Ódýrari þjónusta við nýju Gæsluþyrlurnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. mars 2019 06:00 TF-EIR við skýli Landhelgisgæslu Íslands á Reykjavíkurflugvelli í gær. Fréttablaðið/Anton Brink TF-EIR, sú fyrri af tveimur nýjum leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar, er komin til landsins og fer í sitt fyrsta æfingaflug í dag eða næstu daga. Hin þyrlan, TF-GRO, er væntanleg í apríl. „Þjálfun tekur við næstu vikur en vonast er til að þyrlurnar verði formlega teknar í notkun í maí,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Þyrlurnar, sem eru af árgerð 2010, eiga að leysa af hólmi eldri og ófullkomnari þyrlur frá sama leigusala, hina 27 ára gömlu TF-SYN og TF-GNÁ sem framleidd var 2001. Bauð leigusalinn nýrri þyrlurnar á sama verði út samningstímann sem gildir fyrir eldri þyrlurnar eða til áranna 2022/23. Til að liðka fyrir samningum bauðst Airbus, sem framleiðir þyrlurnar, til að kosta þjálfun flugmanna. Dómsmálaráðuneytið samþykkti skiptin fyrir sitt leyti í maí í fyrra með því skilyrði að kostnaðarauki yrði innan fjárheimilda Landhelgisgæslunnar. Nú hafa verið gerðir tveir samningar vegna viðhalds og þjónustu þyrlanna og fela þeir í sér samtals lægra verð á hverja flogna klukkustund en verið hefur. „Landhelgisgæslan greiðir 2.148 evrur í tímagjald samkvæmt gamla samningnum en samtals er gjaldið nú eftir samningana tvo 2.076 evrur, það er bæði fyrir vél og hreyfla,“ segir Ásgeir Erlendsson. Varðandi eldri samninginn sé mikilvægt að hafa í huga að verðmiðinn sé tvískiptur og taki árlegum hækkunum. „Þar af leiðandi eru verðmiðarnir við undirritun samningsins árið 2016 lægri en þeir voru í raun árið 2018.“ Þjónustu- og viðhaldssamningur var áður við Heli One í Noregi sem annaðist bæði þyrlurnar sjálfar og hreyflana. Við taka tveir aðskildir samningar. Annar þeirra er við Safran Helicopters Engines um viðhald á hreyflum sem fyrirtækið einmitt framleiðir. „Varðandi viðhald vélanna, þá var gerður varahlutasamningur við Airbus en þessir tveir samningar eru hagstæðari en fyrri samningur, sem var við norska fyrirtækið Heli One, en hann tók bæði til varahluta í hreyflum og vélum,“ útskýrir Ásgeir. Um er að ræða þyrlur frá Airbus af gerðinni Super Puma H225. Þær hafa verið umdeildar eftir tvö mannskæð slys, í Skotlandi 2009 og í Noregi 2016. Í báðum þyrlunum losnuðu spaðarnir af vélunum. Airbus gerði lagfæringar á gírkassa vélanna og þær fengu grænt ljós flugmálayfirvalda á að fljúga að nýju eftir um árs kyrrsetningu. Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi telur hins vegar lagfæringarnar ekki nægjanlegar og að nauðsynlegt væri að hanna gírbúnaðinn frá grunni til að tryggja öryggi hans. Eftir að hafa farið yfir niðurstöður norsku rannsóknarnefndarinnar, fylgst með eftirmálum banaslyss í Suður-Kóreu í fyrrasumar þar sem spaðar losnuðu af herþyrlu með gírkassa frá Airbus og farið yfir áhyggjur flugmanna hjá Landhelgisgæslunni ákvað stofnunin að halda nýja leigusamningnum til streitu. Talið var að gírkassinn frá Airbus hefði ekki valdið slysinu í Suður-Kóreu. „Fyrir okkar leyti þá berum við alveg fullt traust til tæknistjóra og flugrekstrarstjóra Gæslunnar um að taka ákvarðanir í þessa veru,“ sagði Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, við Fréttablaðið 12. september síðastliðinn. Airbus Birtist í Fréttablaðinu Landhelgisgæslan Tengdar fréttir TF-EIR og TF-GRO koma í þjónustu Landhelgisgæslunnar Mikil aukning í þyrluútköllum það sem af er ári. 65 prósetn aukning frá árinu 2011 11. desember 2018 19:00 Segir nýja þyrlu Landhelgisgæslunnar auka afköst 17. mars 2019 20:30 Ný þyrla Landhelgisgæslunnar kom til landsins í dag Önnur þyrla væntanleg til landsins í næstu vikum. 16. mars 2019 20:14 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
