás. Störf hans og dómar hafi tekið breytingum frá stofnun hans og munu halda áfram á að þróast. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Ríkisstjórn Tengdar fréttir Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum að hún hefði fulla trú á að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur takist að skapa þá ró sem vonast er til að færist yfir dómstólaráðuneytið. Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra í gær og sagðist gera það til að skapa frið um þær ákvarðanir sem þarf að taka í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu þess efnis að skipan dómara í Landsrétt færi gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagðist Sigríður Andersen stíga til hliðar til nokkra vikna en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það væri tímabundin ráðstöfun að setja Þórdísi Kolbrúnu í dómsmálaráðuneytið. Svaraði Bjarni því á Bessastöðum að hann liti á þetta sem ráðstöfun til nokkurra vikna. Sigríður sagði á Bessastöðum að hún ætlaði sér ekki að vera Þórdísi Kolbrúnu innan handar enda væri Sigríður í dag bara almennur þingmaður sem hefði ekki afskipti af störfum ráðherra. Þórdís mun sinna ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu ásamt dómsmálaráðuneytinu en Sigríður sagði að það gæti gengið upp til skamms tíma en sagði að það væri of mikið á eina manneskju lagt að ætla að sinna þessum ráðuneytum samtímis til framtíðar. Þórdís Kolbrún ræðir við fréttamenn fyrir utan Bessastaði.Vísir/Vilhelm Spurð hvort að það væri erfið stund að stíga út af fundi ríkisráðs í síðasta skiptið sagði Sigríður svo ekki vera. „Ég held að það sé bara þið fjölmiðlafólk sem haldið að þetta sé svo dramatískt,“ sagði Sigríður. Hún sagði að stjórnmálamenn í dag búist við sviptingum á hverjum degi og séu mun betur undir þær búnar en áður fyrr. Spurð hvort að Ísland ætti að segja sig frá Mannréttindadómstóli Evrópu sagðist hún ekki ætla að láta narra sig út í ummæli sem myndu valda uppnámi í samfélaginu. Hún vakti hins vegar athygli á því að dómstóllinn hefði undanfarið sætt gagnrýni fyrir framsækna lagatúlkun og taldi að menn ættu frekar að taka á því en að skella í lás. Störf hans og dómar hafi tekið breytingum frá stofnun hans og munu halda áfram á að þróast.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Ríkisstjórn Tengdar fréttir Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30
Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07