Innlent

1,7 milljarða afgangur Faxaflóahafna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Rekstur Faxaflóahafna sf. skilaði rúmlega 1,7 milljarða hagnaði á síðasta ári. Hluta þess má rekja til sölu lands í Sævarhöfða fyrir 624 milljónir til Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem samþykktur var fyrir helgi.

Hagnaðurinn í fyrra var nærri þrefalt meiri en árið 2017. Í fjárhagsáætlun ársins hafði verið gert ráð fyrir 727 milljóna hagnaði.

Af ársreikningnum má einnig sjá að laun til stjórnarmanna og hafnarstjóra hafi dregist saman milli ára um tæp tvö prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×