Byggja Biskupsstofu á lóð fyrir sóknarprest Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. mars 2019 07:00 Lóðin sem áður var eyrnamerkt presti í Háteigskirkju. Fréttablaðið/Stefán Hreyfing virðist komin að nýju á áform þjóðkirkjunnar um að selja fasteign sína á Laugavegi 31. Biskupsstofa hefur nú augastað á lóð við Háteigskirkju undir starfsemi sína og borgaryfirvöld eru jákvæð gagnvart því. Reykjavíkurborg vinnur að breyttu deiliskipulagi á svokölluðum Sjómannaskólareit. Í bréfi til borgaryfirvalda frá Þorvaldi Víðissyni biskupsritara frá í haust var bent á að á reitnum væri laus lóð sunnan við íbúðarhús að Nóatúni 31. Sú lóð sé skilgreind innan marka sem tilheyri Háteigssókn og Háteigskirkju. Lóðin hafi verið ætluð undir prestsbústað sem aldrei var byggður. Vísaði biskupsritari til fundar síns og Agnesar M . Sigurðardóttur biskups í Ráðhúsi Reykjavíkur með skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar borgarinnar. „Á þeim fundi voru viðraðar hugmyndir um byggingu nýs húsnæðis fyrir starfsemi Biskupsstofu á umræddum reit, sem áður hafði í skipulagi borgarinnar átt að vera undir prestsbústað. Skrifstofustjóri veitti vonir um að hugmyndirnar gætu samræmst vinnu borgarinnar við endurskipulagningu Sjómannaskólareitsins,“ skrifaði biskupsritari. Fulltrúum biskups hafi verið boðið á annan fund um málið. „Á fundinum kom fram að hugmyndirnar gætu samræmst endurskipulagningu borgarinnar á Sjómannaskólareitnum og að lóðin gæti borið húsnæði á stærð við það sem Biskupsstofa þyrfti að byggja undir starfsemi sín,“ sagði áfram í bréfi biskupsritara. Bréf biskupsritara var tekið fyrir ásamt öðrum gögnum tengdum Sjómannaskólareitnum á fundi skipulagsfulltrúa á föstudag í síðustu viku. Á fundinum voru kynnt drög að tillögu sem felur í sér byggingu allt að 145 nýrra íbúða á lóð Sjómannaskólans fyrir eldri borgara, námsmenn, félagsbústaði og hagkvæmar almennar íbúðir. Auk þess verði bætt við byggingarheimildum fyrir Biskupsstofu á lóð Háteigskirkju. Málinu var vísað til skipulags- og samgönguráðs. Fyrir rúmum tveimur árum ákvað kirkjuráð að kanna hvað myndi fást fyrir Laugaveg 31, Kirkjuhúsið, sem nú hýsir Biskupsstofu með það að markmiði að finna hentugra húsnæði. „Ég hugsa að það megi segja að þetta sé eitt dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi,“ sagði Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi í kirkjuráði, um söluáformin í janúar 2017. Ekkert varð af sölu því að kauptilboð þóttu ekki nógu góð. Íbúasamtökin á svæðinu vilja að fallið verði frá byggingaráformum í bili. „Eins og staðan er í dag er Háteigsskóli sprunginn og þétting byggðar eykur því enn á vanda skólans,“ segir í bókun íbúanna. Gróðurþekja í Háteigshverfi sé í lágmarki og gengið verði á hana með nýbyggingunum. „Einnig má gera ráð fyrir umferðaraukningu í hverfinu með meiri loft- og hljóðmengun sem rýrir lífsgæði íbúa og auknum líkum á umferðaróhöppum.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Þjóðkirkjan Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Hreyfing virðist komin að nýju á áform þjóðkirkjunnar um að selja fasteign sína á Laugavegi 31. Biskupsstofa hefur nú augastað á lóð við Háteigskirkju undir starfsemi sína og borgaryfirvöld eru jákvæð gagnvart því. Reykjavíkurborg vinnur að breyttu deiliskipulagi á svokölluðum Sjómannaskólareit. Í bréfi til borgaryfirvalda frá Þorvaldi Víðissyni biskupsritara frá í haust var bent á að á reitnum væri laus lóð sunnan við íbúðarhús að Nóatúni 31. Sú lóð sé skilgreind innan marka sem tilheyri Háteigssókn og Háteigskirkju. Lóðin hafi verið ætluð undir prestsbústað sem aldrei var byggður. Vísaði biskupsritari til fundar síns og Agnesar M . Sigurðardóttur biskups í Ráðhúsi Reykjavíkur með skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar borgarinnar. „Á þeim fundi voru viðraðar hugmyndir um byggingu nýs húsnæðis fyrir starfsemi Biskupsstofu á umræddum reit, sem áður hafði í skipulagi borgarinnar átt að vera undir prestsbústað. Skrifstofustjóri veitti vonir um að hugmyndirnar gætu samræmst vinnu borgarinnar við endurskipulagningu Sjómannaskólareitsins,“ skrifaði biskupsritari. Fulltrúum biskups hafi verið boðið á annan fund um málið. „Á fundinum kom fram að hugmyndirnar gætu samræmst endurskipulagningu borgarinnar á Sjómannaskólareitnum og að lóðin gæti borið húsnæði á stærð við það sem Biskupsstofa þyrfti að byggja undir starfsemi sín,“ sagði áfram í bréfi biskupsritara. Bréf biskupsritara var tekið fyrir ásamt öðrum gögnum tengdum Sjómannaskólareitnum á fundi skipulagsfulltrúa á föstudag í síðustu viku. Á fundinum voru kynnt drög að tillögu sem felur í sér byggingu allt að 145 nýrra íbúða á lóð Sjómannaskólans fyrir eldri borgara, námsmenn, félagsbústaði og hagkvæmar almennar íbúðir. Auk þess verði bætt við byggingarheimildum fyrir Biskupsstofu á lóð Háteigskirkju. Málinu var vísað til skipulags- og samgönguráðs. Fyrir rúmum tveimur árum ákvað kirkjuráð að kanna hvað myndi fást fyrir Laugaveg 31, Kirkjuhúsið, sem nú hýsir Biskupsstofu með það að markmiði að finna hentugra húsnæði. „Ég hugsa að það megi segja að þetta sé eitt dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi,“ sagði Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi í kirkjuráði, um söluáformin í janúar 2017. Ekkert varð af sölu því að kauptilboð þóttu ekki nógu góð. Íbúasamtökin á svæðinu vilja að fallið verði frá byggingaráformum í bili. „Eins og staðan er í dag er Háteigsskóli sprunginn og þétting byggðar eykur því enn á vanda skólans,“ segir í bókun íbúanna. Gróðurþekja í Háteigshverfi sé í lágmarki og gengið verði á hana með nýbyggingunum. „Einnig má gera ráð fyrir umferðaraukningu í hverfinu með meiri loft- og hljóðmengun sem rýrir lífsgæði íbúa og auknum líkum á umferðaróhöppum.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Þjóðkirkjan Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira