Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2019 21:29 Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri við Hillebrandtshús, elsta húsið á Blönduósi. Stöð 2/Einar Árnason. Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. Þar má enn finna tólf hús sem orðin eru yfir eitthundrað ára gömul. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Það var árið 1876 sem Blönduós hlaut leyfi sem verslunarstaður og þá hófu kaupmenn að reisa hús á syðri bakka óssins. Elsta þeirra er svokallað Hillebrandtshús, talið reist árið 1877.Séð yfir gamla bæjarkjarnann á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.Blönduósbúar telja menningarverðmæti felast í þessum hluta bæjarins og nokkur hús hafa verið gerð upp af myndarskap. Þessa bæjarmynd vilja þeir styrkja með því að gera gamla bæjarhlutann að verndarsvæði í byggð. „Af því að við finnum að þetta er aðdráttarafl fyrir útlendingana sérstaklega og reyndar falið leyndarmál fyrir marga Íslendinga sem eru að fara um landið og sjá gamla bæjarkjarna,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Edda Brynleifsdóttir, formaður Ferðamálafélags Austur-Húnavatnssýslu.Stöð 2/Einar Árnason.Edda Brynleifsdóttir, formaður Ferðamálafélags Austur-Húnavatnssýslu, segir að einn liður í því að fá ferðamenn til að staldra lengur við á Blönduósi sé að styrkja gamla bæjarhlutann. Þar sé heilmikil saga og áformað í sumar að fara af stað með sögugöngu á kvöldin og bjóða fólki að rölta um og fá sögu staðarins. -Ykkur finnst hún nógu merkileg til að hafa heilu göngurnar um hana? „Já, já, já. Það er hægt að tala allt merkilegt,“ svarar Edda og hlær. Fjallað verður um samfélagið á Blönduósi í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2, annaðkvöld, mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Fornminjar Menning Um land allt Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. Þar má enn finna tólf hús sem orðin eru yfir eitthundrað ára gömul. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Það var árið 1876 sem Blönduós hlaut leyfi sem verslunarstaður og þá hófu kaupmenn að reisa hús á syðri bakka óssins. Elsta þeirra er svokallað Hillebrandtshús, talið reist árið 1877.Séð yfir gamla bæjarkjarnann á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.Blönduósbúar telja menningarverðmæti felast í þessum hluta bæjarins og nokkur hús hafa verið gerð upp af myndarskap. Þessa bæjarmynd vilja þeir styrkja með því að gera gamla bæjarhlutann að verndarsvæði í byggð. „Af því að við finnum að þetta er aðdráttarafl fyrir útlendingana sérstaklega og reyndar falið leyndarmál fyrir marga Íslendinga sem eru að fara um landið og sjá gamla bæjarkjarna,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Edda Brynleifsdóttir, formaður Ferðamálafélags Austur-Húnavatnssýslu.Stöð 2/Einar Árnason.Edda Brynleifsdóttir, formaður Ferðamálafélags Austur-Húnavatnssýslu, segir að einn liður í því að fá ferðamenn til að staldra lengur við á Blönduósi sé að styrkja gamla bæjarhlutann. Þar sé heilmikil saga og áformað í sumar að fara af stað með sögugöngu á kvöldin og bjóða fólki að rölta um og fá sögu staðarins. -Ykkur finnst hún nógu merkileg til að hafa heilu göngurnar um hana? „Já, já, já. Það er hægt að tala allt merkilegt,“ svarar Edda og hlær. Fjallað verður um samfélagið á Blönduósi í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2, annaðkvöld, mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Fornminjar Menning Um land allt Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00
Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40
Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45