Innlent

Freyja heldur ótrauð áfram

Lovísa Arnarsdóttir skrifar
Freyja Haraldsdóttir í dómssal
Freyja Haraldsdóttir í dómssal Vísir/Vilhelm
„Þetta er fyrir mig persónulega mjög dýrmætt og mikilvægt. Þetta er búið að vera fimm ára ferli,“ segir Freyja Haraldsdóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðra.

Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin.

„Það var auðvitað verið að mismuna mér á grundvelli fötlunar auk þess sem mér var ekki veitt réttlát málsmeðferð. Flest getum við verið sammála um að réttlát málsmeðferð eru ótrúlega mikilvæg mannréttindi,“ segir Freyja.

Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, var einnig ánægð með niðurstöðuna.

„Þetta var niðurstaðan sem við stefndum að og okkur fannst liggja í augum uppi að væri rétt allan tímann,“ segir Sigrún.

Freyja segir næsta skref vera að fara á námskeiðið.

„Núna heldur ferlið vonandi bara áfram. Það hefur verið stöðvað í tvö ár vegna dómsmálsins, en ákvörðun Barnaverndarstofu hefur nú verið felld úr gildi. Ég fer að vinna að því að fara á námskeið og held ótrauð áfram.“


Tengdar fréttir

Freyja sigraði í Landsrétti

Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×