Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2019 16:44 William Barr, dómsmálaráðherra, tók ákvörðun um að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Hann metur nú hvort að ritskoða þurfi hluta skýrslu Mueller. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að skýrslan sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá, skilaði ráðuneytinu sé yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd. Óljóst er hversu stór hluti hennar verður gerður opinber. Mueller skilaði skýrslunni um rannsókn sína sem hann stýrði í tæp tvö ár til Williams Barr, dómsmálaráðherra, á laugardag. Barr afhenti Bandaríkjaþingi fjögurra blaðsíðan samantekt um niðurstöður Mueller á sunnudag. Að sögn Barr sýndi Mueller ekki fram á að forsetaframboð Trump hefði lagt á ráðin með útsendurum rússneskra stjórnvalda um að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir þremur árum. Mueller hafi ekki tekið ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Barr og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, ákváðu að ekki væri ástæða til að ákæra forsetann fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Trump skipaði þá báða í embætti.New York Times segir að lengd skýrslunnar, sem Barr vék ekki að í samantekt sinni til þingsins, bendi til þess að Mueller hafi gengið mun lengra en lágmarkskröfur dómsmálaráðuneytisins um samantekt sérstakra rannsakenda kveði á um. Til samanburðar nefnir blaðið að lokaskýrsla sérstaka saksóknarans í Watergate-málinu hafi verið 62 blaðsíður. Mueller-skýrslan er þó nokkuð styttri en skýrsla Kenneth Starr sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta, á 10. áratugnum. Þingmenn hafa enn ekki fengið aðgang að skýrslu Mueller. Dómsmálaráðherrann fer enn yfir hana og skoðar hvort hann telji ástæðu til þess að halda eftir hluta hennar sem ekki megi vera opinber. Hann hefur sagt að það taki vikur að fara yfir skýrsluna. Repúblikanar og Trump sjálfur hafa vísað til samantektar Barr og fullyrt að skýrsla Mueller sanni algert sakleysi forsetans. Demókratar krefjast þess aftur á móti að fá aðgang að skýrslunni í heild sinni og öllum þeim gögnum sem Mueller studdist við í rannsókn sinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að skýrslan sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá, skilaði ráðuneytinu sé yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd. Óljóst er hversu stór hluti hennar verður gerður opinber. Mueller skilaði skýrslunni um rannsókn sína sem hann stýrði í tæp tvö ár til Williams Barr, dómsmálaráðherra, á laugardag. Barr afhenti Bandaríkjaþingi fjögurra blaðsíðan samantekt um niðurstöður Mueller á sunnudag. Að sögn Barr sýndi Mueller ekki fram á að forsetaframboð Trump hefði lagt á ráðin með útsendurum rússneskra stjórnvalda um að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir þremur árum. Mueller hafi ekki tekið ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Barr og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, ákváðu að ekki væri ástæða til að ákæra forsetann fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Trump skipaði þá báða í embætti.New York Times segir að lengd skýrslunnar, sem Barr vék ekki að í samantekt sinni til þingsins, bendi til þess að Mueller hafi gengið mun lengra en lágmarkskröfur dómsmálaráðuneytisins um samantekt sérstakra rannsakenda kveði á um. Til samanburðar nefnir blaðið að lokaskýrsla sérstaka saksóknarans í Watergate-málinu hafi verið 62 blaðsíður. Mueller-skýrslan er þó nokkuð styttri en skýrsla Kenneth Starr sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta, á 10. áratugnum. Þingmenn hafa enn ekki fengið aðgang að skýrslu Mueller. Dómsmálaráðherrann fer enn yfir hana og skoðar hvort hann telji ástæðu til þess að halda eftir hluta hennar sem ekki megi vera opinber. Hann hefur sagt að það taki vikur að fara yfir skýrsluna. Repúblikanar og Trump sjálfur hafa vísað til samantektar Barr og fullyrt að skýrsla Mueller sanni algert sakleysi forsetans. Demókratar krefjast þess aftur á móti að fá aðgang að skýrslunni í heild sinni og öllum þeim gögnum sem Mueller studdist við í rannsókn sinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Sjá meira
Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55
Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45
Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04
Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent