Tveir af þremur ríkisforstjórum hækka í launum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. mars 2019 07:30 Áhrif niðurlagningar kjararáðs á kjör embættismanna og æðstu stjórnenda stofnana ríkisins eru mismunandi. Hluti þeirra hækkar verulega í launum meðan aðrir taka á sig ríflega lækkun. Hið sáluga kjararáð tók sína síðustu stjórnvaldsákvörðun um miðjan júní í fyrra. Voru þar 48 erindi afgreidd á einu bretti en tæplega fjörutíu öðrum var vísað frá þar sem þau bárust ráðinu eftir að síðasti fundur þess árið 2017 fór fram. Nokkurrar óánægju gætti meðal forstöðumanna ríkisins með ákvörðunina þar sem hún þótti illa rökstudd auk þess sem margir töldu hækkun sína afar litla. Nýtt launafyrirkomulag forstöðumanna ríkisins tók gildi um áramótin og færðist ákvörðunarvaldið til skrifstofu kjara og mannauðs innan fjármálaráðuneytisins. Laun þjóðkjörinna fulltrúa, dómara, saksóknara, seðla- og aðstoðarseðlabankastjóra, ríkissáttasemjara auk nokkurra annarra verði á móti ákveðin með fastri krónutölu í lögum sem taki breytingum í samræmi við meðaltal reglulegra launa starfsmanna ríkisins. Frumvarp þess efnis er til meðferðar á þingi. Nýtt launafyrirkomulag liggur fyrir en samkvæmt því eru stjórnendur metnir út frá fjórum matsþáttum: færni, stjórnun, umfangi og ábyrgð. Undir hverjum lið er að finna undirflokka. Út frá grunnmatinu eru stjórnendur hólfaðir í launaflokka sem eru ellefu talsins. Fyrstu ákvarðanirnar samkvæmt hinu nýja kerfi hafa verið teknar og niðurstöðurnar birtar á vef Stjórnarráðsins. Höfðu forstöðumenn til 15. mars til að gera athugasemdir við niðurstöður matsins. Fréttablaðið hefur tekið saman kjör forstöðufólksins og borið saman við þau kjör sem það hafði samkvæmt síðustu launaákvörðun kjararáðs. Um tæplega 140 störf er að ræða. Upplýsingar um kjör 12 vantar þar sem kjararáð tók aldrei ákvörðun um laun þeirra. Í þeim hópi er forstjóri Byggðastofnunar en erindi hans var eitt þeirra sem ráðið afgreiddi ekki þrátt fyrir að hafa tekið til meðferðar. Í tölunum sem fylgja á eftir hafa skólameistarar framhaldsskóla verið teknir út fyrir sviga þar sem erfitt er að raða þeim í eldri launaflokka.23 forstöðumenn fengu tíu prósenta launahækkun eða meira. Hæsta prósentuhækkunin var 29 prósent hjá forstjóra Þjóðskrár. Hæsta krónutöluhækkunin var aftur á móti rúm 355 þúsund hjá veðurstofustjóra. 26 forstöðumenn fá hækkun á bilinu 5-10 prósent og í hópnum sem fékk á bilinu 0-5 prósenta launahækkun eru fimmtán. 36 embættismenn lækka hins vegar í launum. Tólf lækka um allt að fimm prósent en 24 lækka um meira en það. Dæmi eru um að hækkun sem forstöðumenn fengu með síðustu ákvörðun kjararáðs gangi til baka. Fjölmennir í hópi þeirra sem lækka eru sýslumenn og lögreglustjórar. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins er sá eini sem hækkar og er nú launahærri en ríkislögreglustjóri. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum stendur svo til í stað, aðrir lækka um á bilinu 100 til 216 þúsund krónur. Launalækkun sýslumanna er einnig talsverð og ofan á það bætist að til stendur að leggja af að þeir séu innheimtumenn ákveðinna opinberra gjalda. Samhliða því leggjast af árangurstengdar greiðslur vegna innheimtunnar. Félag lögreglustjóra hefur gert athugasemdir við fyrirkomulagið. Í umsögn þeirra um fyrrgreint frumvarp er bent á þá staðreynd að lögreglustjórar séu handhafar ákæruvalds og um 80 prósent sakamála séu rekin af þeim. „Lögreglustjórar sem ákærendur taka ekki við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum um meðferð ákæruvalds nema sérstaklega sé kveðið á um það í lögum. Í því felst sjálfstæði þeirra. Ráðherra hefur ekki vald til afskipta af afgreiðslu ákærenda í einstökum málum […]. Nú ákveður ráðherra hins vegar laun lögreglustjóra,“ segir í umsögn félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Áhrif niðurlagningar kjararáðs á kjör embættismanna og æðstu stjórnenda stofnana ríkisins eru mismunandi. Hluti þeirra hækkar verulega í launum meðan aðrir taka á sig ríflega lækkun. Hið sáluga kjararáð tók sína síðustu stjórnvaldsákvörðun um miðjan júní í fyrra. Voru þar 48 erindi afgreidd á einu bretti en tæplega fjörutíu öðrum var vísað frá þar sem þau bárust ráðinu eftir að síðasti fundur þess árið 2017 fór fram. Nokkurrar óánægju gætti meðal forstöðumanna ríkisins með ákvörðunina þar sem hún þótti illa rökstudd auk þess sem margir töldu hækkun sína afar litla. Nýtt launafyrirkomulag forstöðumanna ríkisins tók gildi um áramótin og færðist ákvörðunarvaldið til skrifstofu kjara og mannauðs innan fjármálaráðuneytisins. Laun þjóðkjörinna fulltrúa, dómara, saksóknara, seðla- og aðstoðarseðlabankastjóra, ríkissáttasemjara auk nokkurra annarra verði á móti ákveðin með fastri krónutölu í lögum sem taki breytingum í samræmi við meðaltal reglulegra launa starfsmanna ríkisins. Frumvarp þess efnis er til meðferðar á þingi. Nýtt launafyrirkomulag liggur fyrir en samkvæmt því eru stjórnendur metnir út frá fjórum matsþáttum: færni, stjórnun, umfangi og ábyrgð. Undir hverjum lið er að finna undirflokka. Út frá grunnmatinu eru stjórnendur hólfaðir í launaflokka sem eru ellefu talsins. Fyrstu ákvarðanirnar samkvæmt hinu nýja kerfi hafa verið teknar og niðurstöðurnar birtar á vef Stjórnarráðsins. Höfðu forstöðumenn til 15. mars til að gera athugasemdir við niðurstöður matsins. Fréttablaðið hefur tekið saman kjör forstöðufólksins og borið saman við þau kjör sem það hafði samkvæmt síðustu launaákvörðun kjararáðs. Um tæplega 140 störf er að ræða. Upplýsingar um kjör 12 vantar þar sem kjararáð tók aldrei ákvörðun um laun þeirra. Í þeim hópi er forstjóri Byggðastofnunar en erindi hans var eitt þeirra sem ráðið afgreiddi ekki þrátt fyrir að hafa tekið til meðferðar. Í tölunum sem fylgja á eftir hafa skólameistarar framhaldsskóla verið teknir út fyrir sviga þar sem erfitt er að raða þeim í eldri launaflokka.23 forstöðumenn fengu tíu prósenta launahækkun eða meira. Hæsta prósentuhækkunin var 29 prósent hjá forstjóra Þjóðskrár. Hæsta krónutöluhækkunin var aftur á móti rúm 355 þúsund hjá veðurstofustjóra. 26 forstöðumenn fá hækkun á bilinu 5-10 prósent og í hópnum sem fékk á bilinu 0-5 prósenta launahækkun eru fimmtán. 36 embættismenn lækka hins vegar í launum. Tólf lækka um allt að fimm prósent en 24 lækka um meira en það. Dæmi eru um að hækkun sem forstöðumenn fengu með síðustu ákvörðun kjararáðs gangi til baka. Fjölmennir í hópi þeirra sem lækka eru sýslumenn og lögreglustjórar. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins er sá eini sem hækkar og er nú launahærri en ríkislögreglustjóri. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum stendur svo til í stað, aðrir lækka um á bilinu 100 til 216 þúsund krónur. Launalækkun sýslumanna er einnig talsverð og ofan á það bætist að til stendur að leggja af að þeir séu innheimtumenn ákveðinna opinberra gjalda. Samhliða því leggjast af árangurstengdar greiðslur vegna innheimtunnar. Félag lögreglustjóra hefur gert athugasemdir við fyrirkomulagið. Í umsögn þeirra um fyrrgreint frumvarp er bent á þá staðreynd að lögreglustjórar séu handhafar ákæruvalds og um 80 prósent sakamála séu rekin af þeim. „Lögreglustjórar sem ákærendur taka ekki við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum um meðferð ákæruvalds nema sérstaklega sé kveðið á um það í lögum. Í því felst sjálfstæði þeirra. Ráðherra hefur ekki vald til afskipta af afgreiðslu ákærenda í einstökum málum […]. Nú ákveður ráðherra hins vegar laun lögreglustjóra,“ segir í umsögn félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent