Segir Íslendinga hafa full yfirráð í raforkumálum í orkupakka III Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2019 20:00 Þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins verða lögð fram á Alþingi í næstu viku. Utanríkisráðherra segir það sameiginlegan skilning Íslendinga og Evrópusambandsins að Íslendingar hafi áfram einir full yfirráð yfir raforkumálum landsins. Íslendingar hafa innleitt orkupakka eitt og tvö sem fólu í sér markaðsvæðingu á framleiðslu og sölu á raforku. Þriðji orkupakkinn felur í sér ákvæði um neytendavernd og aðgang að flutnings- og dreifikerfum, gagnsæi á markaði, aðskilnað samkeppnisrekstrar í framleiðslu og sölu frá sérleyfisrekstri í flutningi og dreifingu. Margir óttuðust að með innleiðingunni fælist að gefið væri eftir vald í raforkumálum til alþjóðlegrar stofnunar Evrópusambandsins og verð á raforku myndi hækka með tengingu við evrópska raforkumarkaðinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ekkert breytast varðandi yfirráð Íslendinga yfir raforkumálum sínum. „Það hafa margir haft áhyggjur og við höfum komið til móts við þær. Þetta er orkupakki á íslenskum forsendum. Menn hafa haft áhyggjur af tvennu. Annars vegar að þetta standist ekki stjórnarskrá og hins vegar að við yrðum tengd orkumarkaði Evrópu hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Það mun ekki gerast,” segir Guðlaugur Þór. Utanríkisráðherra leggur þingsályktunartillögu um innleiðingu pakkans fyrir Alþingi í næstu viku og iðnaðarráðherra leggur fram frumvörp um breytingar á raforkulögum og lögum um Orkustofnun sem ætlað er eftirlitshlutverk með málaflokknum. Þær reglur sem eiga við um flutning raforku yfir landamæri eru innleiddar með þeim lagalega fyrirvara að þær komi ekki til framkvæmda nema að Alþingi heimili lagningu raforkustrengs. „Það eru allir fræðimenn sem að málinu hafa komið sammála um að þetta standist stjórnarskrá. Sömuleiðis er það tryggt að hér verður ekki lagður sæstrengur nema Alþingi ákveði það sérstaklega. Og þá þarf að byrja með málið í rauninni upp á nýtt,” segir Guðlaugur Þór. Þennan skilning hefur utanríkisráðherra fengið staðfestan á símafundi með orku- og loftslagsmálastjóra Evrópusambandsins. Til að ítreka afstöðu Íslands enn frekar ákváðu þingflokkar stjórnarflokkanna á sameiginlegum fundi á miðvikudag að umsókn um sæstrengsverkefnið IceLink til Skotlands yrði dregin til baka Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi. 22. mars 2019 14:00 Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55 Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins verða lögð fram á Alþingi í næstu viku. Utanríkisráðherra segir það sameiginlegan skilning Íslendinga og Evrópusambandsins að Íslendingar hafi áfram einir full yfirráð yfir raforkumálum landsins. Íslendingar hafa innleitt orkupakka eitt og tvö sem fólu í sér markaðsvæðingu á framleiðslu og sölu á raforku. Þriðji orkupakkinn felur í sér ákvæði um neytendavernd og aðgang að flutnings- og dreifikerfum, gagnsæi á markaði, aðskilnað samkeppnisrekstrar í framleiðslu og sölu frá sérleyfisrekstri í flutningi og dreifingu. Margir óttuðust að með innleiðingunni fælist að gefið væri eftir vald í raforkumálum til alþjóðlegrar stofnunar Evrópusambandsins og verð á raforku myndi hækka með tengingu við evrópska raforkumarkaðinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ekkert breytast varðandi yfirráð Íslendinga yfir raforkumálum sínum. „Það hafa margir haft áhyggjur og við höfum komið til móts við þær. Þetta er orkupakki á íslenskum forsendum. Menn hafa haft áhyggjur af tvennu. Annars vegar að þetta standist ekki stjórnarskrá og hins vegar að við yrðum tengd orkumarkaði Evrópu hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Það mun ekki gerast,” segir Guðlaugur Þór. Utanríkisráðherra leggur þingsályktunartillögu um innleiðingu pakkans fyrir Alþingi í næstu viku og iðnaðarráðherra leggur fram frumvörp um breytingar á raforkulögum og lögum um Orkustofnun sem ætlað er eftirlitshlutverk með málaflokknum. Þær reglur sem eiga við um flutning raforku yfir landamæri eru innleiddar með þeim lagalega fyrirvara að þær komi ekki til framkvæmda nema að Alþingi heimili lagningu raforkustrengs. „Það eru allir fræðimenn sem að málinu hafa komið sammála um að þetta standist stjórnarskrá. Sömuleiðis er það tryggt að hér verður ekki lagður sæstrengur nema Alþingi ákveði það sérstaklega. Og þá þarf að byrja með málið í rauninni upp á nýtt,” segir Guðlaugur Þór. Þennan skilning hefur utanríkisráðherra fengið staðfestan á símafundi með orku- og loftslagsmálastjóra Evrópusambandsins. Til að ítreka afstöðu Íslands enn frekar ákváðu þingflokkar stjórnarflokkanna á sameiginlegum fundi á miðvikudag að umsókn um sæstrengsverkefnið IceLink til Skotlands yrði dregin til baka
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi. 22. mars 2019 14:00 Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55 Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi. 22. mars 2019 14:00
Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55
Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29