Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 86-77│KR sýndi mátt sinn og leiðir einvígið 2-0 Árni Jóhannsson skrifar 25. mars 2019 22:15 vísir/bára KR tók á móti Keflvíkingum í DHL höllinni fyrr í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. KR hafði tekið forystuna í einvíginu í Keflavík á föstudaginn síðastliðinn og mikil spenna var hvernig Keflvíkingar ætluðu að svara fyrir það að hafa misst heimavallarréttinn til KR. Keflvíkingar virtust ætla að svara því sem besta veg en þeir tóku völdin á fyrstu mínútunum og komust í 8-20 þegar um sex mínútur voru liðnar af leiknum, heimamenn voru slegnir út af laginu og búnir að tapa boltanum sex sinnum á þessum tímapunkti og voru eins og gatasigit í varnarleik sínum. Ingi Þór þjálfari KR tók leikhlé og skerpti á leik sinna manna og hafði það tilætluð áhrif. Varnarleikurinn batnaði mikið og liðið fór að passa upp á boltann mikið betur. Þeir nöguðu forskotið niður og komust yfir þegar um fjórar mínútur lifðu af fyrri hálfleik og náðu að gefa heldur betur í áður en flautan gall. Staðan 45-39 þegar gengið var til búningsherbergja og KR komið með tökin á leiknum. Þeir létu þau tök ekki af hendi í eina sekúndu í seinni hálfleik. Þeir voru fljótir að koma muninum yfir tíu stig og í hvert sinn sem Keflvíkingar hótuðu að gera atlögu að forystunni þá var skellt í lás og munurinn aukinn í tveggja stafa tölu aftur mjög fljótt. Gestirnir virtust á löngum köflum algjörlega slegnir út af laginu og áttu engin svör við leik KR sem og að þeir gátu ekki spurt spurninga sem erfitt var að svara fyrir heimamenn. Það fór svo að KR vann leikinn 86-77 og eru því komnir með 2-0 forystu í einvíginu og eru taplausir í átta liða úrslitum Íslandsmótsins 27 tilraunum og mun sigur í 28. tilraun senda þá í undanúrslit.Afhverju vann KR?Styrkleiki þeirra í vörn skein í gegn í kvöld og þegar þeir náðu að stilla saman strengi á varnarenda vallarins þá small allt saman og þeir keyrðu nánast yfir Keflvíkinga. Keflavík hefu átt betri daga en þeim var bara ekki leyft að gera það sem þeir ætluðu að gera og þá sérstaklega í sóknarleiknum. KR náði að halda gestunum í 35% heildar skotnýtingu sem þykir ekki gott en 35% tveggja stiga skota liðsins rötuðu rétta leið. Það er segin saga að þegar varnarleikurinn er í góðu lagi þá kemur sóknarleikurinn í kjölfarið og sú varð raunin í kvöld. KR lokaði sjoppunni og landaði sigrinum.Bestu menn vallarins?Pavel Ermolinskij var langbesti maður vallarins. Hann skilaði 22 stigum, 10 fráköstum, 5 stoðsendingum og var samtals með 33 framlagspunkta fyrir sína menn. KR fékk gott framlag frá mörgum mönnum í kvöld en þar má nefna Kristófer Acox sem skilaði 16 stigum, 10 fráköstum og 5 stolnum boltum. Þá var Julia Boyd með 21 stig en allir þessir og fleiri til áttu mjög góðan leik varnarmegin. Michael Craion var atkvæðamestur gestanna með 21 stig, 17 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 varin skot. Hann hefði þurft meiri hjálp frá sínum félögum en Gunnar Ólafss. sást lítið í seinni hálfleik og Hörðu Axel Vilhjálmsson sást lítið í þeim fyrri. Keflvíkingar þurfa að setja saman heilan leik ef þeir ætla að ná í einn sigurleik í þessu einvígi.