Tveir af þremur ríkisforstjórum hækka í launum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. mars 2019 07:30 Áhrif niðurlagningar kjararáðs á kjör embættismanna og æðstu stjórnenda stofnana ríkisins eru mismunandi. Hluti þeirra hækkar verulega í launum meðan aðrir taka á sig ríflega lækkun. Hið sáluga kjararáð tók sína síðustu stjórnvaldsákvörðun um miðjan júní í fyrra. Voru þar 48 erindi afgreidd á einu bretti en tæplega fjörutíu öðrum var vísað frá þar sem þau bárust ráðinu eftir að síðasti fundur þess árið 2017 fór fram. Nokkurrar óánægju gætti meðal forstöðumanna ríkisins með ákvörðunina þar sem hún þótti illa rökstudd auk þess sem margir töldu hækkun sína afar litla. Nýtt launafyrirkomulag forstöðumanna ríkisins tók gildi um áramótin og færðist ákvörðunarvaldið til skrifstofu kjara og mannauðs innan fjármálaráðuneytisins. Laun þjóðkjörinna fulltrúa, dómara, saksóknara, seðla- og aðstoðarseðlabankastjóra, ríkissáttasemjara auk nokkurra annarra verði á móti ákveðin með fastri krónutölu í lögum sem taki breytingum í samræmi við meðaltal reglulegra launa starfsmanna ríkisins. Frumvarp þess efnis er til meðferðar á þingi. Nýtt launafyrirkomulag liggur fyrir en samkvæmt því eru stjórnendur metnir út frá fjórum matsþáttum: færni, stjórnun, umfangi og ábyrgð. Undir hverjum lið er að finna undirflokka. Út frá grunnmatinu eru stjórnendur hólfaðir í launaflokka sem eru ellefu talsins. Fyrstu ákvarðanirnar samkvæmt hinu nýja kerfi hafa verið teknar og niðurstöðurnar birtar á vef Stjórnarráðsins. Höfðu forstöðumenn til 15. mars til að gera athugasemdir við niðurstöður matsins. Fréttablaðið hefur tekið saman kjör forstöðufólksins og borið saman við þau kjör sem það hafði samkvæmt síðustu launaákvörðun kjararáðs. Um tæplega 140 störf er að ræða. Upplýsingar um kjör 12 vantar þar sem kjararáð tók aldrei ákvörðun um laun þeirra. Í þeim hópi er forstjóri Byggðastofnunar en erindi hans var eitt þeirra sem ráðið afgreiddi ekki þrátt fyrir að hafa tekið til meðferðar. Í tölunum sem fylgja á eftir hafa skólameistarar framhaldsskóla verið teknir út fyrir sviga þar sem erfitt er að raða þeim í eldri launaflokka.23 forstöðumenn fengu tíu prósenta launahækkun eða meira. Hæsta prósentuhækkunin var 29 prósent hjá forstjóra Þjóðskrár. Hæsta krónutöluhækkunin var aftur á móti rúm 355 þúsund hjá veðurstofustjóra. 26 forstöðumenn fá hækkun á bilinu 5-10 prósent og í hópnum sem fékk á bilinu 0-5 prósenta launahækkun eru fimmtán. 36 embættismenn lækka hins vegar í launum. Tólf lækka um allt að fimm prósent en 24 lækka um meira en það. Dæmi eru um að hækkun sem forstöðumenn fengu með síðustu ákvörðun kjararáðs gangi til baka. Fjölmennir í hópi þeirra sem lækka eru sýslumenn og lögreglustjórar. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins er sá eini sem hækkar og er nú launahærri en ríkislögreglustjóri. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum stendur svo til í stað, aðrir lækka um á bilinu 100 til 216 þúsund krónur. Launalækkun sýslumanna er einnig talsverð og ofan á það bætist að til stendur að leggja af að þeir séu innheimtumenn ákveðinna opinberra gjalda. Samhliða því leggjast af árangurstengdar greiðslur vegna innheimtunnar. Félag lögreglustjóra hefur gert athugasemdir við fyrirkomulagið. Í umsögn þeirra um fyrrgreint frumvarp er bent á þá staðreynd að lögreglustjórar séu handhafar ákæruvalds og um 80 prósent sakamála séu rekin af þeim. „Lögreglustjórar sem ákærendur taka ekki við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum um meðferð ákæruvalds nema sérstaklega sé kveðið á um það í lögum. Í því felst sjálfstæði þeirra. Ráðherra hefur ekki vald til afskipta af afgreiðslu ákærenda í einstökum málum […]. Nú ákveður ráðherra hins vegar laun lögreglustjóra,“ segir í umsögn félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Áhrif niðurlagningar kjararáðs á kjör embættismanna og æðstu stjórnenda stofnana ríkisins eru mismunandi. Hluti þeirra hækkar verulega í launum meðan aðrir taka á sig ríflega lækkun. Hið sáluga kjararáð tók sína síðustu stjórnvaldsákvörðun um miðjan júní í fyrra. Voru þar 48 erindi afgreidd á einu bretti en tæplega fjörutíu öðrum var vísað frá þar sem þau bárust ráðinu eftir að síðasti fundur þess árið 2017 fór fram. Nokkurrar óánægju gætti meðal forstöðumanna ríkisins með ákvörðunina þar sem hún þótti illa rökstudd auk þess sem margir töldu hækkun sína afar litla. Nýtt launafyrirkomulag forstöðumanna ríkisins tók gildi um áramótin og færðist ákvörðunarvaldið til skrifstofu kjara og mannauðs innan fjármálaráðuneytisins. Laun þjóðkjörinna fulltrúa, dómara, saksóknara, seðla- og aðstoðarseðlabankastjóra, ríkissáttasemjara auk nokkurra annarra verði á móti ákveðin með fastri krónutölu í lögum sem taki breytingum í samræmi við meðaltal reglulegra launa starfsmanna ríkisins. Frumvarp þess efnis er til meðferðar á þingi. Nýtt launafyrirkomulag liggur fyrir en samkvæmt því eru stjórnendur metnir út frá fjórum matsþáttum: færni, stjórnun, umfangi og ábyrgð. Undir hverjum lið er að finna undirflokka. Út frá grunnmatinu eru stjórnendur hólfaðir í launaflokka sem eru ellefu talsins. Fyrstu ákvarðanirnar samkvæmt hinu nýja kerfi hafa verið teknar og niðurstöðurnar birtar á vef Stjórnarráðsins. Höfðu forstöðumenn til 15. mars til að gera athugasemdir við niðurstöður matsins. Fréttablaðið hefur tekið saman kjör forstöðufólksins og borið saman við þau kjör sem það hafði samkvæmt síðustu launaákvörðun kjararáðs. Um tæplega 140 störf er að ræða. Upplýsingar um kjör 12 vantar þar sem kjararáð tók aldrei ákvörðun um laun þeirra. Í þeim hópi er forstjóri Byggðastofnunar en erindi hans var eitt þeirra sem ráðið afgreiddi ekki þrátt fyrir að hafa tekið til meðferðar. Í tölunum sem fylgja á eftir hafa skólameistarar framhaldsskóla verið teknir út fyrir sviga þar sem erfitt er að raða þeim í eldri launaflokka.23 forstöðumenn fengu tíu prósenta launahækkun eða meira. Hæsta prósentuhækkunin var 29 prósent hjá forstjóra Þjóðskrár. Hæsta krónutöluhækkunin var aftur á móti rúm 355 þúsund hjá veðurstofustjóra. 26 forstöðumenn fá hækkun á bilinu 5-10 prósent og í hópnum sem fékk á bilinu 0-5 prósenta launahækkun eru fimmtán. 36 embættismenn lækka hins vegar í launum. Tólf lækka um allt að fimm prósent en 24 lækka um meira en það. Dæmi eru um að hækkun sem forstöðumenn fengu með síðustu ákvörðun kjararáðs gangi til baka. Fjölmennir í hópi þeirra sem lækka eru sýslumenn og lögreglustjórar. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins er sá eini sem hækkar og er nú launahærri en ríkislögreglustjóri. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum stendur svo til í stað, aðrir lækka um á bilinu 100 til 216 þúsund krónur. Launalækkun sýslumanna er einnig talsverð og ofan á það bætist að til stendur að leggja af að þeir séu innheimtumenn ákveðinna opinberra gjalda. Samhliða því leggjast af árangurstengdar greiðslur vegna innheimtunnar. Félag lögreglustjóra hefur gert athugasemdir við fyrirkomulagið. Í umsögn þeirra um fyrrgreint frumvarp er bent á þá staðreynd að lögreglustjórar séu handhafar ákæruvalds og um 80 prósent sakamála séu rekin af þeim. „Lögreglustjórar sem ákærendur taka ekki við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum um meðferð ákæruvalds nema sérstaklega sé kveðið á um það í lögum. Í því felst sjálfstæði þeirra. Ráðherra hefur ekki vald til afskipta af afgreiðslu ákærenda í einstökum málum […]. Nú ákveður ráðherra hins vegar laun lögreglustjóra,“ segir í umsögn félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira