Innlent

Tveir handteknir í Kórahverfi

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynningin barst lögreglu um klukkan átta í morgun.
Tilkynningin barst lögreglu um klukkan átta í morgun.
Uppfært 29. mars kl. 07:24: Mennirnir sem handteknir voru í gær voru með eftirlíkingu af skotvopni en ekki alvöru skotvopn.

Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í fjölbýlishúsi í Vallakór í Kópavogi í morgun, en tilkynnt var um skotvopn í íbúð í húsinu á áttunda tímanum í morgun.

Töluverður viðbúnaður var á vettvangi, en það voru lögreglumenn frá sérsveit ríkislögreglustjóra sem handtóku mennina.

Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Lögregla beindu því stjórnenda í Hörðuvallaskóla að nemendur í skólanum myndu halda kyrru fyrir í skólanum á meðan aðgerðir lögreglu stóðu yfir.

Fréttin og fyrirsögn hafa verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×