Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 13:33 Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. Þetta hefur verið hans afstaða frá árinu 2017 en Gísli segir að ekkert hafi breyst síðan. Skjáskot: Myndband uvg „Mér finnst ekki forsvaranlegt að dómsmálaráðherra í ríkisstjórninni sé með dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu á bakinu. Það bara gengur ekki.“ Þetta segir Gísli Garðarsson, varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sem tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Andrésar Inga Jónssonar, um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmálans sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar. Gísli segir að það hafi verið skoðun hans að Sigríður hefði átt að segja af sér síðan árið 2017 og að ekkert hafi breyst síðan þá. Gísli tilkynnti að hann hyggðist segja sig úr flokknum eftir að flokksráð VG samþykkti að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í lok nóvember 2017. Landsréttarmálið og Panamaskjölin á meðal ástæðna „Ég náttúrulega, eins og liggur fyrir og kom fram á sínum tíma, sagði mig úr VG vegna ríkisstjórnarsamstarfsins og þar á meðal vegna dómsmálaráðherra og þessarar ólöglegu skipunar og fjármálaráðherra og Panamaskjalanna og sú afstaða hefur ekkert breyst og ég held að þessi dómur staðfesti bara það sem kom svo sem fram á fyrri stigum,“ sagði Gísli. Blaðamaður náði tali af Gísla rétt áður en hann fór á nefndarfund en hann sagðist ekki hafa náð að tala við neinn innan þingflokks VG um málið en gerir ráð fyrir því að Landsréttarmálið verði á dagskrá á þingflokksfundi VG á morgun. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15 Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Mér finnst ekki forsvaranlegt að dómsmálaráðherra í ríkisstjórninni sé með dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu á bakinu. Það bara gengur ekki.“ Þetta segir Gísli Garðarsson, varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sem tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Andrésar Inga Jónssonar, um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmálans sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar. Gísli segir að það hafi verið skoðun hans að Sigríður hefði átt að segja af sér síðan árið 2017 og að ekkert hafi breyst síðan þá. Gísli tilkynnti að hann hyggðist segja sig úr flokknum eftir að flokksráð VG samþykkti að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í lok nóvember 2017. Landsréttarmálið og Panamaskjölin á meðal ástæðna „Ég náttúrulega, eins og liggur fyrir og kom fram á sínum tíma, sagði mig úr VG vegna ríkisstjórnarsamstarfsins og þar á meðal vegna dómsmálaráðherra og þessarar ólöglegu skipunar og fjármálaráðherra og Panamaskjalanna og sú afstaða hefur ekkert breyst og ég held að þessi dómur staðfesti bara það sem kom svo sem fram á fyrri stigum,“ sagði Gísli. Blaðamaður náði tali af Gísla rétt áður en hann fór á nefndarfund en hann sagðist ekki hafa náð að tala við neinn innan þingflokks VG um málið en gerir ráð fyrir því að Landsréttarmálið verði á dagskrá á þingflokksfundi VG á morgun.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15 Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15
Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04