Eftir bragðdauf jafntefli verður allt undir í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. mars 2019 16:45 Bæjarar þurfa að hafa góðar gætur á Mohamed Salah á Allianz Arena enda væri útivallarmark gulls ígildi fyrir Liverpool í kvöld. Getty/Rich Linley Það er allt undir í kvöld þegar tveir leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu. Í Barcelona taka heimamenn á móti franska liðinu Lyon og í Bæjaralandi mætir Jürgen Klopp með lærisveina sína í Liverpool á heimavöll Þýskalandsmeistaranna, Bayern München. Eftir markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna er það ljóst að útivallarmark er gulls ígildi í kvöld þó að vellirnir séu erfiðir heim að sækja fyrir Lyon og Liverpool. Silfurhafar síðasta árs, Liverpool, hafa verið að hökta í deildinni heima fyrir undanfarnar vikur en það ætti að henta þeim að geta setið aftar á vellinum og reynt að nýta hraða fremstu manna til að finna mikilvægt útivallarmark. Liverpool fær besta leikmann liðsins aftur inn, Virgil van Dijk, eftir að Hollendingurinn tók út leikbann í fyrri leik liðanna og er nokkuð víst að hann taki sér stöðu við hlið Joels Matip í miðri vörn Liverpool í kvöld. Ólíkt Liverpool hefur Bayern verið að nálgast sitt fyrra form og eru komnir á toppinn í þýsku deildinni. Niko Kovac, sem var undir mikilli pressu í byrjun tímabilsins, virðist hafa fundið lausnir því Bæjarar hafa unnið stórsigra í síðustu tveimur leikjum gegn Borussia Mönchengladbach og Wolfsburg, liðum sem eru að berjast um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili, samanlagt 11-1. Bayern hefur komist í undanúrslitin sex sinnum í síðustu sjö tilraunum og er sú krafa gerð til lærisveina Kovac að þeir fari áfram í kvöld. Sagan er Lyon ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld en þetta verður áttunda viðureign liðanna og hefur Lyon aldrei tekist að vinna Barcelona. Til þessa hefur Barcelona unnið fjóra leiki, þar af alla þrjá á Nývangi en þetta er annað lið Lyon sem mætir til leiks í kvöld. Franska liðið fær fyrirliða sinn og einn af bestu leikmönnum liðsins, Nabil Fekir, aftur inn í liðið eftir að hann tók út leikbann í fyrri leik liðanna. Með Fekir innanborðs kom þetta lið á óvart og vann 2-1 sigur á Etihad-vellinum fyrr á þessu tímabili svo að það skyldi enginn afskrifa Lyon. Pressan er á Barcelona enda með lið sem er talið að geti farið alla leið í keppninni í ár eftir fjögur mögur ár þar sem Börsungar hafa þurft að horfa á eftir titlinum til erkifjenda sinna í Real Madrid. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira
Það er allt undir í kvöld þegar tveir leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu. Í Barcelona taka heimamenn á móti franska liðinu Lyon og í Bæjaralandi mætir Jürgen Klopp með lærisveina sína í Liverpool á heimavöll Þýskalandsmeistaranna, Bayern München. Eftir markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna er það ljóst að útivallarmark er gulls ígildi í kvöld þó að vellirnir séu erfiðir heim að sækja fyrir Lyon og Liverpool. Silfurhafar síðasta árs, Liverpool, hafa verið að hökta í deildinni heima fyrir undanfarnar vikur en það ætti að henta þeim að geta setið aftar á vellinum og reynt að nýta hraða fremstu manna til að finna mikilvægt útivallarmark. Liverpool fær besta leikmann liðsins aftur inn, Virgil van Dijk, eftir að Hollendingurinn tók út leikbann í fyrri leik liðanna og er nokkuð víst að hann taki sér stöðu við hlið Joels Matip í miðri vörn Liverpool í kvöld. Ólíkt Liverpool hefur Bayern verið að nálgast sitt fyrra form og eru komnir á toppinn í þýsku deildinni. Niko Kovac, sem var undir mikilli pressu í byrjun tímabilsins, virðist hafa fundið lausnir því Bæjarar hafa unnið stórsigra í síðustu tveimur leikjum gegn Borussia Mönchengladbach og Wolfsburg, liðum sem eru að berjast um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili, samanlagt 11-1. Bayern hefur komist í undanúrslitin sex sinnum í síðustu sjö tilraunum og er sú krafa gerð til lærisveina Kovac að þeir fari áfram í kvöld. Sagan er Lyon ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld en þetta verður áttunda viðureign liðanna og hefur Lyon aldrei tekist að vinna Barcelona. Til þessa hefur Barcelona unnið fjóra leiki, þar af alla þrjá á Nývangi en þetta er annað lið Lyon sem mætir til leiks í kvöld. Franska liðið fær fyrirliða sinn og einn af bestu leikmönnum liðsins, Nabil Fekir, aftur inn í liðið eftir að hann tók út leikbann í fyrri leik liðanna. Með Fekir innanborðs kom þetta lið á óvart og vann 2-1 sigur á Etihad-vellinum fyrr á þessu tímabili svo að það skyldi enginn afskrifa Lyon. Pressan er á Barcelona enda með lið sem er talið að geti farið alla leið í keppninni í ár eftir fjögur mögur ár þar sem Börsungar hafa þurft að horfa á eftir titlinum til erkifjenda sinna í Real Madrid.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira