Ingi Þór: Hjarta sigurvegarans slær enn Smári Jökull Jónsson skrifar 28. mars 2019 21:18 Ingi Þór er kominn með sitt lið í undanúrslit Dominos-deildarinnar. Vísir/Eyþór Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, var afskaplega ánægður með sína menn eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildarinnar með sigrinum, lokatölur 85-64. „Virkilega flottar færslur og góð vörn í seinni hálfleik, við náðum að þvinga þá í mikið af erfiðum skotum þó að þeir hafi reyndar náð sóknarfráköstum full oft að því að mér fannst. Mér fannst við vel stilltir og komum gríðarlega grimmir í seinni hálfleikinn,“ sagði Ingi Þór í viðtali við Vísi eftir leik. „Við náðum að búa til þessa forystu og það er erfitt fyrir þá að elta hér á heimavelli, verandi 2-0 undir í einvíginu. Við náðum sálfræðilegu taki þar," bætti Ingi við en KR kom muninum yfir 10 stig fljótlega í þriðja leikhluta eftir jafnan fyrri hálfleik. KR-liðið lenti í 5.sæti í deildarkeppninni og kemur síðan hingað til Keflavíkur og vinnur tvo útisigra. Þeir virðast vera að toppa á hárréttum tíma. „Við erum með mikla reynslu og marga leikmenn sem geta spilað. Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim sem eru ekki að svitna mest hér á gólfinu. Menn eru í þessu saman og mjög einbeittir að gera allt sem þarf til að vinna. Við treystum hvor öðrum og þannig er gott lið,“ sagði Ingi Þór. KR fær nú smá hvíld fyrir undanúrslitin, væntanlega kærkomið fyrir þá enda ekki beint með yngsta hópinn í deildinni. „Hvíldin er mikilvæg og við eigum eftir að fá menn til að hjálpa okkur að ná góðri endurheimt. Við þurfum að vera skynsamir áfram. Við erum hungraðir og það sést,“ og ítrekaði að hungrið væri svo sannarlega til staðar þrátt fyrir að KR hafi unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð. „Það skiptir engu máli. Þú tekur ekki hjarta sigurvegarans út. Það er á sínum stað og það slær enn,“ sagði Ingi Þór að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 64-85 | KR sópaði Keflvíkingum í sumarfrí KR er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir sigur á Keflavík í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum. KR sópar Keflavík úr keppni og meistarar síðustu fimm ára virðast vera að toppa á réttum tíma. 28. mars 2019 21:45 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, var afskaplega ánægður með sína menn eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildarinnar með sigrinum, lokatölur 85-64. „Virkilega flottar færslur og góð vörn í seinni hálfleik, við náðum að þvinga þá í mikið af erfiðum skotum þó að þeir hafi reyndar náð sóknarfráköstum full oft að því að mér fannst. Mér fannst við vel stilltir og komum gríðarlega grimmir í seinni hálfleikinn,“ sagði Ingi Þór í viðtali við Vísi eftir leik. „Við náðum að búa til þessa forystu og það er erfitt fyrir þá að elta hér á heimavelli, verandi 2-0 undir í einvíginu. Við náðum sálfræðilegu taki þar," bætti Ingi við en KR kom muninum yfir 10 stig fljótlega í þriðja leikhluta eftir jafnan fyrri hálfleik. KR-liðið lenti í 5.sæti í deildarkeppninni og kemur síðan hingað til Keflavíkur og vinnur tvo útisigra. Þeir virðast vera að toppa á hárréttum tíma. „Við erum með mikla reynslu og marga leikmenn sem geta spilað. Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim sem eru ekki að svitna mest hér á gólfinu. Menn eru í þessu saman og mjög einbeittir að gera allt sem þarf til að vinna. Við treystum hvor öðrum og þannig er gott lið,“ sagði Ingi Þór. KR fær nú smá hvíld fyrir undanúrslitin, væntanlega kærkomið fyrir þá enda ekki beint með yngsta hópinn í deildinni. „Hvíldin er mikilvæg og við eigum eftir að fá menn til að hjálpa okkur að ná góðri endurheimt. Við þurfum að vera skynsamir áfram. Við erum hungraðir og það sést,“ og ítrekaði að hungrið væri svo sannarlega til staðar þrátt fyrir að KR hafi unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð. „Það skiptir engu máli. Þú tekur ekki hjarta sigurvegarans út. Það er á sínum stað og það slær enn,“ sagði Ingi Þór að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 64-85 | KR sópaði Keflvíkingum í sumarfrí KR er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir sigur á Keflavík í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum. KR sópar Keflavík úr keppni og meistarar síðustu fimm ára virðast vera að toppa á réttum tíma. 28. mars 2019 21:45 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - KR 64-85 | KR sópaði Keflvíkingum í sumarfrí KR er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir sigur á Keflavík í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum. KR sópar Keflavík úr keppni og meistarar síðustu fimm ára virðast vera að toppa á réttum tíma. 28. mars 2019 21:45