Bláskógabyggð á móti hugmyndum um þjóðgarð á miðhálendinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. mars 2019 06:00 Bláskógabyggð leyfir 30 manna gistiskála í Botnsúlum. Vísir/Vilhelm „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur ekki ásættanlegt að stjórn og umráð yfir 40 prósent Íslands verði í höndum fárra aðila,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar sem leggst alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. „Samráð um þann grundvallarþátt málsins, hvort stofna skuli þjóðgarð á miðhálendinu, hefur ekki átt sér stað,“ segir í bókuninni. Að sögn sveitarstjórnarinnar er stöðugt vegið að sjálfstæði landsbyggðarsveitarfélaga og þeim ekki treyst fyrir landsvæði innan eigin sveitarfélagsmarka. „Í ljósi þeirrar reynslu sem komin er á rekstur þjóðgarða á Íslandi má glöggt sjá að mjög víða er pottur brotinn til dæmis í viðhaldi vega, fráveitumálum og merkingum svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að mörg stór verkefni sem útheimta mikið fjármagn bíða framkvæmda í þjóðgörðum landsins,“ segir sveitarstjórn Bláskógabyggðar. „Verði miðhálendisþjóðgarður að veruleika má búast við að heimamenn dragi sig til hlés. Gera má ráð fyrir að öll sú vinna og fjármagn sem heimafólk hefur lagt til hálendisins muni færast yfir til ríkisins,“ heldur sveitarstjórnin áfram. „Í ljósi reynslunnar telur sveitarstjórn að þá muni þeim eignum sem áður voru í eigu og umsjá viðkomandi sveitarfélaga ekki verða viðhaldið og að endingu lokað.“ Á sama fundi samþykkti sveitarstjórnin framkvæmdir við sex fjallaskála þar sem bæta á við gistiplássi fyrir samtals 230 manns. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Skipulag Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir hjól friðlýsingar farin að snúast Umhverfis- og auðlindaráðherra vonast til að hægt verði að ljúka friðlýsingum á fimm svæðum í verndarflokki rammaáætlunar um mitt næsta ár. Efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða á síðasta ári var 33,5 milljarðar. 10. nóvember 2018 09:00 Meirihluti hlyntur stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 63% almennings á Íslandi er fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Ferðamenn nefna sem aðdráttarafl hálendisins að þar sé einstök náttúra. Þverpólitísk nefnd vinnur nú að því að undirbúa stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Þetta er meðal þess sem hefur komið fram á Umhverfisþingi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra boðaði til og stendur nú yfir. 9. nóvember 2018 18:25 Fjörutíu prósent óskráð á hálendinu Aðeins sextíu prósent bygginga á miðhálendi Íslands eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár. 4. október 2018 08:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
„Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur ekki ásættanlegt að stjórn og umráð yfir 40 prósent Íslands verði í höndum fárra aðila,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar sem leggst alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. „Samráð um þann grundvallarþátt málsins, hvort stofna skuli þjóðgarð á miðhálendinu, hefur ekki átt sér stað,“ segir í bókuninni. Að sögn sveitarstjórnarinnar er stöðugt vegið að sjálfstæði landsbyggðarsveitarfélaga og þeim ekki treyst fyrir landsvæði innan eigin sveitarfélagsmarka. „Í ljósi þeirrar reynslu sem komin er á rekstur þjóðgarða á Íslandi má glöggt sjá að mjög víða er pottur brotinn til dæmis í viðhaldi vega, fráveitumálum og merkingum svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að mörg stór verkefni sem útheimta mikið fjármagn bíða framkvæmda í þjóðgörðum landsins,“ segir sveitarstjórn Bláskógabyggðar. „Verði miðhálendisþjóðgarður að veruleika má búast við að heimamenn dragi sig til hlés. Gera má ráð fyrir að öll sú vinna og fjármagn sem heimafólk hefur lagt til hálendisins muni færast yfir til ríkisins,“ heldur sveitarstjórnin áfram. „Í ljósi reynslunnar telur sveitarstjórn að þá muni þeim eignum sem áður voru í eigu og umsjá viðkomandi sveitarfélaga ekki verða viðhaldið og að endingu lokað.“ Á sama fundi samþykkti sveitarstjórnin framkvæmdir við sex fjallaskála þar sem bæta á við gistiplássi fyrir samtals 230 manns.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Skipulag Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir hjól friðlýsingar farin að snúast Umhverfis- og auðlindaráðherra vonast til að hægt verði að ljúka friðlýsingum á fimm svæðum í verndarflokki rammaáætlunar um mitt næsta ár. Efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða á síðasta ári var 33,5 milljarðar. 10. nóvember 2018 09:00 Meirihluti hlyntur stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 63% almennings á Íslandi er fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Ferðamenn nefna sem aðdráttarafl hálendisins að þar sé einstök náttúra. Þverpólitísk nefnd vinnur nú að því að undirbúa stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Þetta er meðal þess sem hefur komið fram á Umhverfisþingi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra boðaði til og stendur nú yfir. 9. nóvember 2018 18:25 Fjörutíu prósent óskráð á hálendinu Aðeins sextíu prósent bygginga á miðhálendi Íslands eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár. 4. október 2018 08:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Umhverfisráðherra segir hjól friðlýsingar farin að snúast Umhverfis- og auðlindaráðherra vonast til að hægt verði að ljúka friðlýsingum á fimm svæðum í verndarflokki rammaáætlunar um mitt næsta ár. Efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða á síðasta ári var 33,5 milljarðar. 10. nóvember 2018 09:00
Meirihluti hlyntur stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 63% almennings á Íslandi er fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Ferðamenn nefna sem aðdráttarafl hálendisins að þar sé einstök náttúra. Þverpólitísk nefnd vinnur nú að því að undirbúa stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Þetta er meðal þess sem hefur komið fram á Umhverfisþingi sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra boðaði til og stendur nú yfir. 9. nóvember 2018 18:25
Fjörutíu prósent óskráð á hálendinu Aðeins sextíu prósent bygginga á miðhálendi Íslands eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár. 4. október 2018 08:00