Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2019 07:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, við komuna til landsins í morgun. Vísir/Sighvatur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. Ráðherrann var að koma af fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York og tók Sighvatur Jónsson, fréttamaður, á móti Katrínu á flugvellinum. „Ég er ekki að fara í viðtal núna. Ég tek fjölmiðlana einhvern tímann í hádegið,“ sagði Katrín við komuna til landsins en hún tjáði sig ekkert um málið í gær. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í gær að skipan dómara við Landsrétt hefði ekki verið í samræmi við grundvallarreglur réttarríkisins og skipanin bryti í bága við 6. grein Mannréttindasáttmálans þar sem kveðið er á um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar. Er málsmeðferð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, harðlega gagnrýnd í dómi MDE sem og málsmeðferð Alþingis. Fáir stjórnarliðar hafa viljað tjá sig um málið síðan dómurinn var kveðinn upp fyrir utan Sigríði sjálfa og Birgi Ármannsson, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Sigríður sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hún ætlaði ekki að segja af sér embætti ráðherra vegna dómsins og þá sagði Birgir að hann teldi dóminn engu breyta um stöðu Sigríðar innan ríkisstjórnarinnar.Uppfært: Myndband sem fylgdi þessari frétt þar sem heyra mátti orðaskipti fréttamanns og ráðherra, sem lesa má hér að ofan, var tekið úr birtingu þar sem vinnslan á því samrýmdist ekki ritstjórnarstefnu fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir brot Sigríðar Andersen vera svívirðilegt Ráðast þarf strax í aðgerðir eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Á. Andersen getur ekki verið hluti af þeim. Þetta er mat Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanns Pírata, og Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 12. mars 2019 19:48 Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. Ráðherrann var að koma af fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York og tók Sighvatur Jónsson, fréttamaður, á móti Katrínu á flugvellinum. „Ég er ekki að fara í viðtal núna. Ég tek fjölmiðlana einhvern tímann í hádegið,“ sagði Katrín við komuna til landsins en hún tjáði sig ekkert um málið í gær. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í gær að skipan dómara við Landsrétt hefði ekki verið í samræmi við grundvallarreglur réttarríkisins og skipanin bryti í bága við 6. grein Mannréttindasáttmálans þar sem kveðið er á um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar. Er málsmeðferð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, harðlega gagnrýnd í dómi MDE sem og málsmeðferð Alþingis. Fáir stjórnarliðar hafa viljað tjá sig um málið síðan dómurinn var kveðinn upp fyrir utan Sigríði sjálfa og Birgi Ármannsson, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Sigríður sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hún ætlaði ekki að segja af sér embætti ráðherra vegna dómsins og þá sagði Birgir að hann teldi dóminn engu breyta um stöðu Sigríðar innan ríkisstjórnarinnar.Uppfært: Myndband sem fylgdi þessari frétt þar sem heyra mátti orðaskipti fréttamanns og ráðherra, sem lesa má hér að ofan, var tekið úr birtingu þar sem vinnslan á því samrýmdist ekki ritstjórnarstefnu fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir brot Sigríðar Andersen vera svívirðilegt Ráðast þarf strax í aðgerðir eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Á. Andersen getur ekki verið hluti af þeim. Þetta er mat Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanns Pírata, og Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 12. mars 2019 19:48 Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Segir brot Sigríðar Andersen vera svívirðilegt Ráðast þarf strax í aðgerðir eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Á. Andersen getur ekki verið hluti af þeim. Þetta er mat Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanns Pírata, og Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 12. mars 2019 19:48
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04