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Keflvíkinga gekk illa eins og áður segir en það er bara út af því að vörn KR var svo góð. Þá náðu þeir ekki að nýta sín varnarstopp eins vel og KR en Keflavík gerði níu stig úr hraðaupphlaupum á móti 21 slíku stigi frá heimamönnum.Hvað gerist næst?Liðin eigast við á fimmtudaginn í Keflavík og verða heimamenn að gjöra svo vel að vinna leikinn. Ef það gerist ekki þá þurfa þeir hreinlega að dusta rykið af fellihýsinu og fara í sumarfrí sem er líklega allt of snemmt að þeirra mati. KR hefur völdin í þessari seríu og þurfa að ná að spila á sínum styrkleikum eins og þeir gerðu í kvöld og þá komast þeir enn einu sinni í undanúrslit Íslandsmótsins. Eitt er víst en það er að það verða læti í Sláturhúsinu á fimmtudag. Pavel: Þú þarft ekki að vera fullkominn þú þarft bara að vinna„Ég segi nú ekki að allt hafi gengið fullkomlega upp en það gekk margt mjög vel upp“, sagði Pavel Ermolinskij sem að öðrum ólöstuðum var besti maður vallarins í dag. Hann var spurður að því hvort allt hafi gengið fullkomlega upp hjá KR-ingum en þeir virtust eiga svör við öllum þeim spurningum sem Keflvíkingar lögðu fyrir þá í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik fyrr í kvöld. „Þetta var ekki fullkominn leikur af okkar hálfu en þú þarft ekki fullkominn leik, þú þarft bara að vinna þegar þú ert kominn á þennan stað í tímabilinu og alveg sama hvernig þú ferð að því. Við erum ekki að reyna að eiga fullkomna leiki við erum bara að reyna að sigra og það er aukaatriði að reyna að ná fullkomnum leik“. Pavel, sem var meiddur undir lok deildarkeppninnar, var spurður út í baráttu hans við Michael Craion sem er hörð og hlýtur að taka mikið á líkamlega. Hvernig er standið á Pavel? „Það er matsatriði hvernig ástandið á mér er. Þetta er mikil barátta og mikill skrokkur sem ég er að kljást við í teignum. Ég þekki náttúrlega Mike vel og það versta við að eiga við hann er það hversu stoltur hann er. Hann sýnir það ekki út á við en hann er mjög mikill keppnismaður í sér og þegar maður nær að stoppa hann einu sinni og tvisvar þá eflist hann við það, aðrir færu í skel en hann eflist við það og ætlar að myrða þig í næstu tilraun. Þetta er stanslaus barátta en það er mjög gaman, þetta er mjög skemmtilegt. Keflvíkingar eru komnir með bakið upp við vegginn fræga og taldi Pavel að reynsla KR myndi skína í gegn í næsta leik en aftur á móti þá yrði mótspyrnan líklega sú mesta hingað til í einvíginu. „Ég held að við sýnum ekkert vanmat eða eða tökum þessu einhvernveginn léttleikandi á fimmtudaginn. Bæði höfum við gengið í gegnum þetta svo oft áður og farið ýmsar mismunandi leiðir í gegnum þetta og séð allt gerast.“ „Við höfum oft eða eiginlega alltaf farið í gegnum 8 liða úrslitin 3-0 og maður hefur séð lið brotna eftir leik númer tvö og hætta fyrir þriðja leik. Ég leyfi mér að fullyrða að Keflavík er ekki að fara að gera það, þetta er alltof sterkt lið til þess, allt of miklir karakterar til að veita okkur ekki fjandi harða mótspyrnu á fimmtudaginn. Þannig að við þurfum að eiga ennþá betri leik en í dag og í seinasta leik. Við þurfum hreinlega að eiga okkar besta leik á fimmtudaginn til að vinna“. Sverrir: Full trú á því að minnka muninn„Við spiluðum og reyndum dálítið mikið á sömu menn í kvöld en við börðumst frábærlega en það vantaði örlítið upp á hjá okkur í kvöld“, sagði þjálfari Keflavíkur Sverrir Þór Sverrisson eftir tap hans manna á móti KR fyrr í kvöld. Hann