WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 09:42 Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir flugöryggi hafa aldrei verið ógnað vegna stöðu WOW air og flugfélagið hafi staðið sig afar vel í þeirri erfiðu stöðu sem það ver. Segir forstjórinn að WOW hafi sýnt af sér ábyrga stöðu með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu. „Þeir skiluðu sjálfir inn leyfinu þegar þeir sáu að þeir myndu ekki ná fjármögnun sem þeir höfðu sett sér það að markmiði að ná,“ segir Þórólfur. Hann segir starfsmenn Samgöngustofu hafa verið í nánu samstarfi við WOW air í langan tíma. Þórólfur segir Samgöngustofu hafa ávallt gætt þess að flugöryggi væri sinnt og að starfsmenn Samgöngustofu hafi aldrei farið nærri því að grípa til aðgerða á því tímabili sem WOW air hefur verið í rekstrarvandræðum. Hann segir innan við þúsund manns hafa átt bókað far með sex vélum sem ekki fóru frá Ameríku í morgun og svipaður fjöldi farþega hafi átt bókað far með sjö vélum WOW air sem eiga að fara frá Íslandi í dag. Ekki séu allir farþegar í sömu stöðu, sumir séu í bráðavanda, aðrir ekki. Það liggi ekki ljóst fyrir á þessum tímapunkti hversu margir eru í bráðavanda, en eftir því sem tíminn líður mun fjöldi þeirra fjara út því þeir fá far með öðrum flugfélögum. Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, er með viðbragðsáætlun þegar illa fer hjá flugfélögum en þá grípa önnur flugfélög inn í og bjóða farþegum björgunarfargjöld og hagstæðari leiðir til að vinna úr málum sínum. Þórólfur segist vita til þess að það sé strax aukið álag hjá flugrekendum sem fljúga á sömu staði og WOW air. Flugfarþegar verði í fæstum tilvikum fyrir tjóni því langflestir hafi greitt fyrir miðana með kreditkorti. Hann bendir flugfarþegum sem áttu bókað með WOW að vera í sambandi við sinn þjónustuaðila. Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Sjá meira
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir flugöryggi hafa aldrei verið ógnað vegna stöðu WOW air og flugfélagið hafi staðið sig afar vel í þeirri erfiðu stöðu sem það ver. Segir forstjórinn að WOW hafi sýnt af sér ábyrga stöðu með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu. „Þeir skiluðu sjálfir inn leyfinu þegar þeir sáu að þeir myndu ekki ná fjármögnun sem þeir höfðu sett sér það að markmiði að ná,“ segir Þórólfur. Hann segir starfsmenn Samgöngustofu hafa verið í nánu samstarfi við WOW air í langan tíma. Þórólfur segir Samgöngustofu hafa ávallt gætt þess að flugöryggi væri sinnt og að starfsmenn Samgöngustofu hafi aldrei farið nærri því að grípa til aðgerða á því tímabili sem WOW air hefur verið í rekstrarvandræðum. Hann segir innan við þúsund manns hafa átt bókað far með sex vélum sem ekki fóru frá Ameríku í morgun og svipaður fjöldi farþega hafi átt bókað far með sjö vélum WOW air sem eiga að fara frá Íslandi í dag. Ekki séu allir farþegar í sömu stöðu, sumir séu í bráðavanda, aðrir ekki. Það liggi ekki ljóst fyrir á þessum tímapunkti hversu margir eru í bráðavanda, en eftir því sem tíminn líður mun fjöldi þeirra fjara út því þeir fá far með öðrum flugfélögum. Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, er með viðbragðsáætlun þegar illa fer hjá flugfélögum en þá grípa önnur flugfélög inn í og bjóða farþegum björgunarfargjöld og hagstæðari leiðir til að vinna úr málum sínum. Þórólfur segist vita til þess að það sé strax aukið álag hjá flugrekendum sem fljúga á sömu staði og WOW air. Flugfarþegar verði í fæstum tilvikum fyrir tjóni því langflestir hafi greitt fyrir miðana með kreditkorti. Hann bendir flugfarþegum sem áttu bókað með WOW að vera í sambandi við sinn þjónustuaðila.
Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Sjá meira