TF-EIR, sú fyrri af tveimur nýjum leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar, er komin til landsins og fer í sitt fyrsta æfingaflug í dag eða næstu daga. Hin þyrlan, TF-GRO, er væntanleg í apríl. „Þjálfun tekur við næstu vikur en vonast er til að þyrlurnar verði formlega teknar í notkun í maí,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Þyrlurnar, sem eru af árgerð 2010, eiga að leysa af hólmi eldri og ófullkomnari þyrlur frá sama leigusala, hina 27 ára gömlu TF-SYN og TF-GNÁ sem framleidd var 2001. Bauð leigusalinn nýrri þyrlurnar á sama verði út samningstímann sem gildir fyrir eldri þyrlurnar eða til áranna 2022/23. Til að liðka fyrir samningum bauðst Airbus, sem framleiðir þyrlurnar, til að kosta þjálfun flugmanna. Dómsmálaráðuneytið samþykkti skiptin fyrir sitt leyti í maí í fyrra með því skilyrði að kostnaðarauki yrði innan fjárheimilda Landhelgisgæslunnar. Nú hafa verið gerðir tveir samningar vegna viðhalds og þjónustu þyrlanna og fela þeir í sér samtals lægra verð á hverja flogna klukkustund en verið hefur. „Landhelgisgæslan greiðir 2.148 evrur í tímagjald samkvæmt gamla samningnum en samtals er gjaldið nú eftir samningana tvo 2.076 evrur, það er bæði fyrir vél og hreyfla,“ segir Ásgeir Erlendsson. Varðandi eldri samninginn sé mikilvægt að hafa í huga að verðmiðinn sé tvískiptur og taki árlegum hækkunum. „Þar af leiðandi eru verðmiðarnir við undirritun samningsins árið 2016 lægri en þeir voru í raun árið 2018.“ Þjónustu- og viðhaldssamningur var áður við Heli One í Noregi sem annaðist bæði þyrlurnar sjálfar og hreyflana. Við taka tveir aðskildir samningar. Annar þeirra er við Safran Helicopters Engines um viðhald á hreyflum sem fyrirtækið einmitt framleiðir. „Varðandi viðhald vélanna, þá var gerður varahlutasamningur við Airbus en þessir tveir samningar eru hagstæðari en fyrri samningur, sem var við norska fyrirtækið Heli One, en hann tók bæði til varahluta í hreyflum og vélum,“ útskýrir Ásgeir. Um er að ræða þyrlur frá Airbus af gerðinni Super Puma H225. Þær hafa verið umdeildar eftir tvö mannskæð slys, í Skotlandi 2009 og í Noregi 2016. Í báðum þyrlunum losnuðu spaðarnir af vélunum. Airbus gerði lagfæringar á gírkassa vélanna og þær fengu grænt ljós flugmálayfirvalda á að fljúga að nýju eftir um árs kyrrsetningu. Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi telur hins vegar lagfæringarnar ekki nægjanlegar og að nauðsynlegt væri að hanna gírbúnaðinn frá grunni til að tryggja öryggi hans. Eftir að hafa farið yfir niðurstöður norsku rannsóknarnefndarinnar, fylgst með eftirmálum banaslyss í Suður-Kóreu í fyrrasumar þar sem spaðar losnuðu af herþyrlu með gírkassa frá Airbus og farið yfir áhyggjur flugmanna hjá Landhelgisgæslunni ákvað stofnunin að halda nýja leigusamningnum til streitu. Talið var að gírkassinn frá Airbus hefði ekki valdið slysinu í Suður-Kóreu. „Fyrir okkar leyti þá berum við alveg fullt traust til tæknistjóra og flugrekstrarstjóra Gæslunnar um að taka ákvarðanir í þessa veru,“ sagði Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, við Fréttablaðið 12. september síðastliðinn.
Airbus Birtist í Fréttablaðinu Landhelgisgæslan Tengdar fréttir TF-EIR og TF-GRO koma í þjónustu Landhelgisgæslunnar Mikil aukning í þyrluútköllum það sem af er ári. 65 prósetn aukning frá árinu 2011 11. desember 2018 19:00 Segir nýja þyrlu Landhelgisgæslunnar auka afköst 17. mars 2019 20:30 Ný þyrla Landhelgisgæslunnar kom til landsins í dag Önnur þyrla væntanleg til landsins í næstu vikum. 16. mars 2019 20:14 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
TF-EIR og TF-GRO koma í þjónustu Landhelgisgæslunnar Mikil aukning í þyrluútköllum það sem af er ári. 65 prósetn aukning frá árinu 2011 11. desember 2018 19:00
Ný þyrla Landhelgisgæslunnar kom til landsins í dag Önnur þyrla væntanleg til landsins í næstu vikum. 16. mars 2019 20:14