hélt áfram en sóknarleikurinn var í vandræðum hjá honum ásamt því að ná ekki að stoppa KR-inga nógu vel í sínum aðgerðum. Hann ræddi þá einnig erfiðu stöðuna sem hans menn eru komnir í. „Þegar sóknin náði að smella saman þá skiptust liðin á körfum, þeir voru að ná að skora á móti þannig að það vantaði bara aðeins upp á hjá okkur. Við erum komnir í erfiða stöðu, 2-0 undir, en þetta er nú bara þannig að við þurfum að vinna einn leik. Við þurfum að vinna á fimmtudaginn og leggja alla áherslu á að ná í sigurinn og taka svo stöðuna eftir það. Þetta er ekkert búið, tveir hörkuleikir búnir og ég hef fulla trú á því að við náum að koma grimmir inn í næsta leik og náum að minnka muninn“. „Til þess að ná í sigurinn þurfum við að frákasta hrikalega vel og spila mikið betri vörn en við náðum að gera í kvöld. Þeir mega ekki ná að opna svona mikið fyrir skytturnar sínar. Sóknarleikurinn þarf svo að vera mikið betri, við lentum of oft í því að menn voru bara dripplandi út í eitt og að taka erfið skot. Við þurfum að fínpússa ýmsa hluti og þurfum svo að vera grimmari í teignum“, sagði Sverrir um hvernig Keflvíkingar gætu náð í sigurinn í næsta leik. Þá var hann spurður út í stöðuna á Mindaugas Kacinas sem var fjarri góðu gamni í kvöld en Keflvíkingar söknuðu hans úr leik sínum í kvöld. „Hann festist í baki í upphitun og það var svo slæmt að hann gat ekki spilað. Ég var búinn að fylla út byrjunarlið og allt en þurfti svo að breyta því. Þetta gerðist í seinustu viku fyrir fyrsta leikinn en teymið okkar náði að koma honum í gang og honum leið vel í dag en það gerðist eitthvað og hann gat því miður ekki spilað. Ég hef fulla trú á mínum mönnum að þeir nái honum í gang á fimmtudaginn“. Dominos-deild karla
KR tók á móti Keflvíkingum í DHL höllinni fyrr í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. KR hafði tekið forystuna í einvíginu í Keflavík á föstudaginn síðastliðinn og mikil spenna var hvernig Keflvíkingar ætluðu að svara fyrir það að hafa misst heimavallarréttinn til KR. Keflvíkingar virtust ætla að svara því sem besta veg en þeir tóku völdin á fyrstu mínútunum og komust í 8-20 þegar um sex mínútur voru liðnar af leiknum, heimamenn voru slegnir út af laginu og búnir að tapa boltanum sex sinnum á þessum tímapunkti og voru eins og gatasigit í varnarleik sínum. Ingi Þór þjálfari KR tók leikhlé og skerpti á leik sinna manna og hafði það tilætluð áhrif. Varnarleikurinn batnaði mikið og liðið fór að passa upp á boltann mikið betur. Þeir nöguðu forskotið niður og komust yfir þegar um fjórar mínútur lifðu af fyrri hálfleik og náðu að gefa heldur betur í áður en flautan gall. Staðan 45-39 þegar gengið var til búningsherbergja og KR komið með tökin á leiknum. Þeir létu þau tök ekki af hendi í eina sekúndu í seinni hálfleik. Þeir voru fljótir að koma muninum yfir tíu stig og í hvert sinn sem Keflvíkingar hótuðu að gera atlögu að forystunni þá var skellt í lás og munurinn aukinn í tveggja stafa tölu aftur mjög fljótt. Gestirnir virtust á löngum köflum algjörlega slegnir út af laginu og áttu engin svör við leik KR sem og að þeir gátu ekki spurt spurninga sem erfitt var að svara fyrir heimamenn. Það fór svo að KR vann leikinn 86-77 og eru því komnir með 2-0 forystu í einvíginu og eru taplausir í átta liða úrslitum Íslandsmótsins 27 tilraunum og mun sigur í 28. tilraun senda þá í undanúrslit.Afhverju vann KR?Styrkleiki þeirra í vörn skein í gegn í kvöld og þegar þeir náðu að stilla saman strengi á varnarenda vallarins þá small allt saman og þeir keyrðu nánast yfir Keflvíkinga. Keflavík hefu átt betri daga en þeim var bara ekki leyft að gera það sem þeir ætluðu að gera og þá sérstaklega í sóknarleiknum. KR náði að halda gestunum í 35% heildar skotnýtingu sem þykir ekki gott en 35% tveggja stiga skota liðsins rötuðu rétta leið. Það er segin saga að þegar varnarleikurinn er í góðu lagi þá kemur sóknarleikurinn í kjölfarið og sú varð raunin í kvöld. KR lokaði sjoppunni og landaði sigrinum.Bestu menn vallarins?Pavel Ermolinskij var langbesti maður vallarins. Hann skilaði 22 stigum, 10 fráköstum, 5 stoðsendingum og var samtals með 33 framlagspunkta fyrir sína menn. KR fékk gott framlag frá mörgum mönnum í kvöld en þar má nefna Kristófer Acox sem skilaði 16 stigum, 10 fráköstum og 5 stolnum boltum. Þá var Julia Boyd með 21 stig en allir þessir og fleiri til áttu mjög góðan leik varnarmegin. Michael Craion var atkvæðamestur gestanna með 21 stig, 17 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 varin skot. Hann hefði þurft meiri hjálp frá sínum félögum en Gunnar Ólafss. sást lítið í seinni hálfleik og Hörðu Axel Vilhjálmsson sást lítið í þeim fyrri. Keflvíkingar þurfa að setja saman heilan leik ef þeir ætla að ná í einn sigurleik í þessu einvígi.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Keflvíkinga gekk illa eins og áður segir en það er bara út af því að vörn KR var svo góð. Þá náðu þeir ekki að nýta sín varnarstopp eins vel og KR en Keflavík gerði níu stig úr hraðaupphlaupum á móti 21 slíku stigi frá heimamönnum.Hvað gerist næst?Liðin eigast við á fimmtudaginn í Keflavík og verða heimamenn að gjöra svo vel að vinna leikinn. Ef það gerist ekki þá þurfa þeir hreinlega að dusta rykið af fellihýsinu og fara í sumarfrí sem er líklega allt of snemmt að þeirra mati. KR hefur völdin í þessari seríu og þurfa að ná að spila á sínum styrkleikum eins og þeir gerðu í kvöld og þá komast þeir enn einu sinni í undanúrslit Íslandsmótsins. Eitt er víst en það er að það verða læti í Sláturhúsinu á fimmtudag. Pavel: Þú þarft ekki að vera fullkominn þú þarft bara að vinna„Ég segi nú ekki að allt hafi gengið fullkomlega upp en það gekk margt mjög vel upp“, sagði Pavel Ermolinskij sem að öðrum ólöstuðum var besti maður vallarins í dag. Hann var spurður að því hvort allt hafi gengið fullkomlega upp hjá KR-ingum en þeir virtust eiga svör við öllum þeim spurningum sem Keflvíkingar lögðu fyrir þá í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik fyrr í kvöld. „Þetta var ekki fullkominn leikur af okkar hálfu en þú þarft ekki fullkominn leik, þú þarft bara að vinna þegar þú ert kominn á þennan stað í tímabilinu og alveg sama hvernig þú ferð að því. Við erum ekki að reyna að eiga fullkomna leiki við erum bara að reyna að sigra og það er aukaatriði að reyna að ná fullkomnum leik“. Pavel, sem var meiddur undir lok deildarkeppninnar, var spurður út í baráttu hans við Michael Craion sem er hörð og hlýtur að taka mikið á líkamlega. Hvernig er standið á Pavel? „Það er matsatriði hvernig ástandið á mér er. Þetta er mikil barátta og mikill skrokkur sem ég er að kljást við í teignum. Ég þekki náttúrlega Mike vel og það versta við að eiga við hann er það hversu stoltur hann er. Hann sýnir það ekki út á við en hann er mjög mikill keppnismaður í sér og þegar maður nær að stoppa hann einu sinni og tvisvar þá eflist hann við það, aðrir færu í skel en hann eflist við það og ætlar að myrða þig í næstu tilraun. Þetta er stanslaus barátta en það er mjög gaman, þetta er mjög skemmtilegt. Keflvíkingar eru komnir með bakið upp við vegginn fræga og taldi Pavel að reynsla KR myndi skína í gegn í næsta leik en aftur á móti þá yrði mótspyrnan líklega sú mesta hingað til í einvíginu. „Ég held að við sýnum ekkert vanmat eða eða tökum þessu einhvernveginn léttleikandi á fimmtudaginn. Bæði höfum við gengið í gegnum þetta svo oft áður og farið ýmsar mismunandi leiðir í gegnum þetta og séð allt gerast.“ „Við höfum oft eða eiginlega alltaf farið í gegnum 8 liða úrslitin 3-0 og maður hefur séð lið brotna eftir leik númer tvö og hætta fyrir þriðja leik. Ég leyfi mér að fullyrða að Keflavík er ekki að fara að gera það, þetta er alltof sterkt lið til þess, allt of miklir karakterar til að veita okkur ekki fjandi harða mótspyrnu á fimmtudaginn. Þannig að við þurfum að eiga ennþá betri leik en í dag og í seinasta leik. Við þurfum hreinlega að eiga okkar besta leik á fimmtudaginn til að vinna“. Sverrir: Full trú á því að minnka muninn„Við spiluðum og reyndum dálítið mikið á sömu menn í kvöld en við börðumst frábærlega en það vantaði örlítið upp á hjá okkur í kvöld“, sagði þjálfari Keflavíkur Sverrir Þór Sverrisson eftir tap hans manna á móti KR fyrr í kvöld. Hann hélt áfram en sóknarleikurinn var í vandræðum hjá honum ásamt því að ná ekki að stoppa KR-inga nógu vel í sínum aðgerðum. Hann ræddi þá einnig erfiðu stöðuna sem hans menn eru komnir í. „Þegar sóknin náði að smella saman þá skiptust liðin á körfum, þeir voru að ná að skora á móti þannig að það vantaði bara aðeins upp á hjá okkur. Við erum komnir í erfiða stöðu, 2-0 undir, en þetta er nú bara þannig að við þurfum að vinna einn leik. Við þurfum að vinna á fimmtudaginn og leggja alla áherslu á að ná í sigurinn og taka svo stöðuna eftir það. Þetta er ekkert búið, tveir hörkuleikir búnir og ég hef fulla trú á því að við náum að koma grimmir inn í næsta leik og náum að minnka muninn“. „Til þess að ná í sigurinn þurfum við að frákasta hrikalega vel og spila mikið betri vörn en við náðum að gera í kvöld. Þeir mega ekki ná að opna svona mikið fyrir skytturnar sínar. Sóknarleikurinn þarf svo að vera mikið betri, við lentum of oft í því að menn voru bara dripplandi út í eitt og að taka erfið skot. Við þurfum að fínpússa ýmsa hluti og þurfum svo að vera grimmari í teignum“, sagði Sverrir um hvernig Keflvíkingar gætu náð í sigurinn í næsta leik. Þá var hann spurður út í stöðuna á Mindaugas Kacinas sem var fjarri góðu gamni í kvöld en Keflvíkingar söknuðu hans úr leik sínum í kvöld. „Hann festist í baki í upphitun og það var svo slæmt að hann gat ekki spilað. Ég var búinn að fylla út byrjunarlið og allt en þurfti svo að breyta því. Þetta gerðist í seinustu viku fyrir fyrsta leikinn en teymið okkar náði að koma honum í gang og honum leið vel í dag en það gerðist eitthvað og hann gat því miður ekki spilað. Ég hef fulla trú á mínum mönnum að þeir nái honum í gang á fimmtudaginn“.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti